Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 10
10 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
1 dálkur x 100mm
ferðalaga
Allt til
ferðalaga
ólhýsi
����������������������������
Fellihýsi
�����������
AF EVRÓPUVETTVANGI AUÐUNN ARNÓRSSON
evrópa
Ísland og Evrópusambandið
Sumarið 2004 skipaði þá-
verandi forsætisráðherra
nefnd sem ætlað var það
verkefni að gera heildstæða
úttekt á stöðu og valkostum
Íslands í Evrópumálum. Í
þessari Evrópunefnd sitja
fulltrúar allra stjórnmála-
flokka sem fulltrúa eiga á
Alþingi. Formaður nefnd-
arinnar er Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra.
Björn svaraði nokkrum spurn-
ingum Fréttablaðsins um starf
nefndarinnar til að fylgja greina-
flokknum úr hlaði. Hann segir
nefndina hafa safnað miklum
upplýsingum um Evróputengsl
Íslands og að hún hyggist standa
fyrir tveimur opnum ráðstefnum
um Evrópumál í sumar. Að hans
mati munu Íslendingar ekki sækja
um aðild að Evrópusambandinu
nema knýjandi hagsmunir kalli
á að það skref verði stigið. Loka-
skýrslu nefndarinnar er að vænta
um næstu áramót.
Björn var fyrst spurður hversu
marga fundi nefndin hefði hald-
ið frá því hún tók til starfa fyrir
hálfu öðru ári og hvaða málefni
hefðu verið tekin fyrir á þessum
fundum.
„Frá því að Evrópunefndin var
skipuð hefur hún haldið alls 24
fundi og hitt fjölda manna bæði
hér heima og erlendis,“ segir
Björn. „Síðasta sumar fór nefnd-
in í afar fróðlega ferð til Brussel
og efndi þar til funda með ráða-
mönnum Evrópusambandsins og
EFTA.“
Heldur starfið áfram á þessu ári?
„Já. Nú í mars fer nefndin til
Haag til að kynna sér starfsemi
EUROPOL, evrópsku lögreglunn-
ar, og EUROJUST, samstarfsvett-
vang evrópskra saksóknara, en
Ísland á aðild að þessu samstarfi
vegna Schengen-aðildar sinnar.
Athygli nefndarmanna hefur ekki
einvörðungu beinst að samstarfi
Íslands við Evrópusambandið á
vettvangi EES heldur einnig að
Schengen-aðildinni.
Auk þess hugar nefndin í ár
að tveimur ráðstefnum – annars
vegar um samstarfið á grundvelli
EES og hins vegar með vísan til
reynslunnar af Schengen-sam-
starfinu. Fyrri ráðstefnan verður
væntanlega undir lok júní og hin
síðari 30. ágúst í samvinnu við
Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þá
mun þunginn í starfi nefndarinn-
ar að sjálfsögðu aukast eftir því
sem nær líður að útgáfu skýrslu
hennar.“
Skilar af sér um áramót
„Nefndin hefur ekki í hyggju að
gefa út neina áfangaskýrslu held-
ur er markmið hennar að gefa út
skýrslu sína um næstu áramót,“
segir Björn.
Komið hefur fram að á fundum
nefndarinnar hafi meðal annars
verið rætt um framkvæmd EES-
samningsins, sjávarútvegsstefnu
ESB og kosti og galla evrunnar
fyrir Ísland. Hvaða mál er eftir að
ræða?
„Eins og áður sagði höfum við
beint sjónum okkar að Schengen-
samstarfinu sérstaklega og þróun
þess. Þá höfum við rætt umhverf-
ismál, áhrif EES-aðildar á
íslenska löggjöf, hvernig staðið er
að þátttöku Íslands í undirbúningi
að gerðum Evrópusambandsins,
þjóðréttarlegt eðli samstarfsins
á grundvelli EES-samningsins,
stjórnarskrá Evrópusambandsins
og áhrif hennar á EES-samstarf-
ið, valdmörk milli ESB-ríkja og
valdstofnana ESB. Við munum
ræða byggðamál, rannsókna- og
menntamál auk utanríkis- og
öryggismála,“ segir Björn og
bætir við:
„Þegar rætt er um þessi mál
má ekki gleyma því, að Íslending-
ar hafa nú tíu ára reynslu af EES-
aðildinni og segja má, að störf
nefndarinnar taki mið af þeirri
reynslu og þekkingu, sem aflað
hefur verið.
