Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. aprfl 1977 7 Blóm handa Silvíu Það var mikið um að vera þegar sænsKu Konungs- hjónin voru i heimsókn i Paris nýlega, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Við sjáum konungs- hjónin koma i kvöldboð i Elyséehöll og þjónar halda uppi regnhlifum, svo fina kvöldkápan hennar Silviu fái ekki á sig regndropa. Svo er mynd af frönsku forsetahjónunum og standa hinir konunglegu gestir á milli þeirra að taka á móti veizlugestum, — þarna eru Sacha Distel og frú að heilsa hátignunum. Skemmtilegasta myndin er svo, þar sem Silvia og Carl Gustav eru að heilsa upp á sænsk börn sem veifuðu þeim með sænska fánanum. Bilalestin nam staðar og konungshjónin komu út til að heilsa börn- unum. Þá hrópaði litill drengur: — Blóm handa Silviu, og siðan gekk hann til móts við drottninguna brosandi og öruggur og rétti henni blómvönd. Silvia er greinilega stórhrifin af þessum litla herramanni. Tíma- spurningin Finnstþér vera jafnrétti hérlendis? Ólafur Einarsson: — Ja, fólk hér hefur jafnan rétt samkvæmt lög- um, jafnan rétt til náms og vinnu og jafna möguleika til aö komast áfram. Þó finnst mér jafnrétti ekki nægilegtí reynd.en þaBer aö skána. Jóna Kristófersdóttir, húsmóöir: — Þaö eru nú skiptar skoöanfr á þvi, en ég tel aö hér riki ekki jafn- rétti og kemur þaö gelzt fram i launamálum. Magnús Sverrisson, útgeröar- maöur: — Já, ég er þeirrar skoö- unar aö svo sé. Sigvaldi Hjálmarsson: — Nei varla. Konur eru minna i ráöa- stööum, og ég er ekki viss um nema þær vilji hafa þaö þannig, en meöan t.d. færri konur eru á Alþingi en karlar tel ég ekki rikja jafnrétti. Bent Einarsson: — Aö mörgu leyti ekki, og kemur þaö til dæmis fram i launamismun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.