Fréttablaðið - 19.02.2006, Side 64

Fréttablaðið - 19.02.2006, Side 64
 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR24 baekur@frettabladid.is Þýskir gagnrýnendur keppast nú við að lofa fyrra bindi skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, en bókin kom út í Þýska- landi fyrir skömmu. Bókin hefur hlotið afar góðar móttökur og fengið lofsam- lega dóma í fjölmiðlum í Þýskalandi og Sviss. Á útvarpsstöðinni Deutchlands- radio sagði Katharina Döbler gagnrýn- andi að Guðbergur miðlaði frekar hug- hrifum en frásögnum í bernskulýsingum sínum og umfjöllun um foreldra sína og aðrar persónur úr bernsku sinni. „Allt þetta fólk lifnar skamma stund í stuttum lýsingum, í tali sínu og tilburðum – en það fær aldrei hið endanlega yfirbragð skáldaðra sögupersóna.“ Döbler dregur einnig fram hugtakið „töfrar bernskunn- ar“ og segir þann slitna merkimiða ekki eiga við bók Guðbergs þó hann lýsi vissulega dulmagninu sem börn skynja „í sínum eigin heimi og telja skýringu á öllu því óskiljanlega sem hinir fullorðnu gera og staðhæfa“. Hún segir ríkjandi grunntóninn hins vegar raunsæislegan eins og „gamlar svarthvítar ljósmyndir, blandaðan blíðlegri íhygli og stöðugum hugleiðingum um það hver þau voru eiginlega í raun og veru – faðir og móðir, afi og amma.“ Wolfang Müller segir í Die Tagezeitung að tónar Guðbergs séu „tærir, gegnsæir, og töfrandi feg- urð þeirra suðar í höfði manns.“ Í einu stærsta dagblaði Sviss, Neue Zürcher Zeitung skrifar Andreas Breitenstein að bókin sé full af „kröft- u g u m myndum og sterkum sögum sem fjalla um arfteknar andstæður tilverunnar: um tímann og eilífðina, líf og dauða, menn- ingu og náttúru, konuna og karlmann- inn, fegurð og ljótleika, von og örvænt- ingu.“ Breitenstein heldur svo áfram og segir ljóðrænan texta mynda Guðbergs „meitlast í huga les- andans. Hvort heldur um er að ræða víðáttur sálarinnar eða náttúruna – athuganir GB ein- kennast af hárfínni nákvæmni og óendanlegri dýpt. Tungu- tak hans er tilgerðarlaust og vekur engu að síður ljómann í leyndardómi hlutanna.“ Þjóðverar lofa Guðberg > Bók vikunnar Hæðir Machu Picchu eftir Pablo Neruda. Þessi fallega ljóðabók kom út fyrir jólin og fór ekki mjög hátt í bægslagangi jólabóka- flóðsins. Hæðir Machu Picchu er hluti af stærri ljóðbálki sem nefnist Canto general og eru ljóðin um ferð skáldsins til Inkaborgarinnar Machu Picchu. Neruda fæddist laust eftir aldamótin 1900 og lést árið 1973, tveimur árum eftir að nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir féllu honum í skaut. Guðrún Tulinius þýddi bókina sem er myndskreytt af Rebekku Rán Samper og Antonio Hervas Amezcua sem sækja innblástur í Inkaborgina. Margir rithöfundar sem skrifað hafa um starf sitt hafa lýst angistinni sem fylgir því að stara á auða blaðsíðu. Eflaust er orðið nærtækara að tala um auðan skjá, en vandinn er samur og myndin er áhrifameiri með auðri blað- síðu sem rennt er í gegnum ritvél og blasir síðan við, tandurhrein, skjanna- hvít – og gersamlega tóm. Tóm eins og hugur höfundarins sem verður örvæntingarfyllri með hverri mínútu sem líður. Var ekki hryllingsmyndin Shining um þetta, þegar allt kom til alls? Rit- höfundurinn sem Jack Nicholson lék starði á auða blaðsíðuna þar til hann skrifaði aftur og aftur upp sömu setninguna (All work and no play makes Jack a dull boy): „Alltaf þegar ég er hér og þú heyrir mig vélrita,“ æpti hann á konu sína, „eða þú heyrir mig ekki vélrita, þá er ég að vinna, skilurðu!