Nefndarmenn hafa nálgast
verkefni sitt af alúð og viðleitni
til að afla sem gleggstra upp-
lýsinga í stað þess að ræða eigin
skoðanir eða pólitískan ágreining,
sem kann að vera innan nefndar-
innar – á það hefur ekkert reynt,
hve hann er mikill, þótt áherslur
manna séu að sjálfsögðu mismun-
andi og birtist til dæmis í því,
hvernig spurningar þeir leggja
fyrir gesti nefndarinnar.“
„Eftir að þeir málaflokkar
sem nefndin vill skoða hafa verið
brotnir til mergjar, og samin hafa
verið drög að skýrslu nefndarinn-
ar, kemur að því að nefndarmenn
þurfa að taka afstöðu til álitaefna,
um margt verða þeir sammála
en annað ósammála og ættu nið-
urstöður nefndarinnar að end-
urspegla ólíkar áherslur,“ segir
Björn.
Ósammála forsætisráðherra
Fyrir utan þessar spurningar sem
lúta að starfi Evrópunefndarinn-
ar sérstaklega var Björn spurður
hvernig hann mæti útspil Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra
í ræðu sinni á Viðskiptaþingi á
dögunum, um að hann teldi víst
að Ísland verði gengið í ESB árið
2015.
„Ég tel, að Íslendingar sæki
ekki um aðild að Evrópusamband-
inu bara til að sækja um aðild
heldur vegna einhverra hags-
muna, sem knýja þá til þess.
Ágreiningur um aðild er innan
allra stjórnmálaflokka og það
getur ekki verið markmið neinna
að opna þann ágreining eða deil-
ur milli flokka, nema unnt sé að
benda á skýra hagsmuni og segja,
að þeim verði ekki borgið án aðild-
ar. Enginn stjórnmálaflokkanna
hefur aðild á dagskrá sinni, en
hins vegar hefur það gerst áður,
þegar álíka langt er til þingkosn-
inga og nú, að menn taka til við
að tala eins og aðild að ESB verði
hitamál í næstu þingkosningum,
en svo lækkar risið á því tali,
þegar nær dregur kosningunum.
Ég held, að reyndin verði hin
sama fyrir þingkosningarnar 2007,
að enginn flokkur hafi ESB-aðild
á stefnuskrá sinni, vegna þess að
engir hagsmunir knýja flokka til
slíkra ákvarðana. Á öllum sviðum
efnahags- og atvinnumála erum
við almennt séð betur sett en
ESB-ríki.
Kjósendur hafa ekki neinn sér-
stakan áhuga á Evrópuumræðum.
Næsta kjörtímabili lýkur 2011
– ef menn telja Ísland verða í ESB
fyrir 2015, þyrfti að breyta stjórn-
arskrá á því kjörtímabili til að búa
í haginn fyrir aðild – er líklegt að
það verði gert? Nú er stjórnar-
skrárnefnd að störfum – er hún að
ræða breytingu á stjórnarskránni
til að búa í haginn fyrir aðild?
Ég hef ekki heyrt um það,“ segir
Björn.
„Halldór Ásgrímsson gaf sér
þá forsendu, að Bretar, Danir og
Svíar hefðu tekið upp evruna og
þess vegna myndum við sækja um
aðild, því að við gætum ekki hald-
ið fast í krónuna við þær aðstæður.
Er eitthvað sem bendir til þess, að
Bretar varpi pundinu fyrir róða
fyrir 2015? Breskir stjórnmála-
menn eru ekki á þeim buxunum
– þeir sjá engan hag Breta af því,“
segir Björn.
Óvæntan atburð þarf til
„Saga síðustu ára kennir okkur,
að hinir ólíklegustu atburðir geta
gjörbreytt afstöðu þjóða,“ segir
Björn.
„Ég held, að það þurfi einhvern
atburð, sem kæmi verulega á
óvart, til að Íslendingar sæju hag
sínum best borgið með aðild að
ESB fyrir árið 2015. Fyrir utan
að við vitum ekkert hvernig ESB
verður árið 2015 og þess vegna
ekki heldur, hvað felst í hugtak-
inu aðild, sem tengd er ártalinu
2015.“
audunn@frettabladid.is
BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra og formaður nefndar um Evrópumál sem forsætisráðherra skipaði fyrir hálfu öðru ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Knýjandi hagsmunir ráði förNEFND UM EVRÓPUMÁL■ skipuð af forsætisráðherra í júlí 2004
Davíð Oddsson þáverandi forsætis-
ráðherra skipaði í júlí 2004 nefnd um
Evrópumál sem ætlað var eftirfarandi
starfssvið:
„Nefndin skal greina umræðu og
helstu staðreyndir um tengsl Íslands
við Evrópusambandið og um hugs-
anlega aðild Íslands að ESB. Áhersla
er meðal annars lögð á að könnuð
verði framkvæmd EES-samningsins,
hvort og þá hvers konar undanþág-
ur séu veittar í aðildarsamningum
að Evrópusambandinu, hvað aðild
myndi kosta ríkissjóð til lengri og til
skemmri tíma litið og hverjir væru
kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland.
