Fréttablaðið - 19.02.2006, Síða 4
4 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
urinn bætir enn við sig fylgi,
samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins og fengi 44,3 pró-
sent atkvæða yrði boðað til kosn-
inga í dag og 29 þingmenn. Fylgi
Sjálfstæðisflokks eykst um 5,6
prósentustig frá síðustu könnun
Fréttablaðsins sem framkvæmd
var í nóvember og hefur ekki
verið meira í könnunum blaðsins
frá síðustu kosningum.
Samfylking bætir einnig við
sig frá síðustu könnun og fengi
nú 34,4 prósent atkvæða og 22
þingmenn. Í síðustu könnun var
flokkurinn með fylgi 29,4 pró-
sent svarenda og eykst því fylg-
ið um fimm prósentustig. Enn
vantar tæpt prósentustig upp á
til að fylgi flokksins nái fylginu
í febrúar í fyrra, þegar það var
35,2 prósent.
Þriðji stærsti flokkurinn er
nú Vinstri hreyfingin – grænt
framboð og mælist flokkurinn
með tæplega 9,8 prósenta fylgi og
fengi því sex þingmenn. Vinstri
grænir tapa mestu fylgi frá síð-
ustu könnun, eða rúmum átta
prósentustigum. Fylgi flokksins
hefur ekki verið minna í könnun-
um blaðsins síðan í október 2003.
7,1 prósent segjast myndu
kjósa Framsóknarflokkinn ef
boðað yrði til kosninga nú og
fengi flokkurinn samkvæmt því
fjóra þingmenn. Fylgi flokksins
hefur dalað um tæp þrjú pró-
sentustig frá því í könnun blaðs-
ins í nóvember og hefur ekki
mælst minna frá síðustu kosn-
ingum.
Frjálslyndi flokkurinn mælist
með 3,5 prósent fylgi, sem er
nánast sama fylgi og í síðustu
könnun og fengi flokkurinn tvo
þingmenn kjörna.
Mun fleiri konur segjast nú
ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn en í síðustu könnun. Þá sögð-
ust 31 prósent kvenna myndu
kjósa flokkinn, en nú hefur hann
stuðning 40,5 prósent kvenna. Þá
eykst stuðningur á höfuðborgar-
svæðinu við Sjálfstæðisflokkinn
um 7,5 prósentustig á milli kann-
ana, en nú segjast 47,5 prósent
höfuðborgarbúa ætla að kjósa
flokkinn.
Stuðningur við Samfylking-
una eykst mest meðal þeirra sem
búa utan höfuðborgarsvæðisins
á milli kannana, eða um tæp tíu
prósentustig. Í síðustu könnun
sögðust 25,3 prósent íbúa lands-
byggðarinnar myndu kjósa Sam-
fylkinguna, en flokkurinn hefur
þar nú 35 prósenta fylgi.
Vinstri grænir tapa fylgi bæði
hjá körlum og konum, á höfuð-
borgarsvæðinu og utan þess.
Stuðningur kvenna minnkar um
12,36 prósentustig á milli kann-
anna. 22,8 prósent kvenna sögð-
ust í síðustu könnun myndu kjósa
flokkinn, en einungis 10,5 pró-
sent nú. Þá dregst fylgi flokksins
á höfuðborgarsvæðinu saman
um 10,8 prósentustig, var 19,5
prósent en er nú 8,7 prósent.
Fylgi Framsóknarflokks
minnkar mest á meðal íbúa utan
höfuðborgarsvæðisins. Í síðustu
könnun sögðust 16,3 prósent
þeirra myndu kjósa flokkinn,
en 10 prósent segjast nú myndu
kjósa Framsóknarflokkinn ef
boðað yrði til kosninga nú.
Hringt var í 800 manns 18.
febrúar, og skiptust svarendur
jafnt milli kynja og hlutfallslega
eftir kjördæmum. Spurt var:
„Hvaða lista myndir þú kjósa ef
gengið yrði til alþingiskosninga
nú?“ 59,9 prósent aðspurðra tóku
afstöðu til spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Chevrolet SALURINN
Opnunarhátíð frá kl 12 - 16 Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12
Sími 590 2000 - www.benni.is
kosn.
2003
feb.
2004
jún.
2004
feb.
2005
feb.
2006
7,4%
8,8%
17,7%
30,9%
33,7%
41,3%
25,0%
28,6%
20,5%
6,0%
17,9%
9,4%
3,1%
44,3%
34,4%
9,8%
7,1%
3,5%
Sjálfstæðisflokkur
Samfylking
Vinstri-grænir
Framsóknarflokkur
Frjálslyndi flokkurinn
FYLGISÞRÓUN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
FRÁ ALÞINGISKOSNINGUM 2003
Skoðanakannanir Fréttablaðsins
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 17.2.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 63,45 63,75
Sterlingspund 110,20 110,74
Evra 75,33 75,75
Dönsk króna 10,089 10,149
Norsk króna 9,33 9,388
Sænsk króna 8,08 8,054
Japanskt jen 0,5356 0,5488
SDR 90,95 91,49
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,9202
Framsókn aldrei minni
Fylgi Framsóknarflokks á landsvísu mælist nú um sjö prósent og hefur ekki verið minna í könnunum
blaðsins frá síðustu kosningum. Rúm 44 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk og hefur fylgið ekki
verið meira frá síðustu kosningum. Samfylking réttir úr sér en fylgi vinstri grænna dalar.
