Tíminn - 21.04.1977, Síða 5
Fimmtudagur 21. april 1977
5
Komdu og
skoðaðu
í kistima
mina
Hjalti Pálsson og Ernest Zillig vi6 eitt sýningarbor&ið, þar sem
vörur frá Lesney fyrirtækinu voru til sýnis.
Þaö væriekki a malegt aö eiga svona hús, gætu þessar litlu telpur veriö aö hugsa.
JB-Reykjavik — Hver kannast
ekki viö gleðina sem skin úr
augum barns, þegar aö þvi hef-
ur verið gaukaö leikfangi,
kannski alveg óvænt? Leikurinn
er lif barnsins og leikföng eru
stór þáttur i lifi þess. Barniö
leikur sér af þvi þaö hefur þörf
fyrir þaö bæöi til að þjálfa sig i
hreyfingum sem og til að þrosk-
ast tilfinningalega, andlega og
félagslega.
Þrátt fyrir þróun þjóðfélaga
og meiri iön- og tæknivæðingu,
eru leikþarfir barna jafnmiklar
og áður. Sé hlaupið yfir þennan
þátti uppeldi eða hanii vanrækt-
ur getur það komið áþreifanlega
fram á öörum þroskastigum
barnsins og haft alvarlegar af-
leiöingar. Það er þvi nauðsyn-
legt að ekki sé kastað til hönd-
unum við val leikfanga handa
börnum og bjóða þeim ekki
hvaö sem er. Þó er mikill fjöldi
fólks sem lætur leiki og leikföng
barna lönd og leið og gerir sér
ekki grein fyrir þvi þýöingar-
mikla hlutverki sem þessi atriði
gegna i lifi þeirra. Þetta kom
m.a. fram i erindi sem Guð-
bergur S. Bergsson flutti á leik-
fangasýningu sem haldin var i
Sigtiini i gær.
Þroskaleikföng þurfa
mikla kynningu
Um þetta leyti ár hvert, held-
ur biisáhaldadeild Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga sýn-
ingu á leikföngum sem deildin
flytur inn, og stendur sýningin
ávallt i sambandi við sölu og
kynningu á leikföngum. Reimar
Charlesson deildarstjóri búsá-
haldadeildarinnar sagði við
opnun sýningarinnar að i tilefni
75 ára afmælis SIS i ár, vildi
deildin leggja sérstaka áherzlu
á gildi leikfanga sem uppeldis-
tækja og á áhrif þeirra á þroska
barnsins. Sagði Reimar, aö
jafnan hefði þess verið gætt á
sýningum þeirra, að verulegt
úrval þroskaleikfanga væri á
boðstólum, en þó sagði hann að
raunin væri sú að þessi leikföng
væru minna keypt en önnur
leikföng vegna þess að þau væru
yfirleitt dýrari og þyrftiað jafn-
aöi að hafa meira fyrir sölu á
þeim. Sagöi hann að það þyrfti
aö kynna þessa tegund leik-
fanga betur hérlendis en gert
hefði veriö.
Á sýningunni i ár eru sýnd
1400 leikföng f rá 86 f yrirtækjum,
ensérstaklega er lögö áherzla á
aö kynna þrjú fyrirtæki sem
hafa getið sér sérstakt orð fyrir
þroskandi leikföng, og hafa þau
öll hlotið viðurkenningu fyrir
framleiðslu sina. Eitt þessara
fyrirtækja er Lesney Products
& Co. og var fulltrúi frá þessu
fyrirtæki staddur á sýningunni.
Fyrirtækið sem er eitt hiö
stærsta sinnar tegundar á heim-
inum, framleiðir m.a. Match-
box bilana, sem vel eru þekktir
hér á iandi. Auk þess framleiöir
fyrirtækið einnig plastmódel,
brúður og brúðuföt og ýmis
þroskaleikföng fyrir börn undir
skólaaldri. Förlaget Karnan AB
i Helsingborg er annað fyrir-
föngum, og i þvi sambandi er
haft samráð við barnalækna
sálfræðinga og aðra sérfræð-
inga i uppeldismálum. 011 þessi
fyrirtæki leggja á það rika á-
herzlu, að leikföngin séu sem
bezt fallin til að auka þroska
barna á hverju aldursskeiði fyr-
ir sig og séu sterk og endingar-
góö. Auk þess fylgja yfirleitt
upplýsingar á umbúðum um
hvaða aldursflokki viðkomandi
leikfang er einkum ætlað.
Vandið val leikfanga
1 erindi Guðbergs Bergssonar
kom fram aö á vegum Lands-
sambands islenzkra barna-
verndarfélaga hefði veriö gerð
athugun á barnaleikföngum og
heföu i þvi sambandi starfað
þrir hópar. Kvað Guöbergur
niöurstöður könnunarinnar hafa
leitt i ljós, að mun meiri fáfræöi
gætti um þessi mál en menn
hefðu gert sér grein fyrir. „Mik-
ið er keypt af handahófi”, sagði
hann ,,og afgreiðslufólkið i leik-
fangaverzlununum vissi oft ekki
nógu mikið hvað hentugast væri
aö kaupa fyrir hvern einstakan
aldurshóp. En þegar leikföng
eru valin, þarf að hafa ýmis atr-
iði í huga. Leikfangiö þarf að
hæfa þroska barnsins. Það
verður aö bjóöa upp á ýmsa
möguleika, örva imyndunarafl,
vekja til umhugsunar, gefa
möguleika til að tengja atriði
viö lífið og tilveruna I réttu sam-
hengi o.s.frv. Leikfangið þarf
aö vera hættulaust, þola hörku-
lega meðferð, og það þarf að
vera auðvelt að þrifa þaö. Veljið
gott leikfang á réttum tima og i
réttu samhengi fyrir barniö”.
Og hún hringir samt. Reimar
Charlesson, deildarstjóri búsá-
haldadeildar SIS, með klukku
frá Lesley fyrirtækinu. Tók
hann hana sem dæmi um það,
hve sterk leikföngin væru og
þeyttu henni i gólfið, án þess aö
hún brotnaði. — Timamyndir
Gunnar.
tækið, en það hefur á undan-
förnum árum lagt megináherzlu
á framleiðslu á raðleikföngum
úrtré (púsluspilum). Fyrirtæk-
ið Semper A/B fæst bæði við
framleiöslu á barnamat og leik-
Saumakonur
Okkur vantar nú þegar vanar saumakon-
ur.
Unnið i bónuskerfi.
Sjóklæðagerðin h.f.
Skúlagötu 51.
Gleðilegt sumar!
Hringið -
og við
; sendum
i blaðið
um leið
■md
íslenska járnblendifélagið hf.
icelandic AUoys Ltd.
Lágmúli 9, Reykjavik, Iceland.
óskar að róða
viðskiptafræðing
eða mann með hliðstæða menntun, til
starfa að Grundartanga við Hvalfjörð.
Um er að ræða starf við bókhald, reikn-
ingshald og kostnaðareftirlit.
Umsóknir sendist skriflega til skrifstofu
félagsins að Lágmúla 9, Reykjavik.
AUGLÝSIO f TÍMANUM