Auk þess sem skilgreind verði staða
Íslands miðað við hina nýsamþykktu
stjórnarskrá ESB. Þá verði á vettvangi
nefndarinnar rædd þau álitaefni
önnur að því er tengsl Íslands og
Evrópusambandsins varða og nefndin
telur til þess fallin að skýra stöðu
Íslands sérstaklega í þessu samhengi.
Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störf-
um fyrir lok kjörtímabilsins.“
Í NEFNDINNI SITJA EFTIRTALDIR,
FULLTRÚAR ALLRA STJÓRNMÁLA-
FLOKKA SEM SÆTI EIGA Á ALÞINGI:
Samkvæmt tilnefningu Sjálfstæðis-
flokks:
Björn Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra, formaður
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs-
ráðherra
Samkvæmt tilnefningu Framsóknar-
flokks:
Jónína Bjartmarz alþingismaður
Hjálmar Árnason alþingismaður
Samkvæmt tilnefningu Samfylking-
arinnar:
Össur Skarphéðinsson, alþingis-
maður
Bryndís Hlöðversdóttir, prófessor
Samkvæmt tilnefningu Vinstri hreyf-
ingarinnar-græns framboðs:
Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþing-
ismaður
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður
Samkvæmt tilnefningu Frjálslynda
flokksins:
Brynjar Sindri Sigurðsson markaðs-
fræðingur
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra spáði því á Viðskiptaþingi á dögunum
að Ísland yrði gengið í ESB fyrir árið 2015. Með þessari yfirlýsingu sinni
opnaði Halldór fyrir nýjar umræður um Evrópustefnu Íslands.
Hann tók reyndar fram að hann teldi forsendur fyrir ákvörðun
um málið ekki fyrir hendi nú, þar sem umræðan um málið sé
ekki nógu þroskuð.
Þetta er rétt hjá Halldóri. Sú umræða sem þó hefur farið fram
um Evrópumál á Íslandi fram til þessa má segja að beri einkenni
krampalömunar; hún tekur kast af og til en liggur í dvala þess á
milli - og almenningur er litlu nær þótt köstunum fjölgi.
Fréttablaðið hyggst nú leggja sitt af mörkum til að „þroska“
umræðuna um stöðu og valkosti Íslands í Evrópusamstarfi. Í
greinaflokki sem nú hefur göngu sína verður gerð tilraun til að kortleggja
stöðuna, útskýra hvar við Íslendingar erum staddir í Evrópusamstarfi og
greina valkostina sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Markmiðið
er að koma á framfæri með skilmerkilegum hætti upplýsingum um Evrópu-
málin og mati hinna ýmsu aðila á því hvar við stöndum og hvert við stefnum
eða eigum að stefna. Jafnframt verður leitazt við að útskýra þá þróun sem
Evrópusambandið er að ganga í gegnum, enda er nauðsynlegt að fylgjast
vel með breytingum þar á bæ til að hægt sé að meta hvort full ESB-aðild sé
með tímanum að verða fýsilegri fyrir Íslendinga eða ekki.
Viðbrögð við ummælum forsætisráðherra hafa opinberað
ágreining milli forystu stjórnarflokkanna um mat á stöðunni
og framhaldinu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði fréttamönnum í Stokkhólmi nokkrum
dögum eftir ræðu Halldórs á Viðskiptaþingi að hann væri
ósammála Halldóri. Ísland myndi ekki ganga í ESB í fyrirsjáanlegri
framtíð. Ríkisstjórnin væri ekki einu sinni að kanna möguleikann
á aðild.
Þetta mat forystu Sjálfstæðisflokksins kemur líka skýrt fram í
ummælum Björns Bjarnasonar hér á síðunni, en hann er formaður
þverpólitískrar Evrópunefndar sem forsætisráðherra skipaði fyrir hálfu öðru
ári og er nú í miðju kafi að vinna að úttekt á Evrópumálunum. Athyglisvert
verður að sjá hvort skýrsla Evrópunefndarinnar, sem á að liggja fyrir nokkrum
mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar, skapi alvöru umræðu um Evrópu-
stefnuna í kosningabaráttunni. Að minnsta kosti er ástæða til að vona að hún
verði til þess að færa umræðuna nær þeim þroska sem Halldór Ásgrímsson
segir hana skorta.
Að vera eða vera ekki - í ESB fyrir 2015
„Ég held, að það þurfi ein-
hvern atburð, sem kæmi veru-
lega á óvart, til að Íslendingar
sæju hag sínum best borgið
með aðild að ESB fyrir árið
2015.“