Tíminn - 29.03.1977, Blaðsíða 8
8
Tilkynning um
aðstöðugjald í
Reykjavík
Ákveðið er að innheimta i Reykjavik að-
stöðugjald á árinu 1977 samkvæmt heim-
ild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofn
sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um
aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar
verður gjaldstigi eins og hér segir:
0.20% Rekstur fiskiskipa.
0.33% Rekstur flugvéla.
0.50% Matvöruverzlun i smásölu. Kaffi,
sykur og kornvara til manneldis i heild-
sölu. Kjöt- fiskiðnaður.
Endurtry ggin gar.
0.65% Rekstur farþega- og farmskipa.
1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Land-
búnaður. Vátryggingar ót. a. Útgáfu-
starfsemi. útgáfa dagblaða er þó
undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og
hárgreiðslustofur. Verzlun ót.a. Iðnaður
ót.a.
1.30% Verzlun með kvenhatta, sportvörur,
hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur.
Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölrit-
un. Skartgripa- og skrautmunaverzlun.
Tóbaks- og sælgætisverzlun. Söluturn-
ar. Blómaverzlun. Umboðsverzlun.
Minjagripaverzlun. Barir. Billjardstof-
ur. Persónuleg þjónustæ. Hvers konar
önnur gjaldskyld starfsemi ót.a.
Með skirskotun til framangreindra laga
og reglugerðar er ennfremur vakin at-
hygli á eftirfarandi:
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til
tekju- og eignarskatts.en eru aðstöðu-
gjaldsskyldir, þurfa að senda skatt-
stjóra sérstakt framtal til aðstöðu-
gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykja-
vik, en hafa með höndum aðstöðu-
gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitar-
félögum, þurfa að senda skattstjóran-
um i Reykjavik sundurliðun, er sýni,
hvað af útgjöldum þeirra er bundið
þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr.
reglugerðar nr. 81/1962.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan
Reykjavikur, en hafa með höndum að-
stöðugjaldsskylda starfsemi i Reykja-
vik, þurfa að skila til skattstjórans i þvi
umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfast-
ir, yfirlitium útgjöld sin vegna starf-
seminnar i Reykjavik.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka,
þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri
en eins gjaldflokks samkvæmt ofan-
greindri gjaldskrá, þurfa að senda full-
nægjandi greinargerð um, hvað af út-
gjöldunum tilheyri hverjum einstökum
gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
Framangreind gögn ber að senda til
skattstjóra fyrir 21. april n.k., að öðrum
kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipt-
ing i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert
aðgreiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum
skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavik 28. marz 1977
Skattstjórinn I Reykjavík
Þriðjudagur 29. marz 1977.
Miðstj órnarfundu
Svipmyndir frá Miöstjórnarfundi. Tímamyndir Róbert.
Mó-Reykjavik — Mi&stjórnar-
fundur Framsóknarflokksins
hófst á Hótel Sögu kl. 14.00 á
föstudag og lauk siödegis á
sunnudag. Fundarstjóri fyrsta
daginn var Ágúst Þorvaldsson,
Daniel Ágústinusson stjórnaöi
fundum annan daginn, en á
sunnudag var þaö Kristján
Benediktsson sem var fundar-
stjóri. Fundargerð færðu Dag-
björt Höskuldsdóttir, Jónas
Gestsson, Haukur Halldórsson
og Daniel Þóröarson.
Á föstudag voru almennar
umræöur, en nefndir störfuöu á
laugardag. Siödegis þann dag
fóru fram kosningar. 1 miö-
stjórninnieiga 115mennsæti, og
mættu 112 eöa varamenn þeirra
til fundar. En þegar kosningar
fóru fram voru 8 fulltrúar fjar-
verandi.
Ólafur Jóhannesson var end-
urkjörinn formaður meö 100 at-
kvæðum Steingrimur Her-
mannsson var endurkjörinn
ritari meö 93 atkv. Tómas Árna-
son var endurkjörinn gjaldkeri
með 84 atkv. Einar Agústsson
var endurkjörinn varaformaöur
með 95 atkv. Ragnheiöur Svein-
björnsdóttir var endurkjörin
vararitari með 74 atkv. og Guö-
mundur G. Þórarinsson var
endurkjörinn varagjaldkeri
meö 86 atkv.
Sjálfkjörnir i framkvæmda-
stjórn eru formaður, varafor-
maöur ritari, gjaldkeri og for-
maður Sambands ungra Fram-
sóknarmanna. Aörir i fram-
kvæmdastjórnina voru kjörnir
Eysteinn Jónsson meö 96 atkv.
Helgi Bergs meö 93 atkv. Þórar-
inn Þórarinsson meö 90 atkv.,
Erlendur Einarsson meö 87
atkv., Jónas Jónsson meö 87
atkv., Guömundur G. Þórarins-
son með 86 atkv., Hákon Sigur-
grimsson meö 84 atkv., Ragn-
heiður Sveinbjörnsdóttir með 75
atkv. og Eggert Jóhannesson
með 64 atkv.
