Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 24. april 1977 Eysteinn Jónsson: Iðnþróun — Náttúru- vernd — Orkustefna Ég hef veriö beðinn um aB vekja hér máls á náttúruvernd og iönvæ&ingu. Mun ég leitast viö aö benda á nokkur grundvallaratr- iði, sem varða þetta mikla efni, en ég kemst ekki lengra en að vekja athygli á þeim, þvi að ég hefi ekki tök á að gera þeim önnur skil nú. Rétt þykir mér aö geta þess, að þær skoðanir sem fram koma, eru mlnar persönulegu skoðanir, nema þar sem vitnað er til ann- arra, t.d.ályktana Náttúruvernd- arþings. Stundum er hent gaman að því, þegar menn vitna I sjálfa sig. Ég ætla samt að láta mig hafa þaö aö vitna I þingræöu eftir mig frá þvl I marzmánuöi 1971, og var þá verið aö ræöa um nauðsyn mengunar- varna I álverinu I Straumsvlk. I upphafi máls mlns þá reyndi ég með svofelldum oröum að gera grein fyrir náttúruverndarviö- horfum, og ég sé tæpast fram á að ég bæti þetta, þótt ég færi aö oröa það eitthvað dálítið ööruvisi: Hættuleg úrgaxigsefni „Stórfelld iðnvæðing nútímans, þéttbýliö I borgunum og öll hin gífurlega mergð úrgangsefna, sem flæða frá þeim tiltölulega litla hluta mannkynsins, sem lifir i allsnægtum, hefur skapað glfur- lega hættu, sem ógnar heilbrigöu llfi á jöröinni. betta gengur svo langt að skoða verður mörg grundvallaratriði I nýju ljósi, og til þess að átta sig á þeim nýju viðfangsefnum, sem viö eigum fyrir höndum aö gllma viö, er nauðsynlegt að festa sér I minni nokkur höfuðatriði þessara nýju viöhorfa. Þýðingarmest af öllu er aö gera sér grein fyrir þvl, aö það verða sifellt eftirsóttari lifsgæði að eiga heima 1 ómenguöu, eðlilegu um- hverfi og hafa auðveldan og frjálsan aðgang að útivist I ó- spilltu, fjölbreytilegu landi. Eftir þvl sem mengun og önnur vand- kvæöi þéttbýlislandanna þrengja meira aö, verður þaö þýöingar- meiri þáttur I viðhorfi manna I hvaöa umhverfi sem þeir eiga kost á að lifa. Þetta þýðir, að þau lönd, sem vel eru sett I þessu tilliti, hafa að öðru jöfnu betri lífskjör að bjóöa en önnur. Llfskjör mótast sem sé ekki einungis af fæði, klæði og húsnæði, og þátttöku I þvl, sem menn oft eiga viö þegar þeir tala um menningarllf, heldur einnig þvl, hvort menn eiga kost á þvl eöa ekki, að lifa I eölilegu og viö- kunnanlegu umhverfi. Hér er þvl um landkosti aö ræða á borö við aöra þýðingarmestu þætti. Þetta er í fyllsta máta hag- nýtt sjónarmið, samhliða þvl menningarlega, sem I þvl felst aö leggja rækt við land sitt og ná- grenni. Menn veröa þvl aö gera sér grein fyrir þvf, aö hreinlegt, ó- spillt og aölaðandi umhverfi sem almenningur hefur aögang að, eru landkostir eins og gott bú- land, góö fiskimið, fallvötn, jarð- hiti og önnur náttúrugæði. En þessi skilningur veröur að koma til og setja sitt mót á þjóöarbú- skapinn, áður en það er of seint. Séum við sammála um, aö það sé raunverulega mikils virði aö lifa í ómenguðu, viðkunnanlegu umhverfi, þá verðum við aö vera reiðubúin að láta gera þær ráð- stafanir, sem til þess þarf aö svo megi verða, og kosta þvl til, sem nauðsyn krefur. En sé hik á okkur aö viöur- kenna þessi grundvallaratriöi, þá mætti reyna