Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 69
FRÉTTIR AF FÓLKI Britney Spears segist hlakka til að snúa aftur í poppheiminn. „Þetta hljómar kannski furðulega en ég sakna þess að ferð- ast, sjá framandi staði, vera með dönsurunum og skemmta mér,“ sagði hún og bætti við að henni fynd- ist enginn hafa komið í hennar stað. „Ég hef ekki enn séð nokkurn sem staðið hefur sig stórkostlega. Þetta hefur verið frekar leiðinlegt og enginn hefur heillað mig upp úr skónum.“ Heath Ledger segist ansi skeptískur á að hann vinni óskarsverðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki vegna þess að hinir sem eru tilnefndir eru of góðir. Hann keppir við Philip Seymour Hoffman, Joaquin Phoenix, Terrence Howard og David Strathairn um verð- launin. „Það eru svo margir í þessum hópi sem eiga verðlaunin skilin. Ég er að sjálfsögðu stoltur af því að vera tilnefndur en það er líka frábært að taka þátt í kvikmynd sem vinnur svo mörg verðlaun og er svona vel tekið,“ sagði hann hógvær. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hljómsveitin Coldplay ætli að hætta eftir að meðlimir hennar tóku á móti verðlaunum á Brit- verðlaunahátíðinni. Þar sagði Chris Martin; „Fólk er orðið leitt á okkur og við líka. Þið munuð ekki sjá okkur í mörg, mörg ár. Í alvöru.“ Talsmaður hans sagði þó eftir tónleik- ana að orð Martins þýddu alls ekki að hljómsveitin væri að leggja upp laupana. „Þeir munu aðeins taka sér hvíld áður en þeir byrja að vinna í fjórðu plötunni.“ Jennifer Lopez hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við fegurð hennar og segir svefninn helsta vopnið. „Svefninn er mikilvægastur. Ég reyni að sofa að minnsta kost í átta tíma á hverri nóttu. Ég held að svefninn sé það sem virkar best en einnig vatn og góð hreinsi- mjólk,“ sagði hún. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ryan Adams hefur á ferli sínum verið mjög mistækur. Stundum hef ég fengið á tilfinninguna að hann elski sviðsljósið örlítið of mikið. Hann sé of viss um eigin snilligáfu og flýti sér að gefa út plötur áður en hann er með nægilega skotheld- an pakka til þess að heilla gagn- rýnendur, grúskara og rest upp úr skónum. Hann er svo skapandi, og svo ákveðinn í að leyfa engu að liggja kyrru, að hann hefur gefið út átta breiðskífur á þeim sex árum sem eru liðin frá frábærri frumraun hans, Heartbreaker. Engin þeirra hefur náð að standa undir vænting- um miðað við þá plötu. Ryan Adams var staðráðinn í því að gefa út þrjár plötur á síðasta ári og þessi hér, 29, er sú síðasta í röðinni. Hún líður örlítið fyrir það. Það verður seint tekið af Adams að hann er mjög næmur lagahöfundur og flytjandi. Ég man ekki eftir að hafa hann heyrt syngja betur en á þessari plötu. Miðað við hversu hratt platan var unnin þá ætti ekki að koma neinum á óvart að heyra að útsetningar séu mjög einfaldar og vissulega hefði verið hægt að krydda sum lögin örlítið meira, en í heildina virkar þetta vel. Lagið Nightbirds er sér- staklega smekklega unnið, með til- heyrandi gítarendurvarpi á réttum stöðum sem skellur á eyrum hlust- andans eins og brim á klettum á hvassri nóttu. Þetta er nokkuð tilfinninga- þrungin plata og því kemur mér ekkert á óvart að hún skuli fá mis- jafna dóma í erlendu pressunni. Við áttum samt góðar stundir saman. Við Ryan höfum ekki náð svona vel saman síðan ég renndi frumraun hans í gegn í fyrsta skiptið. Birgir Örn Steinarsson Þríleik lokað RYAN ADAMS: 29 Niðurstaða: Ryan Adams endar 2005 þríleik sinn með plötu sem er hlaðin tilfinningum og fegurð. Líklegast besta plata hans frá því að hann gaf út frábæra frumraun sína fyrir sex árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.