Tíminn - 29.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.03.1977, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. marz 1977. 15 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Knútur K. Magnússon les söguna „Gesti á Hamri” eftir Sig- urð Helgason (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Michael Ponti og Sinfóniuhl jóms veitin 1 Hamborg leika Pianókon- sert i fis-moll eftir Srkjabín: Hans Drewanz stj./ John de Lancie og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Kon- sertsinfóniu fyrir óbó og strengjasveit eftir Jacques Ibert: André Previn stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Hvað er lifsgeislun? Þórarinn Jónsson frá Kjaransstöðum flytur er- indi. 15.00 Miðdegistónleikar Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Fantasiu i C- dúr fyrir fiðlu og pianó eftir Schubert. Eileen Croxford og David Parkhouse leika Sónötu I g-moll fyrir selló og planó eftir Rakhmaninoff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 17.50 Á hvitum reitum og svörtum Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál — þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði Lögfræðingamir Gunnar Eydal og Arnmundur Back- man sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þáttinn. 21.30 Þjóðleg tónlist á trlandi. Hallfreöur Om Eiriksson og Ronnie Wathen tóku saman. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (43) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guömundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (13). 22.45 Harmonikulög Bragi Hllðberg og félagar hans leika. 23.00 A hljóðbergi „Tlkarsag- an” eftir Mark Twain. Dav- id Wayne les. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 29. mars 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Reykingar „Og duftið hverfur....” Þriðja og sið- asta myndin um ógnvekj- andi afleiöingar slgarettu- reykinga. Meðal annars er rætt við fólk, sem hefur hætt að reykja. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.00 Colditz Bresk-banda- rlskur framhaldsmynda- flokkur. „En sú úrhellis- rigning” Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.50 Töfrageislinn Bresk fræðslumynd um leiser- geislann. Vlsindamenn reyna nú að hagnýta hann á hinum ólikustu sviðum, svo sem læknisfræði og málm- iðnaði. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.35 Dagskrárlok Hættulegt ferðalag eftir AAaris Carr hin að nálgast. Roy fór inn og settist og alla máltíðina reyndi hann að leiða athygli Pennýjar að sér, en án árangurs. Hún gerði það viljandi að þykjast ekki sjá hann. Hann reiddist svo að hann missti lystina og skildi mestan hluta matarins eftir á diskinum, þegar hún fór. Pennýju létti. Hitt fólkið hafði dæmt hann sekan og fór ekki dult með það. En það yrði henni ekki jaf n auðvelt. Gæti hún dæmt hann f yrir þessi hrapallegu mistök hans án þess að reyna að f inna honum eitthvað til málsbóta? Hann hafði komið fram sem hugleysingi og hún gæti aldrei borið sömu tilfinningar til hans aftur. En innst inni fann húntil meðaumkunar með honum. Ekki gátu allir verið hetjur. Hún vissi að það þurfti kjark til að lifa lífinu í frumskóginum og að það voru leyndir þræðir sem tengdu fólkið hérsaman. Hvernig hefði hún brugðizt við, ef hún hefði verið hér, þegar slysið varð? Skyldi hún hafa litiðþaðsömuaugum og allir hinir? Um leið og hún kom út, sá hún Roy undir banana- trjánum. Hún vissi að hún gat ekki gengið f ramhjá hon- um endalaust, svo hún ákvað að ráða f ram úr málunum strax. — Ertu að fara í búðina? spurði hún alvarlega. — Sé svo, þá er bezt að ég verði samferða, því mig vantar ýmislegt frá Will. — Hvað er að, Penny? hrópaði hann og greip um handlegg hennar svo hún stæði kyrr. — Hvers vegna þóttíst ekki sjá mig við matarborðið? Hún hikaði og leitaði að orðum. — Ég var dálítið æst. Það er nýbúið að segja mér allt um dauða föður míns. Handleggur Roys féll máttlaus niður— Svo þau gátu ekki stillt sig um að segja þér það á endanum! sagði hann reiður. — Svo nú býst ég við að ég sé ekki þess virði að tala við mig. — Það eru þín orð. Þetta var skelf ilegt áf all og ég er varla með sjálfri mér ennþá. — Þau hafa sem sagt ásakað mig fyrir dauða föður þíns, en þau vita bara ekki hvernig þetta var þarna úti. * Þessi bannsettu kvikindi voru allt í kring og það getur hver sem er orðið hræddur við þær aðstæður. Ég hef alltaf verið sjúklega hræddur við krókódíla. Hvers vegna þurfti ég endilega að vera með í bátnum þennan daginn? — Vertu ekki að kvelja sjálfan þig, Roy. Ég er ekki að ásaka þig. Hvernig get ég það, þegar ég veit ekki einu sinni, hvernig ég hefði sjálf brugðizt