Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 32
28644 HY'rm.l 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumadur: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson ■■**■**■ heimasimi 4-34 70 lögf ræðingur UREVnil Slmi B 55-22 - fyrir góöanmaM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ■- ' ■ " - Flokkun uUar ef tir nýj- um ullarmatslöenum o — verulegt skref í þá átt að bæta ullina og meðferð hennar, segir Stefán Aðalsteinsson MÓ-Reykjavtk —Lögin um mat á ull sem samþykkt voru f fyrra eru verulegt átak i þá átt að bæta stórlega meðferð og gæði ullarinnar og auka þar með verðmæti hennar, sagði Stefán Aðalsteinsson formaður ullar- matsnefndar i samtali við Tim- ann i gær. Vetrarklippta ullin, sem nú er að berast vcrður met- in i ullarþvottastöðvunum eftir þessum lögum og þeirri reglu- gerð.sem settvar i framhaldi af samþykkt laganna. Siðan er stcfnt að þvi að næsta vetur geti bændur fengið ull sina metna þegar þeir koma með hana á ullarmóttökustöðvarnar. Þar til þessi lög voru sam- þykkt var engin löggjöf til um mat á ull og mjög mismunandi reglur giltu hjá ullarþvotta- stöðvunum um matið. En nú eru þessi mál komin f mjög sam- bærilegt kerfi og mat á kjöti og á það að verða það sama um allt land. Sexmannanefnd ákvað við verðlagningu búvara 1. marz sl. véröið á mismunandi flokka ull- ar og er það nú sem hér segir. Fyrir hvíta úrvalsull á bóndinn að fá 731 kr. Fyrir 1. flokk 527 kr. 211 kr. fyrir annan flokk og 79 kr. fyrir þriðja flokk. Fyrir svarta úrvalsull á hann aö fá 731 kr., 527 kr. fyrir gráa og 862 kr. fyrir mórauða. A þessu sést að það skiptir miklu fyrir bóndann f hvaða gæöaflokk ull hans lendir, en hingað til hefur verömunur ver- ið það lítill, að það hefur litil áhrif haft. Samkvæmt lögunum eiga bændur rétt á að ull þeirra sé metin, þegar þeir skila henni til verzlunaraðila og verður svo gert þegar kerfi matsmanna veröur komið á um land allt. Þá þurfa bændur sjálfir að flokka ullina eftir þeim reglum, sem i gildi eru en ullarmatsmenn á hverjum staö meta siðan hvort flokkunin sé rétt gerö. Landbúnaöarráöuneytið réð nú i vikunni ullarmatsmenn og gærumatsmenn sem hafa mun u yfirumsjón með matinu hver I sinum fjórðungi. og munu þeir starfa undir umsjá ullarmats- formanns Stefáns Aðalsteins- sonar og gærumatsformanns, Sveins Hallgrimssonar. Yfirgærumatsmaöur á Suöur- og Vesturlandi var ráðinn Sig- urður Einarsson Akranesi, en yfirullarmatsmaður á þvi svæði var ráðinn Hermann Jóhanns- son Kleyfum. A Norðurlandi var Gunnlaug- ur Karlsson Borgarhóli ráðinn bæöi sem yfirullarmatsmaöur og yfirgærumatsmaður og á Vestfjöröum var Július Reynir Ivarsson Móbergi ráðinn i starf- ið. A Austfjöröum var Sigurður Eiriksson Sauðanesi sfðan ráð- inn sem yfirgærumatsmaöur og Sigfús Þorsteinsson Fossgerði sem yfirullarmatsmaöur. Til skamms tima var smalað til rúnings á vorin, og féð rúið við rcttina. t seinni tiö hafa fleiri og fleiri bændur, sem hafa góð fjár- hús, farið að rýja fé sitt að vetrarlagi, að minnsta kosti hið yngra. Þannig fæst stórum betri ull, og það skiptir miklu máli, þegar ull- ariðnaður er oröinn mikill þáttur I atvinnulifinu og gjaldeyrisöfl- uninni. —Timamynd: Gunnar. - * , o c . Iskyggileg niðurstaóa rannsóknar: Fjórðungur birkiskóga í landinu í afturför JH-Reykjavfk.