Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 17
16 Sunnudagur 24. apríl 1977 Wiwmm Hætt við * Arna Waag um dýr lofts, láðs og lagar — og sitthvað o fleira Arni Waage. Timamynd GE. Lífið er allt ein órofa heild MAÐUR er nefndur Árni Waag. Hann er borinn og barnfæddur i Færeyjum, en hefur átt heima á Isiandi siðan hann var fimm ára gamall. Arni er íslenzkum út- varpshlustendum að góðu kunn- ur, þvi að á árunum 1960 til 1968 flutti hann fjölmarga útvarps- þætti um náttúrufræði — þeir munu hafa orðið um fjörutiu. — bessir þættir nutu mikilla vin- sælda, og margir hlustendur minnast þeirra áreiðanlega enn þann dag i dag. Arni Waag er nú hingað kom- inn. Hann var beðinn að spjalla við lesendur Timans i dag, og hann varð góðfúslega viö þeim tilmælum. Og þá er þaö fyrsta spurningin, Arni: Reyndi að ala upp járnsmiði — Hvenær öölaðist þú fyrst hinn mikla áhuga þinn á náttúru- fræði? — Ég hygg, að sá áhugi hafi verið til staðar frá þvi ég man fyrst eftir mér. Ég ólst upp i bingholtunum i Reykjavik frá fimm ára aldri. baðan var stutt að fara niður að Tjörn, enda átti ég marga ferðina þangað til þess að leita að hornsilum og safna pöddum, sem ég bar heim og at- hugaði þar gaumgæfilega. — Gaztu geymt þetta heima og rannsakað það eitthvað að ráöi? — Já, mikil ósköp! Ég reyndi meira að segja að ala upp járn- smiði og brunnklukkur, en ekki vil ég nú segja að það hafi ævin- lega tekizt eins og ég ætlaöist til. bó man ég til dæmis eftir einum jámsmið, sem mér tókst að halda i vetrarlangt. En ég varð að afla honum fæöis, og þetta kostaði mig endalausar flugnaveiðar, ég var alltaf að eltast við smáflugur, en jámsmiðir geta lifaö á þeim, þótt þeir nærist reyndar mest á smá- ormum og lirfum, þegarþeir ráða fæðuvali sinu sjálfir. — bú sagðist hafa reynt að ,,ala upp”. Gaztu fylgzt með þeg- ar þessi smádýr voru að eignast afkvæmi og annast þau? — Nei, þetta tókst mér aldrei. Ég hef meira að segja ekki enn orðiö svo frægur að sjá lífið fæð- ast hjá þessum skepnum. Þar var sannkallað ævintýraland — Hver eru svo næstu áfanga- skil, ef ég má komast svo að orði, frá þessum barnaleikum þinum til annarra og meiri kynna af náttúrunni? — bau kaflaskipti urðu, þegar ég var sendur i sveit, sex til sjö ára gamall. Ég fór þá vestur á Snæfellsnes, og var bæöi i Kol- beinsstaðahreppi og Miklaholts- hreppi. Ég var i Syðra-Skógar- nesi og Stórahrauni. betta er við sjávarslðuna, þar er gifurlega mikiö af alls konar lifi, og tilval- inn staður fyrir ungan pilt, sem var fullurlöngunarað skoða þetta allt meö eigin augum og eyrum. barna eru Löngufjörur, sem eru mesta útfiri á Islandi. Á vorin komu farfuglar og umferðafar- fuglar, á leið sinni til varpstöðv- anna i Grænlandi. 