Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 24. apríl 1977 Eiðaskóli Fjölsótt félags- málanámskeið SPH Eiöaskóla — Dagana 20.-29. marz s.l. var haldiö félagsmálanámskeiö á vegum Ungmennafélags Eiöaskóla. Nemendur á félagsmálanám- skeiöinu voru um tuttugu tals- ins og allir úr efstu bekkjum Eiöaskóla. Námsefniö var gefiö út af Æskulýösráöi ríkis- ins og aöstoö viö útgáfu var frá U.M.F.I. Þetta sama námsefni hefur veriö kennt á yfir 200 námskeiöum vlös veg- ar um landiö. Kennari á þessu námskeiöi I Eiöaskóla var Hermann Nielsson en á meö- fylgjandi mynd eru þátttak- endur námskeiösins. Séra Vigfús Þór Arnason Prestskosning i Siglufirði Sérverzlun með listræna húsmuni, Borgartúni 29 Ný verzlun Stólar, bord, lampar, skrautmunir og aðrir hlutir sem sameina notagildi og fegurð, teiknaðir af heimsþekktum listamönnum. fyrsta sinn (á Islandi) sérverzlun með listræna húsmuni, hluti sem halda gildi sínu eftir bvísem árin líða. Sunnudaginn 24. aprli fer fram prestskosning I Siglufiröi. Einn umsækjandi er um prestakalliö, sr. Vigfús Þór Árnason. Sr. Vig- fús fæddist 6. aprfl 1946 i Reykjavik, sonur hjónanna Arna Vigfússonar bifreiöarstjóra og Huldu Halldórsdóttur. Hann stundaöi nám viö Kennaraskóla tslands og lauk þaöan kennara- prófi og stúdentsprófi áriö 1970. Sama ár hóf hann nám I guðfræöi- deild Háskóla islands. Þaöan brautskráöist hann 1975. Hlaut hann þá styrk frá alkirkjuráöinu i Genf til náms i félagslegri siö- fræöi, sem h'ann stundaöi viö há- skóiann I Munchen. A námsárunum tók sr. Vigfús virkan þátt i félagsmálum stú- denta, átti sæti i Stúdentaráöi Há- skóla Islands 1972-74, var formaö- ur félags guöfræðinema og sat deildarfundi háskóladeildarinnar sem fulltrúi stúdenta. Meö nám- inu stundaöi sr. Vigfús kennslu- störf, en sérefni hans viö há- skólann var uppeldis- og kennslu- fræöi. Einnig starfaöi hann i lög- reglunni i Reykjavik, einkum viö umferöarfræöslu og á Upptöku- heimili rikisins. Ahugi fyrir kirkjunni og kirkju- legri starfsemi vaknaöi, er hann tók þátt i æskulýösstarfsemi innan Langholtssafnaöar, i Reykjavik, og er hann dvaldi ár- langt sem skiptinemi þjóökirkj- unnar I Bandarikjunum. Siöasta ár sótti sr. Vigfús fjöldamargar ráöstefnur á vegum Alkirkjuráösins I Genf, m.a. I Austur- og Vestur-Berlin, Strass- bourg og Stuttgart. Hann var settur sóknarprestur I Siglufjarö- arprestakalli frá 1. okt. 1976. Eiginkona hans er Elin Pálsdótt- ir, fædd á Akureyri. Hún ólst upp I Reykjavik og stundaöi nám viö Verzlunarskóla Islands, Lauk þaöan stúdentaprófi og kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands. Þauhjón eiga einn son, Arna Þór. Dýralækn- ir kominn á S-Austur- landið HV-Reykjavik. — Þaö er helzt aö frétta héöan, aö þaö er nú ný- verið búiö aö senda okkur hinn ágætasta dýralækni, Hákon Hansson, sem ættaöur er úr Hornafirði, en hefur siöastliöiö ár, frá þvi hann lauk námi, starfað I Þýzkalandi. Hann kom um siöustu manaöamót til dval- ar, mun hafa aðsetur á Breiö- dalsvik, en umdæmi hans nær allt frá Lónsheiöi aö Reyöar- fjaröarhreppi, og vænta sér allir mjög góös af hans hingaökomu, sagöi Ólafur Eggertsson, Beru- nesi, I viötali viö Timann I gær. — Þetta er alveg nýtt dýra- læknishéraö, sagöi Ólafur enn- fremur, stofnaö milli Egils- staöahéraös og Hornafjaröar- héraös.eöa, meö öörum oröum, klipiö af bæöi Austurlandi og Suö-Austurlandi. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.