að mála þetta sterk- ari litum og spyrja: Hvers viröi eru langar og breiöar stofur, mik- ilfengleg húsgögn og dýrir bllar, ef loftiö er mengaö, umhverfiö löörandi I óþverra, gróðurlaust og dautt, og vatn og sjór blandað eitri og óhreinindum? Þegar svo er komiö yröi fánýtt aö vaða I peningum. Þetta veröa menn að horfast I augu við öfga- og æörulaust. Menn verða að gera sér grein fyr- ir þessum nýstárlegu viöhorfum og takast á við hin nýju viðfangs- efni skynsamlega og meö festu.” Nýtt verðmætaxnat Þau sjónarmið, sem voru þann- ig sett fram 1971, eru nú oröiö talsvert almennt viðurkennd og Herðubreiðarlindir það er a.m.k. tæpast umdeilt, að tillit veröur að taka til þeirra, og ég held aö segja megi að nýtt verðmætamat hafi veriö aö fara fram og sé að fara fram hér á landi, þar sem þau góðu heilli eru tekin verulega til greina. Auövitað greinir menn á um matið, þegar til framkvæmdanna kemur — þegar á hólminn kemur, en eftirtektarvert er, að þaö úir og grúir af yfirlýsingum um að mengunariönað. verði Islending- ar aö forðast umfram allt. Von- andi er það góðs viti að svo marg- ir beri sér þetta I munn. Ég tel það eiga að vera grund- vallarþátt I iðnaðarstefnu tslend- inga að koma upp þeim iðnaði einum, þar sem hægt er aö koma við fullnægjandi mengunarvörn- um innanhúss og utan, og sem koma má á fót án óviöunandi röskunar á umhverfi. Eftir aö við höfum nú fært land- helgina út I 200 mllur og sitjum bráöum ein áö fiskimiöunum, er- um viö ekki I neinni þeirri neyö stödd með bjargræðisvegi, að við þurfum að koma upp iðnfyrir- tækjum, sem menga umhverfiö eöa valda óbærilegum umhverfis- spjöllum. Verðum við þá að nýta fiskimiöin skynsamlega. Margs konar iðnaöi veröum viö að koma á fót, bæði úr okkar eigin og innfluttum hráefnum og meö hjálp þeirrar orku sem við eigum ráö á, og þetta getum viö sjálf, ef viö búum eölilega I haginn fyrir iðnaðinn með fullu tilliti til þeirr- ar samkeppni sem hann verður aö heyja heima og erlendis viö iðnaö annarra þjóöa — en það veröum við llka aö gera án tafar. Mikil sókn I iðnaöarmálum landsmanna verður og hlýtur aö vera framundan. Þýðingarmikið er þvl og brennandi, einmitt um þessar mundir, að stefnan I iðnaðarmálum verði einnig mót- uö meö nægilegu tilliti til almennt viöurkenndra sjónarmiða I um- hverfismálum. Kemur þar til val iönaðarverk- efna, staösetning iönaöarfyrir- tækja og varnir gegn mengun. Framkvæmdir, til þess aö fyr- irbyggja mengun svo viöunandi sé, veröa hiklaust að teljast með sjálfsögöum stofnkostnaði og reksturskostnaði iönfyrirtækja og verða að takast með I áætlanir I upphafi þegar metið er, hvort þau eiga rétt á sér eða ekki. Menn verða einnig aö gera sér grein fyrir þvl aö tryggja veröur fyrir- fram, áöur en ákvarðanir eru teknar um stofnun nýrra fyrir- tækja, aö þessar ráöstafanir veröi gerðar þegar I upphafi. Reynslan sýnir okkur glöggt og átakanlega hversu erfitt er aö bæta úr eftir á — ef ekki er tryggilega gengiö frá öllu I öndverðu. Höfum við skýr dæmi um þetta fleiri en eitt, og er öll upptalning í því efni óþörf hér. Nauösyn ber til að lögfesta ýtarlegri og traustari ákvæði