1 maimánuöi eru þarna tugir þúsunda vað- fugla, til dæmis rauðbrystingar, sem verpa ekki hér, heldur i Grænlandi, og hvila sig hér fyrir siðasta áfanga langs ferðalags. Um þetta leyti eru f jörurnar eins og allar á iði. Ég hef séð rauð- brystinga i einum hóp, þar sem ég gizkaði á að væru um fimmtán þúsund einstaklingar, — alls ekki færri, en liklega þó nokkru fleiri. En auk slikra stórflota eru svo smáhóparútum allt,— Nærri má geta, að fyrir mig, sem var alltaf að hugsa um slika hluti, var þetta hreinasta ævintýraland. — Hafa þessir fuglar samt ekki skamma viðdvöl hér? — Ekki svo mjög. Umferöafar- fuglar, eins og rauðbrystingur, sanderla og margæs, koma upp úr mánaðamótum april/ mai, og eru farnir i byrjun júni. bað eru með öðrum orðum þrjár vikur til mánuður, sem þeir stanza hér til þess að hvila sig og éta fylli sina, — safna i sarpinn, i bókstaflegri merkingu. — Koma þeir svo aftur á haust- in? — Já, þeir hafa sama háttinn á þá, hvila sig hér, áður en þeir leggja i langferðina yfir Atlants- hafið, en þá eru þeir ekki i nærri eins stórum hópum og á vorin, heldur miklu dreiföari. bá eru ungarnir að sjálfsögðu með, þvi að þá eru þeir orðnir fleygir, en þó er ekki hægt að þekkja þá frá fullorönu fuglunum. bá hafa lika allir fuglarnir klæðzt vetrarbún- ingi sinum, sem litur öðru visi út en sumarskrúðinn. Ómetanlegur skóli — En fleira mun hafa borið fyrir augu en farfugla? — Já, rétt er það. Sendiferðir eftir kúm og hestum voru kær- komin tilbreyting, þá var ekki hægt að komast hjá því að veita umhverfinu athygli. Fyrst og fremst voru það hinar algengustu fuglategundir, sem athygli vöktu, svo sem spói, heiðlóa, hrossa- gaukur, þúfutittlingur, óöinshani og kjói. Allir þessir fuglar eru mjög algengir viðast hvar á Is- landi, og hljóta að draga að sér athygli hvers manns, sem á leið um landið. Auk þess voru grösin mér mjög kær strax i barnæsku, eins og þau eru enn þann dag i dag.Mér þótti ákaflega gaman að sjá.hvaða plönturkoma fyrst upp á vorin, og fylgjast síðan með vexti þeirra. Ég fræddist lika mikið af fólki á bæjunum, þvi að flestir bændur þekktu algengustu tegundir plantna og fugla, og kynni min af þessum bændum urðu mér ómet- anlegur skóli. — Varstu mörg sumur i sveit? — Ég var þar frá sex ára aldri, þangað til ég var fimmtán eða sextán ára. Um leið og skóli var úti, var ég sendur i sveitina. Fyrst fór ég meö Suðurlandi eða Laxfossi gamla upp i Borgarnes, og siðan með áætlunarbil Helga Péturssonar vestur sveitir. bað var sannkölluö hátið aö yfirgefa bæjarysinn, byrja á löngu og til- breytingarriku ferðalagi og eiga svo i vændum þá dýrðaránægju að vera i námunda við húsdýrin, gróðurinn og meira að segja fugla loftsins sumarlangt. Og á þeim árum var sem betur fer enn sá siðuri landi, að sumardvalarbörn þurftu ekki að yfirgefa sveitirnar fyrren eftir réttir. — Ég er sann- færður um, að ferðalag mitt með skipi og bil vestur á land, og dvöl- in þar, var ekki minni atburður i lifi minu á þessum árum en sólar- landaferðirnar, sem fólk fer nú á dögum. Teista. Hún er einn þeirra fugla, sem hafa orðið fyrir veiðigleði minksins. Langreyður dregin á land i Hvalfirði. Óðinshanar á sundi. Sunnudagur 24. aprfl 1977' 17 Tengjum þau uppruna sinum — Og svo er það nú áframhald- ið. bú hefur auðvitaö fariö að læra náttúrufræði strax og þú hafðir aldur til? — Ég gekk ekki i menntaskóla, þótt ýmsum kynni að detta það i hug. Eftir að ég hafði lokið gagn- fræðaprófi, fór ég i bændaskólann á Hvanneyri. bað gerði ég mest vegna þess, að mig langaði