Tíminn - 25.03.1977, Side 11

Tíminn - 25.03.1977, Side 11
Föstudagur 25. marz 1977 11 titgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306; Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá- ' simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Átökin í Alþýðu- bandalaginu Það vakti að vonum athygli, þegar talsmaður Alþýðubandalagsins lét svo ummælt i Kastljósi fyrir nokkru, að það skipti ekki höfuðmáli hvert yrði þingfylgi Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins, heldur hitt, að þessir flokkar næðu saman i verkalýðshreyfingunni og beittu þar afli sinu til að ná völdum og áhrifum. Þessi ummæli talsmannsins vöktu aukna athygli sökum þess, að nokkrir liðsmenn Alþýðubanda: lagsins stefndu markvist að þvi á siðasta þingi Alþýðusambands Islands, að Alþýðubandalagið næði þar hreinum yfirráðum og útilokaði úr stjórn sambandsins alla þá, sem ekki fylgdu Alþýðubandalaginu að málum, nema fáeina út- valda Alþýðuflokksmenn, sem fengu að fljóta með fyrst um sinn. Það var ekki farið dult með, að takmarkið með þessu væri að gera Alþýðu- sambandið að tæki i hinni pólitisku baráttu og koma hér á svonefndum alþýðuvöldum, án tillits til þess, hvernig Alþingi væri skipað. Jafnframt var látið að þvi liggja, að við gerð næstu kjara- samninga yrði ekki aðeins stefnt að kjarabótum, heldur að þvi að skapa efnahagsástand, sem nú- verandi rikisstjórn réði ekki við, og knýja þannig fram fall hennar og þingkosningar. Ummæli talsmanns Alþýðubandalagsins i Kastljósinu benda ótvirætt til þess, að Alþýðu- bandalagsmennirnir, sem vildu gera Alþýðusam- bandið að baráttutæki sinu á siðasta Alþýðusam- bandsþingi, eru siður en svo af baki dottnir, og munu eftir megni reyna að nota gerð kjara- samninganna til að koma áformum sinum fram. Það gæti orðið til þess að gera samkomulag mun örðugra en ella. A Alþýðusambandsþinginu beittu hinir reyndari og ábyrgari verkalýðsleið- togar Alþýðubandalagsins sér gegn sliku valda- brölti og lögðu áherzlu á, að „verkalýðssamtökin séu óháð stjórnmálaflokkum”, eins og segir i ályktun þingsins um þessi mál. Nú er að sjá hvor armurinn má sin meira i Alþýðubandalaginu, en það getur haft megináhrif á viðræðurnar, sem eru að hefjast um kjaramálin, hvor þeirra verður ofan á. Verði hinn róttækari ofan á, komast samningamálin á það stig að stefnt verður að upplausn i stað kjarabóta. F rumbýlingar Þótt viða kreppi áð hjá bændum, fer ekki milli mála að mest kreppir að hjá frumbýlingum. Lánsfjárskortur og mikill vaxtakostnaður bitnar þyngst á þeim. Hér færist óðum i það horf, að ekki sé unnt fyrir efnalitla menn að hefja búskap. Af þessum ástæðum verða ungir menn, sem vilja hefja búskap, að gefast upp við slikar fyrirætlan- ir, og jarðir munu leggjast i eyði, þvi að enginn er fær um að taka við. Hér grúfir mikil hætta yfir framtið landbúnaðarins. Samtök bænda og bændafundir, sem haldnir hafa verið að undan- förnu, hafa lika lagt áherzlu á, að unnið verði að þvi að taka þetta mál sérstaklega til úrlausnar. Landbúnaðarráðherra hefur einnig fullan hug á að hraða þvi verki eins mikið og hægt er. Þess er þvi að vænta, að það dragist ekki á langinn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT _/___ Tuttugu ára sam- starf Evrópuríkja Hómarsáttmálinn markaöi mikilvæg þáttaskil 1 DAG munu forsætisráð- herrar og utanrikisráðherrar rikjanna i Efnahagsbandalagi E\Tópukomasaman til fundar i Róm og minnast þess að tuttugu ár eru liðin siðan stofnsamningurinn var undir- ritaður, en það gerðist i Róm 25. marz 1957. Stofnrikin voru Frakkland, Vestur-Þýzka- land, ítalia, Belgia, Holland og Luxemburg. Bretland vildi ekki vera meö