Tíminn - 29.03.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.03.1977, Blaðsíða 13
12 Þriðjudagur 29. marz 1977. Þriðjudagur 29. marz Í977. bókmenntir Vísað til vegar AA-bókin. Sagan af þvi hvernig þiisundir karla og kvenna hafa læknast af alkóhólisma. Endurskoðuö útgáfa, 289 bls. AA-Utgáfan 1976. Bókin, sem hér um ræðir, og kemur nú fyrir sjónir islenzkra lesenda, sá fyrst dagsins ljós ár- ið 1939. Þarerað finna gifurlega miklar upplýsingar um drykkjusýki og afleiðingar hennar. Og þá ekki siður hitt, hvernig fólk getur unnið bug á drykkjuhneigö sinni. Jóhannes Bergsveinsson læknirskrifar formálafyrir þess ari islenzku útgáfu AA-bókar- innar, og svo stuttur sem for- málinn er, þá er hann svo merkilegur, að ástæða er til þess að taka sér það bessaleyfi að birta hér upphafsorð hans: „Drykkjusýki er sjúkdómur. Sjúkdómur, sem ekki verður læknaður að fullu, aðeins gerður óvirkur. Óvirkur þannig að lifa má eðlilegu lifi meðan áfengis er ekki neytt.” Hér er komið að einu megin- atriði málsins. Hér segir læknir- inn stóra hluti i örfáum orðum. Maður, sem er þegar i stað kominn i annarlegt ástand, um leið og hann hefur drukkið úr fyrsta staupinu, stendur frammi fyrir álika vandamáli og maöur, sem er haldinn svo alvarlegum meltingarsjúk- dómi, að hann getur ekki bragð- að ákveðnar tegundir matar, án þess að verða fárveikur. Hvor- ugur má „syndga upp á náð- ina”, þeir vita, að það hefnir sin grimmilega, og það fyrr en seinna. Þó er alkóhólistinn auð- vitað þeim mun verr á vegi staddur en magasjúklingurinn, að I hans tilviki er um að ræða eiturlyf og eftir að hann er orð- inn háður þvi, er sýnu erfiöara að stingavið fótum og stöðva drykkjuskapinn, heldur en þótt menn verði að neita sér um ákveðnar fæðutegundir. (Sem sumum reynist þó vist nógu erfitt!). AA-bókin skiptist i marga kafla, sumir þeirra eru sögur einstaklinga, sem lent hafa i ógöngum drykkjuskaparins, en aörirfjalla um læknisfræðilegar og sálfræöilegar hliöar þessa sjúkdóms. Þá eru og leiðbein- ingar til þeirra, sem eiga að umgangast alkóhólista og má þar nefna kafla eins og Til eig- inkvenna og Til vinnuveitenda. Báðir þessir kaflar — eins og raunar bókin öll — eru ákaflega merkilegir, og veröskulda aö vera lesnir vandlega. Athyglisvert er, að þeir alkóhólistar, sem hafa lagt til efni i þessa bók, tala alltaf um ástand sitt sem sjúkdóm, — sem vitanlega er alveg hárrettur skilningur. Hér skulu tilfærð nokkur slik uramæli á bls. 52: „Það er þvi ekki að undra, þótt drykkjuferill okkar hafi einkennst af ótal árangurslaus- um tilraunum til að sanna, að viö gætum drukkiö eins og annað fólk.” Og: „Okkur lærðist, aö við urðum að viöurkenna innst meö sjálf- um okkur aö við værum alkóhól- istar. Þetta er fyrsta skrefið til bata. Nauðsynlegt er að eyða þeirri blekkingu, að viö séum eins og annaö fólk, eöa getum oröið það.” Og enn íremur: „Við vitum, að enginn raun- verulegur alkóhólisti getur nokkurn timanáö að hafa stjórn á drykkju sinni.” (Leturbr i bókinni). Þarna er á opinskáan og hreinskilinn hátt rætt um efni, sem sumum hefur orðið feimnismál, en vakið öðrum undrun. Allir vita, að fjöldi manna getur bragðað áfengi, „þegar svo ber undir,” áratug- um saman, eða hart nær alla ævina, án þess að verða nokkru sinni háðir vínnautn, en svoeru aftur aðrir einstaklingar og þeir ófáir, sem veröa drykkju- sjúklingar á ótrúlega skömmum tima. Og hér er það einmitt, sem hættan leynist: Enginn veit, þegar hann drekkur fyrsta staupið á ævinni, hvort i honum blunda eiginleikar ofdrykkju- mannsins. —- Meöal annars þess vegna, er sú fræðsla, sem AA- bókin veitir, dýrmæt, og hún ætti að verða islenzkum Iesend- um kærkomin, hvort sem menn telja sig eiga við drýkkjuvanda- mál að striða eða ekki. Hér er ekki um bókmennta- verk að ræöa, og þess vegna skal fátt eitt um að sagt, hvern- ig bókin er skrifuð. Þýðanda er ekki getið, s.