til þess að vera nálægt náttúrunni, og mér fannst vera i bændaskóla þjóna bezt þeim tilgangi. Mér datt meira að segja i hug að ger- ast bóndi, en þegar fram i sótti, fann ég að það átti ekki við mig að hafa búskap að aðalatvinnu. Ég lauk búnaðarnáminu á striðsárunum. bá voru aðstæður i landinu á margan hátt gerólikar þvi sem þær hafa nokkru sinni verið, áður né siðar, og það sem ég tók mérnæst fyrir hendur, var að afla mér tekna með hinni svo- kölluðu „Bretavinnu”, eða setu- liðsvinnu. Eftir þetta var ég óráðinn um tima og hugsaöi mig um, hvað gera skyldi, en fór svo til Noregs, lærði þar mjólkurfræöi og var i Noregi i fjögur ár. begar ég kom heim til Islands aftur, vann ég sem mjólkurfræðingur og heil- brigðisfulltrúi þangað til ég gerð- ist kennari við Vighólaskólann i Kópavogi árið 1966, og hef siðan kennt þar liffræði. — Og þaö þarf vist ekki að spyrja að þvi, hvoí t þú teljir þetta nauðsynlega grein, sem þú kenn- ir? — Já, ég er alveg sannfærður um að liffræðin er bráönauðsyn- leg. Ekki sizt fyrir unglinga þétt- býlísins, sem eru I sivaxandi mæli að fjarlægjast náttúruna. Skólarnir verða að leggja rika á- herzlu á áð tengja börn og ung- linga við uppruna sinn, og þess vegna hlýtur liffræðin að eiga mikilvægu hlutverki að gegna nú og i framtiðinni. — Taka unglingarnir vel við þessari þekkingu? — bað erákaflega misjafnt, en margir sýna lofsverðan áhuga. Hins er ekki aö dyljast, að hér á höfuðborgarsvæðinu er miklum örðugleikum bundiö að gera kennsluna lifandi, vegna þess hversu óhægt er um vik að fara með börnin út á sjálfan vettvang- inn, sem námsefnið fjallar um. En vitaskuld væri æskilegast að geta sýnt þeim svart á hvitu, hvað við erum að tala um i kennslu- stundunum. Mengun á f jörum — Hefur þú reynt að fara með krakkana út undir bert loft? — Já, það hef ég reynt, en þvi miðurer þaðnú svo, að fjörurnar hér i Kópavogi, — bæði meðfram Fossvogi og sjálfum Kópavogin- um, — eru orðnar mjög mengað- ar, einkum vegna frárennslis. betta er þeim mun sorglegra sem það er staðreynd, að þessar fjörur eru mjög auðugar að lifi. Satt að segja er mjög ókræsilegt að fara með börn á þessa staði, og ég bið i ofvæni eftir þvi að frárennstísmál byggðanna i kringum þessar fjör- ur verði leyst á viðunandi hátt. Fjöruganga er einhver skemmti- legasta og „lifrænasta” útivist sem völ er á, og ekki þarf að frá- fælast erfiðið eða brattann, en þá þarf lika þrifnaðurinn á fjörunum að vera slíkur, að mönnum sé bjóðandi þangað að koma. Ég fyrir mitt leyti er sannfærð- ur um, að hin svokölluðu frá- rennslismál eru einhver stærsti vandinn, sem við eigum við að glima hér á höfuðborgarsvæðinu. Við hljótum að stefna að þvi i framtiðinni, annað hvort að eyða úrganginum gersamlega eöa þá að leiða hann langt út i sjó. Hvort tveggja er ákaflega dýrt og erfitt, en til lengdar getum við ekki unað þvi að láta þetta allt hrúgast upp á fjörunum, aðeins steinsnar frá hibýlum okkar. Ráðendur þéttbýlissvæöa verða að leggja áherzlu á að vernda til- tekin svæði handa Ibúunum, bæöi þeim sem nú lifa og hinum sem eftir okkur koma. Hugsaðu þér vogana héma, Fossvog og