“ Að stara á blaðsíðuna og bíða eftir hugljómun, hugmynd, eða bara hug- dettu – það er hálfur vinnutími þeirra sem skrifa „upp úr sér“, semja skáld- verk. Hvað má verða til bjargar? „Tvennt þarf til að geta skrifað,“ mun þýska skáldið Goethe hafa sagt: „Hæfileika og atburð.“ Og þá er ekki endilega átt við atburðinn sjálfan, því skáldskapurinn gerist í orðunum, heldur umhugs- unina um atburðinn, myndina sem hann kveikir. Það er ekki frásagnarvert að rithöfundur fari í leikhús, en segjum nú að hann hafi ekki farið á sýning- una, heldur standi í anddyrinu á eftir og heyri tal tveggja manna sem eru á leið út, og hann heyrir þá tala um sýninguna, jafnvel kýta um túlkun atburða, og þá er hann að nálgast söguefni: „Hverjir eru þessir menn? Af hverju er skynjun þeirra svona ólík? Hvers vegna fóru þeir saman í leikhús?“ Að skálda snýst ekki um skilning, heldur sýn. Skáldskapur fjallar kannski ekki alltaf um gátu lífsins, en iðulega um gáturnar í lífinu. Það getur verið uppspretta skáldskapar að skilja eitthvað ekki, eða misskilja. „Meinvill í myrkrunum lá“ segir í jólasálminum. „Hver er þessi Meinvill?“ spurði Einar Kárason í kvæði. Og við getum haldið áfram og spurt hvað hann hafi gert af sér til að liggja svona í myrkrinu, hvaða voveiflegu atburðir urðu þess valdandi? Hvað gerir skiltamaður? Það var helsta áhyggjuefni mitt þegar ég hafði séð Kardimommubæinn sem barn (út af orðum Bastíans: „er skylt að maður sé“). Er kannski hægt að segja sögu um skiltamann? „Hann kemur eldsnemma í vinnuna og það er búið að breyta skiltinu hans...“ Gáturnar búa í orðunum, og þær geta líka búið í nöfnum. Minningar- mörk í Hólavallagarði, hét bók eftir Björn Th. Björnsson, og kveikir ólíkt fleiri hugleiðingar en ef hún hefði bara borið nafnið Legsteinar í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Eins er það með nöfn á persónum: David Copperfield, indjáninn Winnetou, prófessor Moriarty, Nebúkadnesar Nebúkadnesarson: Hvað kom fyrir þetta fólk? Hvað býr í einu nafni? Rithöfundurinn Sten Nadolny lýsti einu sinni í ritgerð angist skáldsins andspænis auðri blaðsíðunni. Sem hann starir og starir á, uns hann veit- ir því athygli að pappírinn er ekki alveg hvítur, hann er dálítið gulnaður, einkennilegur. Hann snýr blaðinu við og viti menn, aftan á eru einhverjar dularfullar setningar með rithönd frá átjándu öld. Svona gáta kveikir minnst 300 blaðsíðna sögu, en þá verður líka orðið Saragossa að koma fyrir ein- hvers staðar í titlinum. Angist hinnar auðu síðu Borgarbókasafn býður til rútu- ferðar um bókaslóðir á höfuð- borgarsvæðinu á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar, fimmtudaginn 23. febrúar. Lagt verður af stað frá aðalsafninu í Tryggvagötu 15 20.15 og tekur ferðin um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Ferðinni lýkur á sama