að þvi sinni. Samningurinn sem hlaut nafnið Rómarsamningurinn, tók gildi 1. janúar 1958. Hann er i 248 greinum, mjög Itar- legur og gerir ráð fyrir mjög nánu samstarfi i efnahags- málum og stjórnmálum enda telja margir, aö með honum sé meira stefnt að samruna þátt- tökurikjanna en samstarfi. HUGMYNDIN um samstarf og jafnvel um sameiningu Evrópurikja átti sterkan hljdmgrunn eftir siðari heims- styrjöldina. Þekktasti tals- maður hennar var franski stjórnmálamaðurinn Jean Monnet, sem enn er á lifi, 88 ára gamall. Kalda striðið gaf henni byr i seglin, þvi að það hvatti þjóðir Vestur-Evrópu til aukins samstarfs vegna meintrar hættu úr austri. 1 maímánuði 1950 hreyfði franski utanrikisráðherrann, sem þá var Robert Schuman, hugmyndinni um bandalag Evrópurikja opinberlega. 1 kjölfar þess kom Kola- og stál- bandalag Evrópu, sem var stofnað 1951 með þátttöku þeirra sex rikja, sem siðar stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu. Á næstu árum var mikið rætt um aukið samstarf rikjanna i Vestur-Evrópu og kom m.a. til álita að þau mynduðu sameiginlegan her. Af þvi varð þó ekki. Árið 1955 hittust utanrikisráöherrar rikjanna sex i Messina á Italiu og ákváðu að láta gera samning um stofnun efna- hagsbandalags þeirra. Jean Monnet kom þvi siöan til leiðar, að belgiska stjóm- málamanninum Henri Spaak yrði falið að stjórna þvi verki. Spaak vann aðallega að þvi i klaustri sem er skammt frá Brussel. Það kostaöi mikla vinnu og margvisleg funda- Jean Monnet höld að fullgera samninginn og vafasamt að þaö hefði tekizt eins fljótt og raun varð á, ef Konrad Adenauer, sem þá var kanslari Vestur-Þýzka lands, hefði ekki beitt áhrifum sinum til að hraða málinu. Samningurinn var svo undir- ritaður i Róm 25. marz 1957, eins og áður segir. AÐ LOKNUM tæplega tuttugu ára starfsferli Efna-- hagsbandalagsins verðurekki sagt, að það hafi náð þvi marki, sem vakti fyrir bjart- sýnustu forgöngumönnum þess,en það var raunverulega að koma á eins konar nýju sambandsriki I Evrópu. Mikill árangur hefur náðst eigi að siður, bæði á sviði efnahags- samvinnu og félagsmála og einnig á sviði stjórnmála, en Efnahagsbandalagið kemur meira og meira fram út á við sem fulltrúi allra þessara rikja sbr. fiskveiðilögsöguna. Vaxandi styrkur þess hefur reynzt svo mikill aö Bretar hafa talið sér óhjákvæmilegt aö ganga I það og sömuleiðis Danir og írar. Þátttökurikin eru þvi orðin niu. Þrjú ríki biða nú eftir að fá aöild að þvi, þ.e. Fortúgal, Spánn og Grikk- land. Trykland vill einnig bæt- ast i hópinn. Ýmsir draga i efa, að þátttaka þessara rikja sem mörg búa við ótrygga stjórnarhætti, muni styrkja bandalagið og getur þvi dregizt að þau fái aðild, en fleira bendir þó til þess að þau fái hana áður en langur timi liður. Eins og gefur að skilja eru spádómar um framtið Efna- hagsbandalagsins ólikir. Menn greinir á um, hve náið samstarfið innan þess á eftir að verða en fleira bendir þó til að það muni verða nánara og nánara og geti á mörgum sviðum nálgast eins konar samruna. Menn sjá á þessu bæði kosti og galla. En mikil- vægasti árangur bandalagsins tilþessa,eraðflestra dómisá, að það hefur dregið úr þeirri hættu, að þjóðir Vestur- Evrópu sem hafa háð styrj- aldir innbyrðis i aldaraðir, lendi saman i styrjöld að nýju. Þess vegna má segja, að bandalagið marki gleðileg þáttaskil i sögu Vestur- Evrópu. Þ.Þ. Frá undirritun Rómarsamningsins 25. marz 1957, talið frá vinstri I ööru hvoru sæti: Henri Spaak Bel- giu, Christian Pineau, Frakkiandi, Konrad Adenauer, Vestur-Þýzkalandi, Antonio Segni, ltalíu, Joseph Beck, Luxemburg og Joseph Luns, Hollandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.