ém varla er von, þvi að trúlegast er, að Islenzkir AA- menn hafi unnið það verk, en þar rikir nafnleynd, eins og al- kunnugt er. A nokkrum stööum þóttist undirritaður sjá allglögg þýðingarför, og ekki kæmi mér á óvart, þótt fleiri en einn mað- ur hefðu lagt hönd að þýðing- unni. Málið er lipurt, en ekki hnökralaust. Til dæmist skýtur draugurinn „til að byrja með” upp kollinum hér og þar (bls. 188 og 255), og á bls. 195 stendur þetta: „Við fórum eftir hug- mynd einhvers um tíma, úr- skurðuðum það vitlausa aðferð og skiptum yfir i eitthvað annað”. Þetta er auövitaö ekki Islenzka af vönduöustu gerö, en hins ber lika gæta, aö bókin á annað og brýnna erindi viö les- endur sina en aö gæla við mál- smekk þeirra. Vera má, að einhverjir les- endur þessara bókar segi sem svo: Til hvers allt þetta um- stang? Er ekki einfaldast að snerta aldrei áfengi, þvi að þá eru menn þó vissir um að verða ekki drykkjusjúklingar? Jú, vist væri það æskilegast, og sem betur fer taka margir jiann kost, en málið er ekki svo einfalt. Það værilika sjálfsagt æskilegast að láta sér aldrei verða kalt, og að fá aldrei kvef. Samt er mönnum alltaf annað slagið að verða kalt, og flestir fá einhvern tima kvef. A meöan til er vin i veröldinn', verða alltaf til drykkjusjúkling- ar, og á meðan verður ærin þörf fyrir starfsemi AA-manna, hvort sem hún birtist i bókaút- gáfu eða öörum athöfnum. —VS Stressless-stóllinn Framleiðandi grindar: Stálhúsgögn Skúlagötu 61 Bólstrun: Bæjarbólstrun Skeifuhúsinu Akranes: . isafjöröur: Sauðárkrókur: Akureyri: Neskaupstaöur: Seyðisf jöröur: Reykjavik: Sölustaðir: Verzlunin Bjarg h.f. Húsgagnaverzlun Isafjarðar Verzlunin Hátún Vörubær h.f. Höskuldur Stefánsson Hörðúr Hjartarson Hibýlaprýði, Hallarmúla. makindum Slappid af i Stressless stólnum — 'átió þreytuna úr sál og líkama. hvaóa stöóu sem er-Stressless er alltaf jafn þægilegur. Það erengin tilviljun aó Stressless er vinsælasti hvíldarstóllinn á Norður- löndum. Stresslesserstilhreinn stóll með ekta leóri eða áklæöi að yðar vali. Með eða án skemils. Þeir, sem ætla að ve Ija góða og vandaða vinar- gjöf, ættu að staldra við hjá okkur i Skeifunni og sannprófa gæði Stressless hvíldarstólsins. Hvíldarstóll jiáSkájmti er vcykj gjöfocj SMWJUVEGl 6 SÍMI44544 KJÖKGAIIDI SÍMI /6*175 r---------------------1 Auglýsiö í Tímanum Framtakssemi, dugnaður og hæfileiki Þórarinn Haraldsson i Laufási Enginn vafi er á þvi að margir veittu athygli kvikmyndinni „Ullarþvottur” i Sjónvarpinu 20. þ.m. þar sem sýnd var ullar- verkun eins og hún gerðist i Norður-Þingeyjarsýslu upp úr siðustu aldamótum: rúningur, þvottur og þurrkun. Sjónvarpið annaöist töku myndarinnar, en Þórarinn Haraldsson bóndi I Laufási i Kelduhverfi samdi handrit að henni, valdi aðstöðu, útvegaði áhöld og leikendur sem skiluðu hlutverkum sinum með mikilli prýöi og raunhæfni. Eng- inn þulur var, en leikendur ung- ir og aldraðir gerðu grein fyrir sér i samtölum á eðlilegan hátt i samstarfi sinu. Hér var um að ræða þátt úr fyrirtæki sem Sjónvarpið hefur færzt i fang — góðu heilli — i samvinnu við hinn framtaks- sama dugnaöar og hæfileika- mann, Þórarin Haraldss.ogkvik- mynda lifshætti og vinnubrögð horfinnar tiðar sem hin snögga og algera aldarfarsbreyting á fyrri tugum 20. aldarinnar lagöi niöur svo kröftuglega að telja má að kynslóöaslit hafí orðið aö mörgu leyti. Afi og amma, hvað þá langafi og lang- amma, lifðu eins og i öðrum heimisem unga fólkið nú leggur arla trúnað á að til hafi veriö og hlustar á sagnir frá eins og þjóðsögur. Og landið sjálft er orðið eins og annað land. Þaö er af þessu gamla fólki og landi þess, sem bráönauðsynlegt er að til séu raunsannar, talandi sjónvarpsmyndir. Þórarinn Haraldsson hefur gert það að baráttumáli sinu að koma upp sliku kvikmyndasafni úr landshluta sinum, en þaö safn getur sjálfsagt að miklu leyti gagnt landshlutverki. Hann