— Allt skóglendi á Islandi er 125.469 hektarar að flatarmáli, og er sú mæling að mestu leyti byggð á loftmynd- um. Viðátta skóglendis er þvi nokkru meiri en áður var talið, og munar þar mestu, að kjarr I hrauni er miklu viðar en fyrr var gert ráð fyrir. Þetta segir þó ekki alla sög- una. 26.4% af þessu skóglendi er I afturför vegna ániðslu og 42,1% staðnaö. Tæpur þriöjung- ur 31,5% er I framför, og er verulegurhluti þessa skóglendis innan girðinga. Þetta er niöurstaöa skýrslu, sem gerð hefur veriö að tilhlut- an skógræktunarsamtakanna siöustu árin, og Haukur Jörund- arson safnaði gögnum til árin 1972-1975 ásamt aðstoðarmönn- um sinum. Birkið vex allt frá sjávarmáli upp i 550 metra hæö yfi sjó, en mikill hluti þess er lág- vaxinn — á 80.8% skóglendis er meðalhæð hrislnanna innan við tvo metra, en 4-8 metrar á 2,4% og 8-12 metrar á 1,7%. Glöggt kemur fram i þessari skýrslu, hve vel birkið verndar annan gróöur, og er gróinn að tveim þriöju i 44,1% skóglendis og al- gróinn I 40,8%. Viða leynist birkigróður I jörðu við jaöra skóglendis eða I grennd viö það, og myndi þar vaxa upp skógur sjálfkrafa, ef ekki kæmi til beit. Svo til allt það skóglendi, þar sem tré eru hæst, er innan girö- inga. Hæsta birkitré, sem mælt hefur verið i skógum landsins, 12,7 metrar, óx I Fellsskógi I Kinn, en brotnaöi undan snjó- þunga, varla talið meira en sex- tiu ára gamalt. Sérstaklega eru tilgreindir margir staðir, þar sem birki- skógar eru i mikilli afturför. I Borgarfjaröarsýslu er nefndur Hafnarskógur og skóglendi i neðri hluta Botnsdals, I Snæ- fellsnessýslu Skógarströnd, þar sem svo horfir, aö ekki veröi annaö eftir en nakin klapparholt innan fárra áratuga, i Dölum Fellsendaskógur, sem þegar er nær horfinn og berar liparit- skriður eftir, skóglendi á Barðaströnd, sem talið er sumt I bráðri hættu. 1 Norður-Múla- sýslu er skóglendi viða taliö I hraðri afturför, sem og niöri á fjöröunum, og i Vestur-Skafta- fellssýslu en meginhluti alls skóglendis á undanhaldi og framtið þess I Skaftártungu mjög hæpin. 1 nánd við nokkra bæi efst I Rangárvallasýslu eru miklar og sums staðar hroöa- legar skógarskemmdir. í Laugardal og Biskupstungum, þar sem veriö hefur eitt sam- felldasta skóglendi landsins, eru sums staðar hroðalegar skemmdir, bæði af völdum beit- ar og átroðnings manna. BBIM VÍÐ EYJASAND Sjaldan er ládauður sjór við sandströndina sunnlenzku ,,því haf- gang þann ei hefta veður blið, sem voldug reisir Rán á Eyjasandi, þar sem hún heyir heimsins langa strið”. En myndin sýnir einmitt Landeyjasand — þaðan sem heyrist öldufallaeimur”. Þar hefur engin breyting á orðið siðan á dögum þeirra Gunnars og Kol- skeggs á Hliðarenda. —Timamynd: Róbert. PALLI OG PÉSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.