Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 19. febrúar 2006 Navision Small Business er öflugur viðskiptahugbúnaður sem heldur utan um allar viðskipta- og fjárhagsupplýs- ingar fyrirtækisins og gefur þér skjótan aðgang að öllu sem þú þarft að vita til þess að hámarka framlegð og ná fram hagræðingu í rekstri. • Fjárhagsgrunnur • Fjárhagsbókhald • Viðskiptamenn • Sölureikningar • Lánardrottnar • Birgðir Maritech er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri. Hjá okkur starfar stór hópur vel menntaðra sérfræðinga sem notar upplýsingatæknina til þess að hjálpa þér að ná betri árangri. Maritech hefur þróað fjölda viðbóta við Navision viðskiptahugbúnaðinn sem eru lagaðar að þörfum íslenskra fyrirtækja. Einfalt og þægilegt viðmót Einföld uppsetning Íslenskar handbækur Staðlaðir bókhaldslyklar Miklir stækkunarmöguleikar Tenging við aðrar lausnir Fjöldi viðbótarlausna Microsoft samhæft Aðgangur að þjónustuborði Fjöldi námskeiða í boði Hringdu núna í síma 545-3200 Fjárfesting til framtíðar Þú þarft að þekkja eigin rekstur til að geta keppt við aðra Verð frá kr. 130.900* Öll verð eru án vsk. *Verð miðast við einn notanda Myndasöguhöfundurinn Frank Miller hefur í gegn-um tíðina gert kraftaverk fyrir sígildar ofurhetjur á borð við Daredevil og Batman. Rifið kappana upp úr doða og stöðn- un og þróað persónur þeirra í nýjar og spennandi áttir. Hann er nú byrjaður að leggja drögin að óvenju djarfri Batman-sögu þar sem hann sigar Leðurblökumann- inum á sjálfan Osama Bin Laden. Sagan heitir Holy Terror Batman og vísar í gamalkunna upphrópun Robins í gömlu Batman sjónvarps- þáttunum með Adam West og Burt Ward. Grímulaus áróður Batman hefur glímt við geðveika skúrka og glæpamenn á borð við Jókerinn, Kattarkonuna og Mör- gæsina í hátt í sex áratugi en hefur látið raunverulega skúrka af holdi og blóði eiga sig. Holy Terror Bat- man fjallar um árás hryðjuverka- manna á Gothamborg og eins og gefur að skilja bregst Leðurblöku- maðurinn hinn versti við þegar heimaborg hans er ógnað. Miller fer ekki leynt með það að saga hans um baráttu Batmans og Osama Bin Laden sé áróður og segir að Batman muni sparka hressilega í „helling af al-Kaída rössum.“ „Ég vildi óska þess að skemmtikraftar samtímans væru jafn hugrakkir og einbeittir og þeir sem tókust á við Hitler á sínum tíma,“ sagði Miller á myndasöguráðstefnu á dögun- um. „Mér finnst það hreinlega út í hött að Batman sé að eltast við Gátumanninn þegar al Kaída er á kreiki.“ Miller finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að myndasögur takist á við samtíma sinn og líkir í þessu sam- bandi nýju sögunni sinni við kvik- myndina Dirty Harry frá árinu 1971 en þar spratt hetjan og rudda- löggan Harry Calahan fram á sjón- arsviðið og tók glæpamenn fanta- tökum en Miller segir persónuna hafa verið viðbragð við aukningu glæpa og ofbeldis í úthverfum bandarískra stórborga. Djarfur leikur Það efast fáir um að Miller sé síður en svo að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur það ekki gefist vel á undanförnum áratugum að blanda ofurhetjum of náið saman við atburði líðandi stundar. Myndasöguspekingar eru þó flestir sammála um að ef ein- hverjum gæti tekist að láta þetta dæmi ganga upp þá sé það Miller. Miller er þó síður en svo að finna upp hjólið þar sem mynda- söguhetjur og teiknimyndaper- sónur blönduðu sér til dæmis í seinni heimstyrjöldina með ágætis árangri. Þannig gerði til dæmis Daffy Duck Adolf Hitler lífið leitt í teiknimyndum frá stríðsárunum og Captain America kýldi Hitler kaldan á forsíðu myndasögublaðs sem kom út nokkrum mánuðum fyrir árás Japana á Pearl Harbor. Þá skrapp eineygði harðjaxlinn Nick Fury til Víetnam með sína brjáluðu herdeild á meðan það stríð stóð sem hæst. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta afturhvarf Millers til fortíð- ar eigi erindi við nútímalesendur sem virðast eins og fyrr segir ekk- ert sérstaklega spenntir fyrir því að láta myndasögur draga sig inn í milliríkjadeilur og raunveruleg stríðsátök. Köngulóarmaðurinn brást til dæmis snarlega í sögu sem kom út eftir árásina á Tvíbura- turnana árið 2001. Þar var hann einn þeirra fyrstu á vettvang til þess að hjálpa til við að hreinsa til í brakinu en sagan þótti fara offari í væmni og tilfinningasemi og höfðaði engan veginn til dyggra aðdáenda Köngulóarmannsins. „Reynslan hefur sýnt að þegar ofurhetjumyndasögur fara of nálægt því sem er að gerast í raun- veruleikanum þá mistekst þeim,“ segir Joe Field, eigandi Flying Colors Comics. „Almennt virðast lesendur forðast myndasögur sem eru of raunveruleikatengdar.“ „Það skiptir samt engu máli hvað Miller gerir. Það verður alltaf áhugavert og jafnvel þó að þetta verði klúður mun fólk kynna sér söguna.“ Verður alltaf umdeildur Frank Miller er þekktur fyrir að fara sér hægt og því er ómögulegt að segja til um hvenær Holy Terror Batman kemur fyrir augu lesenda en það má hins vegar bóka að hún verður umdeild þegar það gerist. Þá er það einnig ljóst að Miller teflir ekki aðeins djarft gagnvart lesendum heldur einnig múslimum sem hafa sýnt svo ekki verður um villst undanfarið að þeir kunna því mátulega vel að verða skotspónn myndasöguhöfunda. Þá er það síður en svo víst að Miller og Batman verði eitthvað ágengt í atlögu sinni að al-Kaída en þeir sem þekkja til verka Millers efast þó varla um að bókin verði áhugaverð, spennandi og síðast en ekki síst ofbeldisfull. „Þessi saga mun ekki binda enda á hryðjuverk,“ segir skop- myndateiknarinn Larry Gonick sem hefur gert fjöldann allan af sögulegum myndasögum. „Þá má ætla að tilhneiging Millers til þess að sýna sadisma sem sjálfsagðan hlut muni styrkja lesendur í þeirri trú að pyntingar séu réttlætanleg- ar. Sjónvarpsþátturinn 24 og Sin City sögur Millers hafa til dæmis haft þessi áhrif.“ Frank Miller er gríðarlega áhrifamikill í myndasöguheim- inum og það má segja að hann standi nú á hátindi ferils síns eftir að Sin City bíómyndin sem bygg- ir á samnefndum bókum hans sló í gegn. Miller er líka síður en svo ókunnugur Leðurblökumanninum og lífgaði heldur betur upp á Bat- man upp úr 1980 með sögu sinni The Dark Knight Returns. Þar var Batman kominn á eftirlaunaár og hættur öllum sínum krossferðum en tók sig svo til, fór aftur í bún- inginn og byrjaði að berja á glæpa- hyski Gotham-borgar. Bókinni fylgdi hann eftir með The Dark Knight Strikes Again og þá er bók hans Batman: Year One ekki síður lykilrit í Batmanfræðunum. Þar kemur hann með sína sýn á sköp- unarsögu Leðurblökumannsins og þessi saga er í raun hryggjar- stykkið í nýjustu Batman mynd- inni Batman Begins. Miller er svo að gefa út söguna Batman&Robin í myndasögublöðum um þessar mundir en þar reynir hann að rétta hlut aðstoðarmannsins Robin sem hefur ekki beinlínis átt upp á pall- borðið hjá aðdáendum Batmans á síðari árum. Það er því óhætt að segja að Miller þekki Batman frá öllum hliðum og því full ástæða til að láta sig hlakka til Holy Terror Batman þó biðin eftir henni gæti orðið löng. thorarinn@frettabladid.is Batman hjólar í Bin Laden
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.