hefur tilbúið handrit vegna mannlifsins á Norðaust- urlandi „árið um kring”. „UU- arþvottur” er annar kaflinn sem sýndur hefur verið. Hin var „Baðstofusýning” og tókst lika ágætlega. Næsta vor hefur Þ H. undir- búiö: „Voryrkjan” handa Sjónvarpinu að láta kvikmynda. Þá veröur sýnd hagnýting húsdýraáburðar með hinum frumstæöu aðferðum og áhöld- um fyrri tfðar við ræktun. Slétt- un þúfna með handverkfærum. Torfrista og flagverk. Farið verður á grasafjall og legiö úti við tinslu grasanna, þau siöan hreinsuð heima og höfð til matvæla og lyfja. Margt er rætt og sögur sagðar unglingum til umhugsunar. Sungið og farið ileiki eins og tiö- kaðist fyrrum þar sem allir ald- ursflokkar voru saman, — alltaf verið að kenna hinum yngri beint og óbeint — og unglingarn- ir að spyrja sig áfram til „ver- aldarvizku”. Þórarinn Haraldsson er búinn að verja mikilli vinnu I handrit sitt. Þess háttar verk hleypur ekki úr penna. Og undirbúning- ur sýningarmanna er óhemju mikill. Bót i máli aö Þ. H. verð- ur vel til I héraðinu og hvar sem hann kemur. Hann hefur kynnt sér málefniö svo vel að hann kann að tala um það. Og hann leggur sjálfur hiklaust hönd á plóginn. Hver hefur skap til að iiðsinna ekki slikum áhuga- manni? Menn Norðausturlands hafa aldrei viljað hafa asklok fyrir himin sinn. Bújarðir hafa verið þar af mörgum gerðum og sum- ar farsælar, ekki sizt þar sem landafurðir og sjávargagn fara saman. Vel má vera að enginn lands- hluti sé betur til þess fallinn, að leggja til efni I myndsögu liöna timans sem ekki má gleymast, vegna harðræöis norðursins I náttúrufari, en glaörar vöku mannfólksins þar þrátt fyrir það. Þarna noröur við heim- skautið orti Kristján Fjalla- skáld sin langlifu ljóð. Þarna ritaöi Jón Trausti óbrotgjörn verk. Þarna stóö Páll Olafsson öðrum fæti seinni hluta ævinn- ar. Til Norðurþingeyjarsýslu sótti Einar Benediktsson ýmis af sfnum stóru yrkisefnum. Vonandi sér Sjónvarpið sóma sinn I þvi að spara ekki sina fyr- irhöfn úr hófi né tilkostnað um of við fyrirtæki þetta. Alþingi ber að réttu lagi að vaka yfir þvi með fjárveitingum aö tilgangi kvikmyndagerðarinnar verði náö, þvi hér er um þjóðmenn- ingarstarf að ræða. Það er þjóðhollusta að rétta örvandi hönd i þessu máli. Heimafyrir er mikil fjárþörf vegna tilkostnaðar sem þar þarf að standa straum af. Þórarinn I Laufási striðir að sjálfsögðu i þeim efnum i ströngu. Það fólk sem kann að meta eindæma for- ustu hans og áhrif hjá valda- mönnum svo og höfundarhlut- verk hans, ætti ekki að gleyma þvi aö hann þarf á fé að halda I héraði og verðskuldar liðsinni almennings á þeim vettvangi. .24..mars 1977 Karl Kristjansson M/s Baldur Maður óskast fer frá Reykjavik fimmtu- daginn 31. þ.m., til Breiða- fjarðarhafna. FÍNPÚSSNING S.F. Vörumóttaka: Dugguvogi 6 — Reykjavík miðvikudag og til hádegis á fimmtudag. Vélbundið hey til sölu á Þórustöðum i ölfusi. Verð 18 kr. pr. kg. Upplýsingar i sima 99-1174. 13 25 ár í fararbroddi. Skipholti 19 vi8 Nóatún. sími 23800 Klapparstig 26, simi 19800. Höfuðrofi Bassa stillir Hátíðni stiliir Jafnvægis Minni fyrir Loud stillir styrkstillir ness Sjálf F M hitari stereo rofi faststillanlegar FM stöðvar Bylgjustillir Programm Ljósmælir fyrir FM stereo Ijós Programm val Ljos fyrir hátíðnitóna Ljós fyrir jafnvægisstillir Ljós fyrir bassa stnlmgu á — Plotuspilari FM bylgju segulband (FM 1 — 5) Ljósmælir \ fyrir styrkstilli. Styrkur lækkar Styrkur hækkar Aðalrofi Beomaster 1 900 er nýr frábær magnari frá Bang & Olufsen. Framleiðendur Hi Fi tækja eiga eftir að naga sig í handabökin yfir því að það var Bang & Olufsen frá Danmörku en ekki þeir sjálfir sem framleiddu þennan magnara. Allar stillingar electroniskar og þar af leiðandi óslit- andi. Beosystem 1900. 292.090 kr. (magnari spilari og 2 hátalarar). Beomaster 1900. 132.860 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.