Fréttablaðið - 19.02.2006, Page 12
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR12
timamot@frettabladid.is
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og systur.
Þóru Halldórsdóttur
Eyrarholti 20, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild
21A, Landspítalans við Hringbraut, fyrir einstaklega
góða umönnun.
Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson
Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir Halldór A. Þórarins-
son
Valdís Þóra Gunnarsdóttir
Sara Lind Gunnarsdóttir Páll Þórir Jónsson
Barnabörn og systkini.
Afmæli
Halldóra Sjöfn
Róbertsdóttir
19.02.1966
Fyrirmyndarforeldri Hafnarfjarðar
og hárgreiðslukonan er 40 ára í dag.
Þeir sem vilja gleðja hana á afmælis-
daginn er bent á ferðasjóð dr.Ruth
KNUT HAMSUN (1859-1952)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Í ellinni erum við líkt og
bunki af bréfum sem einhver
hefur sent. Við erum ekki
lengur í fortíðinni heldur
erum komin á áfangastað.“
Knut Hamsun var norskur rithöfundur
sem hlaut nóbelsverðlaun árið 1920.
MERKISATBURÐIR
1942 Japanskar herflugvélar
ráðast á Darwin í Ástralíu.
1945 Bandarískt herlið kemur í
land í Iwo Jima í Japan með
30 þúsund manna herlið.
1976 Íslendingar slíta stjórnmála-
sambandi við Breta vegna
flotaíhlutunar þeirra.
1985 Cherry kók, eða kók með
kirsuberjabragði er kynnt í
fyrsta sinn.
1992 Kvikmyndin Börn náttúr-
unnar er tilnefnd til óskars-
verðlauna.
2000 Knattspyrnuhöllin í Reykja-
nesbæ er vígð.
Á þessum degi árið 1997 andaðist
æðsti leiðtogi Kínverja, Deng
Xiaoping, 92 ára að aldri. Hann
hefði þá verið heilsuveill í nokkur
ár og hafði ekki sést opinber-
lega síðustu þrjú ár. Talið var
að leiðtoginn hafi verið haldinn
parkinsonveiki og dáið úr lungna-
kvilla. Þrátt fyrir að Xiaoping hafi
opinberlega sest í helgan stein
árið 1992 var ljóst að engin
stór ákvörðun var tekin án hans
samþykkis.
Deng fæddist í ágúst 1904 í
Kína en hélt sextán ára til náms
í Frakklandi og kynntist þar
marxisma. Hann sneri aftur heim
árið 1927. Hann giftist þrisvar á
sinni lífstíð og eignaðist fimm
börn með síðustu eiginkonu sinni.
Hann var þekktur fyrir að vera
leiðtoginn sem braut aftur mót-
mæli stúdenta á torgi hins himn-
eska friðar árið 1989. Honum
var hins vegar einnig eignaður
heiðurinn af því að opna Kína fyrir
alþjóðlegum viðskiptum. Hann
einkavæddi landbúnað Kínverja
og innleiddi kapítalíska framleiðs-
hætti í iðnaði og þjónustu. Hann
þótti harðlínumaður í stjórnmál-
um og tók ekki mjúklega á þeim
sem voru ósammála honum.
Jarðarför Dengs var sú stærsta
síðan Maó formaður sjálfur var
lagður til hinstu hvílu. Að morgni
24. febrúar hafði öll þjóðin verið
beðin um að hafa hljóð í þrjár
mínútur. Þá voru fánar í hálfa
stöng um landið allt í heila viku.
ÞETTA GERÐIST > 19. FEBRÚAR 1997
Leiðtoginn Deng Xiaoping andast
DEN XIAOPING
Fjölmennur stofnfundur
atvinnuþróunarfélags Voga
og Vatnsleysustrandar var
haldinn í Vogum á dögun-
um.
Þar lýstu fundarmenn
áhyggjum sínum yfir þróun
atvinnumála en töldu að
möguleikar til atvinnusköp-
unar væru miklir í sveitar-
félaginu. Þá væri eðlilegt að
hin mikla ónýtta jarðorka í
landi Voga- og Vatnsleysu-
strandar yrði nýtt atvinnu-
lífi sveitarfélagsins til
framdráttar.
Á fundinum var kosin
stjórn og Þórður Guðmunds-
son var valinn formaður
hins nýstofnaða félags. ■
Efla atvinnu-
sköpun í Vogum
NÝ STJÓRN Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Voga- og Vatnsleysustrandar
var fjölmennur.