Kópa- vog. Og hugsaðu þér allt það lif sem þrifst á fjörunum umhverfis þessa fagurmynduöu voga! Hvi- lik fegurð og hvilik auðlegð lifs! Hvi ekki að halda þessu hreinu handa okkur og afkomendum okkar? Er mönnum virkilega ekki ljóst hagnýtt gildi slikrar friðunar, jafnvel þótt þeir láti sér á sama standa um fegurðina, — sem flestir munu þó láta sig nokkru skipta. Kennsla i Skógræktarstöðinni — Svo ég haldi áfram að tala um skóiann: Ferð þú með nem- endur þina út fyrir bæinn, þegar tekur að vora og grös að lifna? —- bvi miður er litið um slikt. bó hef ég farið með þau i Skóg- ræktarstöðina i Fossvogi. Sá timi, sem við höfum til kennslunnar er takmarkaður, og honum er raðað niður i kennslustundir. Við erum bundnir af stundaskrá, eins og aðrar menntastofnanir. Og auk þess komumst við ekki neitt sem heitið getur út i náttúruna nema verða okkur úti um talsverðan bilakost. betta er erfiðara og þyngra i vöfum en flestir hyggja. Hitt vil ég taka fram, að ég hef mætt sérstökum velvilja forráða- manna Skógræktarstöövarinnar, og ég geri mér vonir um að geta notað Skógræktarstöðina á skipu- legan hátt til kennslu á komandi árum. Til þess er gott að hugsa, þvl aö liffræðikennslan veröur aö ná því marki aö vera tengiliður hinnar uppvaxandi kynslóöar þéttbýlisins og þess lifs, — þeirr- ar náttúru — sem viö erum öll hluti af. Við veröum aö láta bæjarbörnunum eitthvaö I té i staöinn fyrir þaö sem þau fara á mis við. Stærsta skepna jarðar lifir á smádýrum — Ef við vikjum beint að sjálf- um þér: A hvaða grein náttúru- visinda hefur þú haft mestar mætur? — bessu er ákaflega vandsvar- að, þvi að allt er þetta tengt hvað öðru. En ef ég ætti að svara spurningunni af fyllstu hlutlægni held ég að ég myndi fyrst taka mér i munn orðið vistfræði. bar á ég við umhverfi okkar i viðustu merkingu. bað hefur átt hug minn mörg hin siðari ár og þetta spannar flestar eða allar greinar liffræðinnar, allt frá örlitlum svifþörungum til stærstu lifveru jarðarinnar, steypireyðarinnar. Allt er þetta ein samfelld keðja, og glöggt dæmi um þá samteng- ingu er einmitt þetta tvennt, sem ég var að minnast á, svifþörung- arnir og steypireyðurin. bessi fer lega skepna, steypireyðurin, lifir nær eingöngu á átu, örlitlum krabbadýrum i sjónum. betta dýr, sem getur orðið yfir þrjátiu metrar á lengd, og hundrað og fimmtiu tonn á þyngd, hún telur það ekki „fyrir neðan virðingu sina” að nærast á hinum smæstu dýrum sjávarins. I aldanna og ár- þúsundanna rás hefur steypi- reyðurin aðlagazt þvi að lifa á krabbadýrum, sem eru nokkurs konargrasætur hafsins, þau lifa á svifþörfungum. Segi menn svo, að náttúran kunni ekki að tengja saman hið stóra og hið smáa! bótt ég segði áðan, að ég hefði mestar mætur á vistfræöi, þá er ekki heldur hinu að neita, að ýms- ir dýrahópar eru mér hugstæðari en aðrir. bá verða fuglarnir lik- lega efstir á blaði, og þar næst, eða samhliða fuglunum, lagar- eða sæspendýr. — bú hefur sérhæft þig i þess- um greinum? — Ég veit ekki, hversu mikinn sérfræðing ég á að telja mig, en hitt er rétt, aö ég á mjög mikið af bókum um þessi efni, sérstaklega um hvali. bessar bækur eru á