en gildandi lög geyma, til þess aö fyrirbyggja, að fariö sé af staö með mengunariönað án fullnægj- andi varna. Er mér kunnugt um aö nefnd sú, sem unniö hefur að þvl aö semja frumvarp að lögum um umhverfismál, gerir tillögu til úrbóta I þessu efni, sem brýnt er að nái fram að ganga. Við tslendingar eigum svo mik- ið undir þvl komið að geta komizt hjá mengun og óbærilegri röskun landsins, að við veröum að hafna þelm iðnrekstri, sem þess háttar vandkvæði fylgja. Okkur skortir áreiðanlega ekki verkefni sem samrýmast þvl að bæta landiö og halda hreinleika lofts og lagar, en einmitt þeir þættir eru dýrmæt þjóðareign, sem ekki má spilla. Það þarf á hinn bóginn, eins og ég hefi drepið á, aö ganga mun betur frá þvl en ennþá hefur tek- izt, að I tæka tlö sé tryggt að þær iðnaðarframkvæmdir, sem I er ráðizt, uppfylli þau skilyrði sem eðlilegt er aö setja frá umhverfis- sjónarmiöi. Iðnrekstur íslendinga í höndum þeirra sjálfra Mln skoðun er sú, að iðnrekstur Islendinga eigi að vera I höndum þeirra sjálfra og að við eigum að hafna stóriöju útlendinga. Kemur þar margt til frá mínu sjónarmiöi séð, sem ég hefi oft rakiö á öörum vettvangi og rek ekki hér að ráöi. Nefni hér hættuna á of miklum erlendum áhrifum, sem erlend- um stórrekstri fylgir og skerö- ingu atvinnulegs sjálfstæðis. Er- lendur stórrekstur byggist á alls konarfvilnunum sem aörir t.d. Is- lenzkir atvinnurekendur, njóta ekki, og gerir þvl ekki i blóðið sitt i þjóðarbúinu samanboriö við rekstur okkar sjálfra. Ofan á bæt- ist, að hagnaöurinn og afskrifta- féð kemur alls ekki inn I landiö. Þessi rekstur er ótraustur þvl honum er hagaö eftir þvl, sem er- lendir eigendur telja sér henta. Erlend stóriöja knýr til þess aö gengið veröi nær landinu til orku- öflunar en góðu hófi gegnir, og þess háttar stórrekstri fylgir háskaleg félagsleg og atvinnuleg röskun I þjóöarbúinu m.a. vegna þess að rekstrareiningar eru mjög stórar. Þegar til lengdar lætur veröur þaöhelzta tryggingin fyrir þvl, að eðlilegra umhverfissjónarmiöa sé gætt, að atvinnureksturinn sé á vegum landsmanna sjálfra, þar sem okkur sjálfum mun þrátt fyr- irallt helzt renna blóöið til skyld- unnar viö landiö og landsmenn. Ég er vantrúaöur á, aö Islend- ingar hafi I reynd vald á þvl að ráða við erlend risafyrirtæki, sem umhverfisröskun og meng- unarhætta fylgir, jafnvel hversu vel sem frá öllu sýnist gengið I byrjun. Ég tel aö smærri rekstursein- ingar og meöalstórar henti okkur betur en tröllvaxin stóriöja. Kem- ur þar til umhverfissjónarmiö og ekki siöur sú brýna nauðsyn, sem okkur er á þvl aö foröast stór- fellda félagslega og atvinnulega röskun. Þetta er held ég að skýrast fyrir okkur þessi misserin, það vona ég a.m.k. Náttúruverndarþingiö 1975 gerði svofellda ályktun um iðn- rekstur, sem nauðsynlegt er aö rifja hér upp: „Náttúruverndarþing 1975 telur rétt að fram fari athugun á þvl, hvaöa svæðum sé sérstök ástæða til aö hllfa við raski og ágangi, sem meiriháttar iönrekstri fylgir, og hvaða staðir á landinu henti til meiriháttar iðnrekstrar. Þingið leggur áherzlu á, að teknir séu upp þeir starfshættir, að áður en teknar eru