PRÓFKJÖR Sigbjörn Gunnarsson,
frambjóðandi í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri, segir
það ekki koma sér á óvart að
nánustu stuðningsmenn Kristj-
áns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra
hafi lagt línurnar fyrir almenna
kjósendur í prófkjöri flokksins
um síðustu helgi. „Ég fann fyrir
því í aðdraganda prófkjörsins og
tel mig hafa fengið það staðfest
síðan,“ segir Sigbjörn.
Samkvæmt gögnum sem
Fréttablaðið birti í gær lögðu
stuðningsmenn Kristjáns Þórs
áherslu á að bæjarstjórinn og
Sigrún Jakobsdóttir fengju góða
kosningu. Jafnframt vildu þeir að
krötunum, Sigbirni Gunnarssyni
og Oktavíu Jóhannesdóttur, yrði
hafnað og töldu ekki ástæðu til að
veita ungliðum flokksins brautar-
gengi.
„Svona myndi ég ekki gera
sjálfur og mér finnst þetta hvorki
heiðarleg né heillavænleg vinnu-
brögð,“ segir Sigbjörn.
Kristján Þór vann yfirburð-
arsigur í prófkjörinu og Sigrún
fékk góða kosningu í annað sæti.
Sigbjörn varð í níunda sæti og
Oktavía í því fimmtánda. Stefán F.
Stefánsson, formaður ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri, hafnaði
í 20. og síðasta sæti.
- kk
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri:
Kjósendum lagðar línurnar
SIGBJÖRN GUNNARSSON Sigbjörn segist
hafa fundið fyrir því í aðdraganda próf-
kjörsins að stuðningsmenn Kristjáns Þórs
Júlíussonar unnu gegn honum og segir
vinnubrögð þeirra ekki heillavænleg.
KÍNA, AP Vísindamenn í Kína og
Kirgisistan hafa náð ljósmyndum
af sjaldgæfum snæhlébörðum.
Hlébarðar þessir eru í útrýming-
arhættu og vonast nú vísindamenn-
irnir til að meira sé til af þeim en
talið var í fyrstu.
Fimm snæhlébarðar náðust
á filmu á fjalli í norðvesturhluta
Kína og vísindamenn hinum megin
við landamærin í Kirgisistan náðu
þrettán myndum. Vita þeir ekki
enn hvort það eru sömu dýrin sem
mynduð voru.
Snæhlébarðar eiga heimkynni
sín m.a. í Kína, Mongólíu, Afganist-
an, Indlandi og í Nepal. Talið er að
um 3500 til 7000 dýr séu eftir af
stofninum. ■
Sjaldgæf dýr í Kína:
Snæhlébarði
náðist á mynd
SNÆHLÉBARÐI Talið er að allt að sjöþús-
und snæhlébarðar séu til í heiminum.
FRÉTTABLADID/AP
UMFERÐARSLYS Kona á þrítugsaldri
slapp ómeidd þegar hún missti
stjórn á bíl sínum á leið frá Akur-
eyri til Húsavíkur, með þeim
afleiðingum að hann valt.
Slysið varð skammt frá bænum
Húsabakka í Aðaldal, rétt fyrir
klukkan níu í gærmorgun.
Mikil hálka var á þessum slóð-
um í gær en svo virðist sem bíll-
inn hafi snúist en mildi þykir að
bíllinn lenti ekki í Aðaldalshrauni,
sem er meðfram veginum.
Konan var flutt á sjúkrahús-
ið á Húsavík til aðhlynningar
en að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík þykir mikil mildi að ekki fór
verr. - mh
Bíll valt í Aðaldal:
Slapp ómeidd
úr veltunni
Á batavegi en í öndunarvél
Sjómaðurinn sem slasaðist um borð í
Frera RE um 160 sjómílur frá Reykjavík á
miðvikudag í síðustu viku er enn í önd-
unarvél. Læknir á vakt gjörgæsludeildar
í Fossvogi segir hann þó á batavegi. Ekki
fást nánari upplýsingar um líðan manns-
ins en samkvæmt Landhelgisgæslunni
brotnaði maðurinn illa þegar hann fékk
gilskrók í andlitið.
SLASAÐUR SJÓMAÐUR
22 ökumenn stöðvaðir Lögreglan
á Selfossi stöðvaði í gær 22 ökumenn
sem allir keyrðu of hratt á Suðurlands-
vegi. Sá sem hraðast ók mældist á
146 kílómetra hraða. Lögreglan hefur
stöðvað marga ökumenn á undanförn-
um vikum.
LÖGREGLUFRÉTT
ÞORGERÐUR KATRÍN OG GEIR H. HAARDE
Sjálfstæðismenn hafa góða ástæðu til að brosa breitt
ef marka má niðurstöður könnunnar Fréttablaðsins.