ýmsum málum, og ég hef yfirleitt reynt að afla mér þekkingarinnar hvar sem hennar hefur verið að leita. Hvað hvalina snertir er þó sá hængur á, að til þess að verða verulega fróöur um þá, þurfa menn helzt að vera mikið úti á sjó, en sjómaður hef ég aldrei veriö. bó hef ég fariö slikar sjó- feröirinokkurskipti, og eingöngu til þess að hyggja að hvölum. Ein eftirminnilegasta ferðin var, þeg- ar ég fór á hvalbáti til þess að merkja hvali i visindalegum til- gangi. Litlu hylki, sem bæði var með sérstöku númeri og auk þess merkt Hafrannsóknastofnuninni, var skotið að hvölunum. bað var ákaflega sérstæð og lærdómsrik iðja. Fyrir utan þetta hef ég svo reynt að hafa augu og eyru opin, þegar ég fer á sjó. Sannleikurinn ersá, að við vitum ekki ýkjamikið um hvali hér við land. Menn vita að visu nokkuð um svokallaða nytjahvali, það er að segja lang- reyði.sandreyði og svo búrhvelin, en þegar komiö er að höfrungum og öðrum smærri tegundum hvala, er þekking okkar svo að segja engin. Við vitum ekki einu sinni hvaða tegundir hvala lifa hér við land. Hugsanlegur fjöldi tegundanna hér gæti verið svona tiu til fimmtán. En hvaða tegund- ir? Um það vitum við næstum ekki neitt. Vitum með öruggri vissu um tvær tegundir, en það er ekki nema litill hluti. Hljóðbylgjur i stað sjónar — bctta á við hvalategundir hér við island. En vita menn ekki um allar hvalategundir sem til eru i heiminum, eða er hugsan- legtað sjórinn leyni enn einhverri óþekktri tegund, sem enginn maður hefur augum litiö? — bað var gott, að þú skyldir einmitt bera fram þessa spurn- ingu. Eins og allir vita er sjórinn mjög stórt svæöi, hann þekur hvorki meira né minna en tvo þriðju hluta jarðarinnar. „Margt býr i þokunni”, stendur einhvers staðar. Margt býr lika i sjónum, sem enginn maður hefur augum litið, en hvort þar leynist óþekkt tegund hvala, veit hvorki ég né nokkur annar maður. Hitt er vit- að, að af allmörgum tegundum hefur aðeins fundizt einn einstak- lingur, og hvers vegna skyldi þá ekki vera til tegund eða jafnvel tegundir, þar sem enginn einstak- lingurhefur enn komið fyrir sjón- ir manna? — Hvers vegna hefur áhugi þinn beinzt svo mjög að hvölum, scm raun ber vitni? — Til þess liggja ýmsar ástæð- ur. Forfeöur hvala voru ferfætt landspendýr fyrir milljónum ára. En nú hefur þessi dýrategund að- lagazt svo hinum votu heimkynn- um sinum, að hún er algerlega ó- háö þurrlendinu. Og sú aðlögun er svo dásamleg, að ekki er annað hægt en að undrast. Litum til dæmis á hiö háþroskaða heyrnar- skyn hvala. bað er alveg hægt að taka svo til orða, að höfrungar „sjái” með eyrunum. beir hafa margoft verið blindaðir með þvi að setja sérstakar lokur fyrir augu þeirra, sem öruggt er að þeir sjá hvorki i gegnum, né heldur meðfram þeim. En þetta Framhald á bls 31 Geirfuglinum var útrýmthér við land, svo sem frægt er orðiö. Sá atburður mætti gjarna verða okkur viti til varnaöar. „bið komið hér korn mitt að tlna”. Þarna haldast nytsemd og fegurð Ihendur, og mikil ánægja (auk gagnsins) hlýtur það að vera hverjum bónda að eiga æöarvarp I landareign sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.