stað og hún byrjar, við Grófarhús. „Við byrjum niðri í miðbæ og keyrum alla leið upp í Grafarholt í gegnum Vogana að Kleppi þar sem Englar alheimsins áttu sér meðal annars stað. Það verður svo ekið upp í Breiðholt, þaðan í Árbæinn og svo í Grafarholtið,“ segir Ingi- björg Rögnvaldsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Borgarbókasafninu. Á bakaleiðinni verður ekið vestur í bæ á slóðir Djöflaeyjunnar og svo endum við aftur á safninu. Leiðsögumenn verða þær Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur og Margrét Árnadóttir leikari og einnig munu rithöfundar og fleiri gestir stíga um borð, þar á meðal Andri Snær Magnason, Óskar Árni Óskarsson og Steinunn Sigurðardóttir. „Við munum taka höfundana upp í á þeirra slóðum, ef svo má segja, en Andri Snær verður þó líklega með okkur frá upphafi. Hann mun lesa fyrir farþega rút- unnar og Óskar mun lesa úr ljóð- um sínum sem tengjast Breiðholt- inu og Blesugrófinni.“ Borgarbókasafnið hefur áður staðið fyrir bókmenntagöngum en þetta er fyrsti bíltúrinn sem safn- ið leggur upp í. „Það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að fara í gönguferðum og við vildum prufa að víkka þetta aðeins út með þessu móti,“ segir Ingibjörg. Ferðalagið er ókeypis en þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að skrá þátttöku fyrir 21. febrúar í síma 563-1717 eða með tölvupósti: kristin.vidarsdott- ir@reykjavik.is. ■ Rúntað um söguslóðir ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Mun ásamt Márgréti Árnadóttur leiða rútufarþega Borgarbókasafnsins um sögusvið íslenskra bókmennta í Reykjavík. GUÐBERGUR BERGS- SON RITHÖFUNDUR HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR HEILDARLISTI 1 SUMARLJ., OG SVO KEMUR NÓTTINJÓN KALMAN STEFÁNSSON 2 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 3 ÍSLANDSATLASHANS H. HANSEN 4 HVAR ER VALLI?MARTIN HANDFORD 5 ENDALAUS ORKAJUDITH MILLDGE 6 LOST IN ICELAND SIGURGEIR SIGURJÓNSSON 7 SP.-ÍSL. / ÍSL.-SPÆNSK ORÐABÓKORÐABÓKAÚTGÁFAN 8 RONJA RÆNINGJADÓTTIRASTRID LINDGREN 9 ÞRIÐJA TÁKNIÐYRSA SIGURÐARDÓTTIR 10 VIÐ ENDA HRINGSINSTOM EGELAND SKÁLDVERK - KILJUR 1 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 2 MINNINGAR GEISJUARTHUR GOLDEN 3 DAUÐARÓSIRARNALDUR INDRIÐASON 4 BLÓÐSKULDMICHAEL CONNELLY 5 MÝRINARNALDUR INDRIÐASON 6 ENGLAR OG DJÖFLARDAN BROWN 7 GRAFARÞÖGNARNALDUR INDRIÐASON 8 ALKEMISTINNPAOLO COELHO 9 MÓÐIR Í HJÁVERKUMALLISON PEARSON 10 KARÍTAS ÁN TITILSKRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR „Vika leið, og ég hafði ekki fengið skilaboð frá neinum. Tómarúmið, sem ég upplifði þar með, olli mér meiri hrell- ingum en allt annað sem við höfðum áður lent í. Veggirnir í íbúðinni ætluðu að kæfa mig á sekúndufresti, ég varð að beita mig hörðu til að öskra ekki upp yfir mig.“ - Liza Marklund gerir angist konu sem er á flótta undan ofbeldisfullum eiginmanni sínum frábær skil í Friðlandi. LISTARNIR ERU GERÐIR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 08.02.06 - 14.02.06 Í PENNANUM EYMUNDSSON OG BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR METSÖLULISTINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.