Góa mætir með pilsaþyt
á morgun þegar konudag-
urinn gengur í garð. Birna
Þórðardóttir, undir nafninu
Menningarfylgd Birnu ehf,
ætlar að bjóða konum jafnt
sem körlum í gönguferð um
slóðir kvenna í Reykjavík í
tilefni dagsins.
„Konur hafa alls staðar
verið,“ segir Birna glaðlega
um innihald göngunnar. Hún
ætlar að tengja hana bæði
við það sem minnir á konur
og einnig ætlar hún að velta
fyrir sér af hverju kvenna
er ekki minnst á ákveðnum
slóðum. Til þess notar hún
til að mynda götuheiti enda
eru þau oftar tileinkuð karl-
anöfnum en konu.
Ein af uppáhaldsgötum
Birnu er Freyjugatan enda
er gyðjan Freyja um margt
merkileg og ein af sterku
konunum úr goðafræðinni.
Einnig er gaman að velta
fyrir sér örlögum þeirra
Hallveigar og Ingólfs sem að
sögn bjuggu fyrst í Reykja-
vík. „Ingólfur fær stræti á
meðan Hallveig ræfillinn
fær bara stíg,“ segir Birna
glettin en hún hefur leitt
slíka göngu einu sinni áður
í tengslum við vetrarhátíð
á síðasta ári og mæltist hún
vel fyrir.
Gangan hefst á Skóla-
vörðuholti klukkan eitt
og lýkur um klukkutíma
síðar í Mæðragarðinum
við Lækjargötu. Á það vel
við enda stendur þar lista-
verkið Móðurást eftir Nínu
Sæmundsen. Það var fyrsta
útilistaverkið í borginni
sem ekki var minnismerki
um karl, en verkið var sett
upp árið 1930. ■
Þræðir slóðir kvenna í Reykjavík
BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Leiðir göngumenn um slóðir kvenna í miðbæ
Reykjavíkur.
AFMÆLI
Hilmar Oddsson
kvikmyndaleikstjóri er
49 ára.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson stjórn-
málafræðiprófessor er
53 ára.
Helgi Már Arthúrs-
son, upplýsingafull-
trúi heilbrigðisráðu-
neytis, er 55 ára.
Sigurður Ingi
Ásgeirsson kvik-
myndagerðarmaður
er 56 ára.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1865 Sven Hedin
landkönnuður.
1859 Svante August
Arrhenius, eðlisfræð-
ingur og nóbels-
verðalaunahafi.
1743 Luigi Boccherini
tónskáld.
1473 Nikulás Kópern-
ikus stjörnufræðingur.
Í dag fagnar Hafnfirðingurinn og
íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnús-
son fertugsafmæli sínu. Hörður tekur
þessum tímamótum með jafnaðargeði
og hafði engin sérstök áform fyrir
afmælisdaginn þegar blaðamaður sló á
þráðinn. Hann reiknaði þó með að gera
sér einhvern dagamun í tilefni dagsins.
Þó sjálfur afmælisdagurinn hafi
verið lauslega skipulagður var Hörður
búinn að áforma að halda rækilega upp
á afmælið með tæplega fimmtíu vinum
og kunningjum á laugardagskvöldið
með strákapartíi heima hjá sér.
Framundan hjá Herði á fertugasta
aldursárinu er að taka gott frí. Hann
reiknar jafnvel með að fara í ferðalag
þar sem hann á inni þrjá mánuði í upp-
safnað frí. Ferðaáform eru öll á byrjun-
arstigi og engar ákvarðanir hafa verið
teknar um ákvörðunarstað enn sem
komið er segir Hörður.
Hörður er ekki eini fjölskyldumeð-
limurinn sem fagnar stórafmæli um
þessar mundir en faðir hans, Magnús
Ólafsson, varð einmitt sextugur á föstu-
daginn. Aðspurður hvort að feðgarnir
myndu gera eitthvað sérstakt saman
vegna stórafmæla beggja segir Hörður
ekkert slíkt á dagskránni. Magnús vildi
sjálfur enga stórveislu og ákvað að láta
sig hverfa upp í sveit í sumarbústað með
konunni yfir helgina.
Hörður gerði ráð fyrir að fara upp
í bústað á föstudagskvöldið til að sam-
gleðjast föður sínum.
HÖRÐUR MAGNÚSSON Ætlar að taka því rólega á afmælisdaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/
HÖRÐUR MAGNÚSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR: FERTUGUR Í DAG
Hélt partí fyrir strákana