Stj órnmálaályktu:
flokksins 1977
Efnahagsmál
A árinu 1976 rofaöi til i efna-
hagsmálum Islendinga. Raun-
gildi þjóöartekna jókst um 3%
og viöskiptahallinn viö útlönd
lækkaöi úr 11-12% þjóöarfram-
leiðslunnar árin 1974 og 1975 i
um þaö bil 2% áriö 1976. Nokkuö
tókst aö draga úr veröbólgu.
Veröbólga áriö 1976 varö þó rúm
30% og er um þessar mundir um
25%.
Bati á efnahagssviðinu stafar
af bættum viðskiptakjörum og
samræmdum aögeröum rikis-
stjórnarinnar.
Enn eru þó veröbólga og viö-
skiptahalli alvarlegt vandamál i
efnahagslifi lslendinga. óöa-
veröbólga hefur i för meö sér
gifurlega eignatilfærslu i þjóð-
félaginu og eykur ójöfnuö á all-
an hátt. Kjarabætur brenna
jafnharöan upp d báli veröbólg-
unnar og rekstrarfé og sam-
keppnishæfni útflutningsat-
vinnuveganna minnkar. Jafn-
framt slævir verðbólga siöferö-
isvitund þjóöarinnar.
Erlendar skuldir nema nú um
39% af þjóöarframleiöslunni og
greiöslubyröin nam áriö 1976
17% af verömæti útfluttrar vöru
og þjónustu og veröur vart
minni á þessu ári.
Margt bendir til, aö útflutn-
ingsverö sjávarafuröa muni á
árinu 1977 hækka frá fyrra ári.
og viðskiptakjör veröi um 5%
hagstæöari en áriö 1976.
Astæöa er þvi til aö ætla, aö
enn megi bæta stööu þjóöarbús-
ins nokkuð á árinu 1977.
Aöalfundur miöstjórnar
Framsóknarflokksins 1977 legg-
ur áherzlu á eftirtalin markmiö
viö framkvæmd efnahagsstefn-
unnar:
1. Að efla atvinnuvegina, auka
framleiðslu þjóöarinnar og
framleiöni, þannig aö allar
vinnufúsar hendur hafi nóg a ö
starfa. Meö slikri fram-
leiöslustefnu veröa lifskjör
bætt.
2. Aö rikisstjórnin leiti sam-
vinnu viö samtök launþega og
atvinnurekenda, til þess aö
draga úr veröbólgunni, þann-
ig aö hún veröi ekki meiri en
gerist meöal helztu viöskipta-
þjóöa okkar.
3. Aö notkun jöfnunarsjóöa
veröi aukin I þeim tilgangi aö
jafna áhrif af sveiflum i afla-
brögðiimog viöskiptakjörum.
4. Aö viö þær aöstæöur sem nú
rikja ber aö stefna aö þvl aö
rikissjóöur veröi hallalaus.
5. Aö þjóöin veröur hiö fyrsta aö
ná þeim tökum á erlendum
viöskiptum sinum, aö verzl-
unin viö útlönd veröi halla-
laus. Treysta veröur stööu
þjóöarbúsins út á viö, meöal
annars með þvi að vanda til
vals þeirra framkvæmda sem
ráöizt er i.
6. Aö efldar séu þær fram-
leiöslugreinar, sem hafa hasl-
að sér völl á erlendum mörk-
uöum og nýjar greinar á slik-
um sviðum studdar af alefli.
Bæta þarf samkeppnisað-
stöðu islenzkra framleiöslu-
greina viö erlendan varning á
innlendum og erlendum
mörkuöum.
Fundurinn vekur athygli á
þvi, að innlend framleiösla
sem keppir viö innflutning,
býr á margan hátt viö erfiöari
aöstöðu en samkeppnisaðil-
inn. Þetta þarf aö leiörétta.
Fundurinn leggur áherzlu á
nauösyn þess aö þjóöin standi
saman um aögeröir gegn verö-
bólgu og viðskiptahalla.
Áhrifavaldar veröbólgunnar
eru margir og liggja viöa. Ein-
ungis viötæk samstaöa getur
leitt til árangurs i baráttu gegn
verðbólgunni. Ella mun hún á-
fram auka mismunun i þjóöfé-
laginu.
Jafnframt þvi sem Fram-
sóknarflokkurinn leggur á-
herzlu á nauðsyn þess að beita
aöhaldi I rikisrekstrinum, varar
hann viö þvi aö dregiö sé úr
samfélagslegum verkefnum.
Kjaramál
Aöalfundur miöstjórnar
Framsóknarflokksins 1977 lýsir
fullum stuöningi sinum viö
veruiegar kjarabætur til handa
þeim lægst launuðu, en telur
ekki unnt aö láta kjarabætur ná
hlutfallslega til hærri launa.
Fundurinn leggur áherzlu á
aö bændur hafi hliöstæö kjör viö
aörar stéttir.
Fundurinn vekur athygli á
þvi, að kjarabætur sem koma i
formi beinna launahækkana
umfram þaö sem þjóöartekjur
leyfa, muni verka sem olia á
veröbólgubáliö, og gera aö engu
tilraunir til aö bæta i raun kjör
þeirra, sem verst eru settir, og
maklegastir eru aö njóta þess
bata sem oröið hefur I þjóöarbú-
skapnum.
Þvi ber aö leita farsælli leiöa
til kjarabóta.