ákvaröanir um stofnun iðjuvers eða iðnrekst- urs á ákveðnum stað fari fram allar þær rannsóknir sem rétt er að gera kröfur til, og veröi haft samráð við þá aðila og stofnanir sem hlut eiga að máli. Er brýnt að slíkum undirbúningi sé lokið, áöur en yfirvöld taka ákvörðun um að heimila rekstur á tiltekn- um stað eöa leggja sllk mál fyrir Alþingi. Þá telur þingið rétt að fylgt sé þeirri reglu aö á Islandi sé ein- ungis leyfður iðnrekstur sem hef- ur fullnægjandi tök á mengunar- vörnum vegna umhverfisins og heilbrigði þeirra er við hann vinna. Felur þingið Náttúruverndar-. ráöi aö beita sér fyrir aögerðum I þessa átt I samvinnu við stjórn iðnaöar- og heilbrigðismála.” Náttúruverndarráð og iðnaðar- ráðuneyti, sem einnig hefur orku- mál, hafa nú I nokkur ár haft samstarfsnefnd um orkumál. sem að minu viti hefur reynzt þýðingarmikið spor I rétta átt, ekki sizt til að tryggja það, að samráð séu höfð nógu snemma um þær hugmyndir að fram- kvæmdum, sem koma fram. Náttúruverndarráð fól full- tnium sinum i nefndinni að vinna að þvi að hún tæki einnig fyrir þau verkefni, sem ályktun þessi legg- ur áherslu á varðandi iðnaðar- uppbyggingu og umhverfissjón- armið. Erum við i Náttúruvernd- arráöi aö vonast eftir þvi aö upp úr þessu spretti vaxandi samstarf þessara aðila um iðnaöar- og orkumál, sem svo mjög fléttast saman, og náttúruvernd. Orkustefna Við áætlanir og ákvarðanir um uppbyggingu iðnaðarins koma orkumálin inn I myndina og þá fyrst og fremst að mlnu áliti frá þvi sjónarmiði, hvort viö höfum orkulindir til þess að koma á hag- kvæman hátt upp þeim iðnaði, sem við teljum okkur henta og við höfum að öðru leyti skilyrði til að lifa af. Að sjálfsögðu leiðir þetta til þess, að virkjunarstefna hlýtur að eiga,að mótast af þvi hve mikilli orku landsmenn telja sig þurfa á að halda, þ.á.m. til þess iðnaðar, sem menn vilja koma i fram- kvæmd. Orkustefnan hlýtur þvi, ef rétterað farið, að mótast veru- lega af iðnaðarstefnunni en ekki öfugt. Orkan er þjónninn en ekki húsbóndinn — en á þvi hefur vilj- að bóla hjá okkur, virðist mér, að þetta snerist við I framkvæmd- inni. Þessieöa hin iðngreinin yrði að koma tilorkunnar vegna — t.d. orkufrekur iðnaður, sem lands- menn réðu þó ekki við og yröu aö láta útlendinga reka. Hann yröi samt að koma til, því að nýta þurfi orkuna. Ég álit þaö alger- lega á misskilningi byggt, að Is- lendingar þurfi að taka á sig hættuleg vandkvæði svo sem eins og þau að láta útlendinga taka við atvinnuuppbyggingunni eða setja upp mengunariðnaö — vegna þess, aö þjóðin eigi orkulindir, sem ekki eru nýttar ennþá. Heilbrigt sjónarmið hlýtur að vera það að virkja þessar orku- lindir jafnóðum og landsmenn þurfa á að halda m.a. til þess að koma á fót þeim iðnaöi, sem talið er hentugast að hafa meö höndum og lifa á. Auðvitað getur orðið ágreining- ur um það hvaöa iðnrekstur henti bezt. Þann ágreining verður að gera upp jafnóðum og koma þá mörg sjónarmiö til greina að sjálfsögðu, m.a. tillit til mengun- Framhald á bls. 25 Erindi flutt á njioknum fundi Sambands náttúruvemdarsamtaka íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.