Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. aprll 1977 5 Menningar- miðstöð að rísa í Breiðholti JB-Rvlk — 1 fréttabréfi Fram- farafélags Breiöholts III., sem kom út I marz siöastliöinn kemur fram, aö fyrirhugaö er aö hefja smlöi menningar- miöstöövar í Breiöholti seinni hluta sumars, en þessi menn- ingarmiöstöö á aö risa ásamt bókasafnshúsi viö Austurberg. Tíminn haföi samband viö Sigurö Bjarnason, formann Framfarafélagsins, og leitaöi nánari upplýsinga um þessa miöstöö, en þaö ætti flestum aö vera ljóst, aö meö tilkomu henn- ar veröur séö fyrir endann á einu helzta hagsmunamáli Ibúa Breiöholtshverfis, en „menn- ingarneyzla” þeirra mun vera I lágmarki eftir þvi sem Siguröur sagöi. „Tildrögin aö þvl, aö ráöizt veröur I byggingu menningar- miöstöövar I Breiöholtshverfi eru þau, aö þegar Framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar var lögö niöur, eignaö- ist hún peninga vegna afskrifta á vélum, sem fyrirtækiö átti og seldi. Nam upphæöin um eitt hundraö milljónum. Ekki lá ljdst fyrir I upphafi hvernig þessum peningum skyldi variö, og voru m.a. uppi hugmyndir um aö skila þeim aftur til fólks, sem haföi keypt af nefndinni íbúöir. Þaö varö þó úr aö ákveö- iö var aö nota upphæöina til aö reisa hér menningarmiöstöö, sem allir Ibúar hverfisins gætu notiö góös af. Ráögert er aö miöstööin komist I gagniö á árinu 1978, en ég veit ekki hvort teikningar af húsinu eru tilbún- ar enn. Tillöguteikningar hafa veriö lagöar fyrir borgarráö og framkvæmdanefnd, en mér er ekki kunnugt um hvort þær hafa veriö samþykktar. Þetta veröur grföarmikiö hús og er ljóst, aö meö tilkomu þess veröur hægt aö bæta úr öllu félags- og menn- ingarlífi I Breiöholti Hægt verö- ur aö halda þar ýmiss konar sýningar, kvikmyndasýningar málverkasýningar og allt I þeim dúr. Þá er gert ráö fyrir funda- herbergi fyrir hin ýmsu félög, sem starfa I hverfinu. Þau hafa haft aöstöðu I Fellahelli, en eins og flestir vita var hann upphaf- lega hugsaöur sem æskulýös- miðstöð fyrir unglingana.” 1 framhaldi af þessu sagöi Siguröur, aö Borgarbókasafn heföi viljað reisa útibú I Breiðholti og sagði hann, aö sér hefði virzt það upplagt aö sam- eina þetta tvennt. Hann kvaöst hafa fært þaö I tal viö Elvu Björk Gunnarsdóttur, bókavörö Borgarbókasafns, sem aftur lagöi það fyrir fund þar sem þaö var samþykkt. „Menningarmiöstööin veröur algjörlega kostuö af Fram- kvæmdanefnd Byggingaáætlun- ar, en Reykjavikurborg mun tryggja rekstur hennar. Fram- kvæmdanefndin bætir þarna úr mjög brýnu hagsmunamáli fyrir okkur, og erum við þeim afar þakklát. KONI | höggdeyfar Stórbæta flesta blla I akstri á Islenzkum vegum. Þeir eru tvl-virkir og stillanlegir- — geta enzt jafn lengi og billinn. Abyrgðar-, viðgerðar- og varahlutaþjónusta hjá okk- ur. Leitið nánari upplýsinga. Póstsendum. ARMULA 7 - SIMI 84450 Einkaumboösmenn 10" breiður afréttari 5“ hæð þykktarhefils Lengd borðs: 92 cm. Hraði spindils: 6000 snún/mtn. Sjálfvirkt framdrif 1,5 hestafla mótor, 1-fasa eða 3-fasa. Þyngd 60 kg. Verð með söluskatti kr. 149.000 emco kynning -rei System/34 argus Rétt svar á reióum höndum þar sem þörfin er. Lítil tölva — betri nýting IBM System /34, nýjasta tölvusamstæðan frá IBM, gerir meðalstórum fyrirtækjum hérlendis kleift að hagnýta tiltölulega ódýra tölvu á sama hátt og stórar og dýrar tölvusamstæður eru notaðar af stórfyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum. Afgreiðsla á augabragði IBM System /34 býður ódýra fjölvinnslu með möguleikum á 8 vinnuskermum eða prenturum. Hver skermur getur verið í allt að 1.5 km. fjarlægð frá sjálfri tölvunni. Sendingahraði milli skerms og tölvu er um 100.000 stafir á sekúndu. Fljótvirk og fyrirferðarlítil IBM System /34 er fljótvirkt og tyrirferðarlítið tölvukerfi, sem því næst hver sem er getur stjórnað eftir fárra tíma þjálfun. System /34 er gert í framhaldi af System /32, og hefur IBM á islandi tilbúin forrit sérhðnnuð fyrir íslengk fyrírtæki fyrir hvers konar verkefni á viðskiptasviðinu. Vinnuskermur í hverri deild IBM System /34 býður þannig tilbúin forrit og vinnslukerfi, sem nýta má þegar í stað til upplýsingadreifingar á sérstaka sjónvarpsskerma með tilheyrandi lykilborði. Þannig getur tölvan sjálf til dæmis verið í kjallaraherbergi og unnið aö útskrift yfirlitsreikninga á meðan starfsfólk í vöruafgreiðslum, söludeild, bókhaldi og aðalskrifstofu fær umbeðnar upplýsingar um sölu- og birgðamál — hver deild á sínum eigin vinnuskermi. Hvað er meðalstórt fyrirtæki lítið? Ef þér efist um að fyrirtæki yðar sé nógu stórt til að geta hagnast á IBM System /34 með því að nýta möguieika starfsfólksins til fulls með öruggu upplýsingastreymi jafnhliða margskonar færslumöguleikum — hafið samband við söludeild IBM á fslandi og.táið nánari upplýsingar um hæfni IBM System /34 fyrir starfsemi yðar. Á ÍSLANDI KLAPPARSTÍG 27, REYKJAVÍK, SfMI 27700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.