við undir sömu kringumstæðum? Þetta var hörmulegt slys. Reyndu að hugsa ekki um það. Það er löngu liðið ... Ekkert getur breytt því. — En það gerir talsverðan mun, er það ekki? spurði Roy beisklega. — Þú munt aldrei geta hugsað eins um mig framar. — Ég var aldrei ástfangin af þér. Það var eitthvert band á milli okkar vegna bréfanna, en það var líka allt. Auk þess hef ég ekki haft nægan tíma til að gera mér grein fyrir tilfinningum mínum. Hún horfði með- aumkunaraugum á hann. — Ég held að þú haf ir þjáðzt nóg. Það hlýtur að hafa verið erfitt að halda áfram að vinna eins og ekkert haf i í skorizt eftir slysið. — Það hefði verið auðveldara ef hitt fólkið hefði komið fram eins og venjulega og reynt að skilja, sagði hann lágt. — Auk þess get ég ekki skilið, hvers vegna þau þurftu að segja þér það. Nú eru öll sund lokuð f yrir mér. — Penny greipandann á lofti.— En þú hefðir líklega sagt mér það einhverntíma? — Hvers vegna? Ég vildi kvænast þér. Þú hefðir aldrei samþykkt það, ef þú hefðir vitað sannleikann. — Ég skil. Penny horfði hugsandi á hann. — Þá er ef til vill bezt að fór sem fór. Gott að ég skyldi komast að sannleikanum áður en kynni okkar urðu nánari. Ég vorkenni þér, en sé núna, að það var óþarf. Slysið skiptir þig engu máli, er það? Þú hugsar aðeins um hvaða áhrif það getur haft á áætlanir þínar. — Reyndu núað vera svolítiðraunsæ, Penny. Ég væri fífl, ef ég léti þennan atburðeyðileggja þaðsem eftir er af lífi mínu. Þess vegna vil ég komast héðan burt. Ég vil lifa Iffinu með fólki, sem veit ekkert um þetta, því þá get ég gleymt því. Penny starði á hann eins og hún tryði ekki sínum eig- in eyrum, en snerist svo á hæli og fór. Hann reyndi ekki að elta hana og þegar hún kom í verzlunina, fann hún Will og þegar hún horfði á hreinskilnislegan svip hans, fór hún að nýju að öðlast traust til mannkynsins. Það sem hún hafði uppgötvað um hið rétta innræti Roys, hafði lamað hana. Hvermg gat hún hafa verið svo blind, svo skelfilega barnaleg? Hún eyddi því sem eftir var dagsins i kofanum og vonaði að Júlía kæmi ekki að spyrja um töflurnar, því að þær hafði hún ekki fengið.Vincent var óbifanlegur Frú Matheson er móðursjúk, það væri hættulegt að gefa henni meira, sagði hann. — Hún er fullkomlega f rísk likamlega, hef ur ekkert að gera á daginn og sef ur mikið, svo það er ekki undarlegt að henni gangi illa að sofa á næturnar líka. Ég hef beðið Mariu að gæta þess vel að hún nái ekki í nein svefnlyf. Hún er stöðugt að þvælast í kringum sjúkraskýlið og ég væri þakklátur ef þú vildir reyna að hafa auga með henni. Vesalings Júlía, hugsaði Penny, þegar hún dró kjól- inn upp yfir höfuð sér og skreið undir moskítonetið. Ég vorkenni konum eins og henni. Það er dásamlegt að lifa, nóg til að gera og það hlýtur að vera hörmulegt að þjást af einmanakennd, en eins og læknirinn segir, maður verður að hjálpa sér sjálf ur að minnsta kosti eru lyf engin lausn. Hún lokaði augunum og vonaðist til að geta sofnað dálitla stund, en stöðugt sá hún fyrir sér brúnt andlit Mikes og hæðnislegt brosið. Hvers vegna skyldi Júlía vera svo óhamingjusöm, þegar hún hafði mann eins og Mike til að hugsa um sig? Hún fann að hana langaði til að heyra rödd hans og f inna hann hérna í herberginu. Ef mig grunaði eitt andartak, að honum þætti svolítið vænt um mig, mundi ég stökkva uppí loft af gleði. Hún bylti sér órólega í rúminu og þrýsti andlit- inu niður í koddann. Hún reyndi að gleyma kossinum, sem hann hafði eitt sinn kysst hana. Ég vildi óska að ég hefði aldrei komið hingað, hugsaði hún í örvæntingu. Þá hefði ég aldrei hitt hann og heldur ekki fengið að heyra sannleikann um dauða pabba. Get ég nokkru sinni gleymt þvi? Aldrei höfðu klukkustundirnar fram að kvöldmatn- um verið svona langar. Hún komst að raun um, að hún mundi ekki geta horf zt í augu við hitt fólkið þetta kvöld, svo hún fór í hreinan kjól og gekk yf ir að sjúkraskýlinu. Venjulega var María að störf um á kvöldin og nú brosti hún ánægð yf ir að sjá Pennýju og kom því svo fyrir að þær gátu borðað í skýlinu. Á eftir höfðu þær nóg að gera að sinna sjúklingunum og Penny gleymdi brátt, hvað henni hafði liðið illa, en þegar Mike birtist síðar um kvöldið skall napurleikinn yfir hana aftur eins og hol- skef la. Húnfórúrhvita sloppnum. Hann horfði rannsakandi á hana. Stóru bláu augun voruf ull af sorg og munnvikin sveigðust niður á við. Ljósa hárið var i hnút i hvirf lin- um og einhvernveginn fannst honum hún líta út eins og „Vertu róleg, elskan.hann er bara aö hósta til a6 yfirgnæfa eitthvert hljóö sem ekki má heyrast”. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.