Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 70
30 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is KR eða Stjarnan? Bæði. Hvernig er formið? Ágætt. Guðjón Þórðarson eða Atli Eðvaldsson? Báðir. Willum Þór Þórsson eða Pétur Pétursson? Báðir. Hvor titillinn var sætari, 1999 eða 2000? Get ekki gert upp á milli sigra. Hefurðu þurft að hafa afskipti af samherja í lögreglustarfinu? Nei. Hefur handtekið fótboltamann? Hér hvílir þagnarskylda. Af hverju tekurðu fram skóna á ný? Til að komast í form. Muntu spila fram yfir fertugt? Það er ólíklegt. Efiðasti andstæðingur á ferlinum? Margir góðir, get ekkert gert upp á milli. Besti samherji á ferlinum? Margir góðir. Auðveldasti andstæðingur á ferlin- um? Enginn sérstakur. KR er.... hverfisfélag Reykjavíkur. Að vera lögga er... skemmtilegt. MEÐ ÞORMÓÐI EGILSSYNI60 SEKÚNDUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 16 17 18 19 20 21 22 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  18.00 Haukar og Fram mætast í DHL-deild kvenna í handbolta á Ásvöllum. ■ ■ SJÓNVARP  09.10 US PGA Tour á Sýn.  12.10 Enska bikarkeppnin á Sýn Útsending frá leik Liverpool og Man. Utd í gær.  13.05 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Tottenham og Wigan í ensku úrvalsdeildinni.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn.  15.50 Enska bikarkeppnin á Sýn Bein útsending frá leik Chelsea og Colchester.  18.25 Enska bikarkeppnin á Sýn Bein útsending frá leik Aston Villa og Man. City.  20.25 Nissan-Open á Sýn. Bein útsending frá þessum móti sem er hluti af PGA-mótaröðinni.  23.30 NBA á Sýn. Sýndur verður leikur Boston og Chicago í úrslita- keppninni 1986.  01.30 NBA á Sýn. Bein útsending frá Stjörnuleiknum í NBA-deildinni. > KSÍ hefur sótt um Knattspyrnusamband Íslands hefur sóst formlega eftir því að lið frá Íslandi öðlist þátttökurétt í „Royal League“ deildinni, þar sem bestu liðin á Norðurlöndunum spila á veturna. Þetta staðfestir Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, við danska blaðið Berlingske Tidende um helgina. Ekki er þó víst að íslenskt lið fái þátttöku- rétt þar sem forráða- menn deildarinnar eru ekkert sérstaklega hrifnir að því að spila innanhúss, en sú þyrfti raunin að vera þegar spilað væri á Íslandi. „Við erum með frábæra höll en málið er í höndum stjórnenda deildarinnar,“ segir Ómar. Flott hjá Dagnýju Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 28. sæti alpatvíkeppninnar á ÓL í Tórínó í gær sem er mjög viðunandi árangur fyrir skíðadrottninguna. „Aðalmarkmiðið hjá mér var að komast niður svigið til að bæta stigastöðuna mína og það tókst,“ sagði Dagný Linda við Fréttablaðið í gær. Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic sigraði og varði þannig ólymp- íumeistaratitil sinn í greininni. KÖRFUBOLTI „Þetta er mjög gleði- legt. Stelpurnar voru skynsamar í fyrri hálfleik en vörnin hefði getað verið betri. Við löguðum það síðan í seinni hálfleik og Maria Conlon átti frábæran leik og stjórnaði þessu eins og hers- höfðingi,“ sagði Ívar Ásgríms- son, þjálfari ÍS, eftir að hans lið vann bikarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með því að leggja Grindavík að velli 88- 73 í úrslitaleik í Laugardalshöll í gær „Við lögðum upp með það að passa Jericu Watson mjög vel og það heppnaðist nokkuð vel. Nú verður bara fagnað fram eftir kvöldi,“ sagði Ívar. Stúdín- ur voru með forystu nær allan leikinn og fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot 35-34. Þær voru síðan með fimm stiga for- ystu fyrir síðasta leikhlutann en í honum var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi og á endanum unnu þær með fimmtán stiga mun. Maria Conlon átti sannkall- aðan stórleik fyrir ÍS og skoraði 25 stig en liðið lék vel sem heild og spilaði leikinn af mikilli skyn- semi. Jerica Watson var besti leikmaðurinn í hinu unga Grinda- víkurliði og skoraði 26 stig ásamt því að taka tólf fráköst. „Þetta gekk vel í byrjun en svo misstum við dampinn og einbeit- ingin var ekki upp á það besta. Ekkert af því sem ÍS gerði kom okkur á óvart en við náðum ekki að framkvæma það sem við ætl- uðum að gera á móti og því fór sem fór. Við erum með ungt lið sem fær ákveðna reynslu og ég er mjög stoltur af stelpunum að komast alla leið í úrslitaleikinn,“ sagði Unndór Sigurðsson, þjálf- ari Grindavíkur. - egm Stúdínur urðu bikarmeistarar í kvennaflokki: Unnu á skynseminni BIKARINN KYSSTUR Signý Hermanns- dóttir átti stórleik með ÍS í úrslitaleiknum í gær og lagði grunninn að sigri liðsins með góðri vörn á Jericu Watson. Hér tekur hún á móti bikarnum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KÖRFUBOLTI Það var mikil spenna fyrir úrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í bikarkeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í gær enda um Suðurnesjaslag að ræða og ekkert gefið eftir þegar þessi tvö lið mætast. Það var þó ljóst snemma leiks að það var Grinda- víkurliðið sem mætti ákveðnara til leiks og viljinn virtist vera mun meiri þeirra meginn. Á endanum unnu þeir öruggan og sanngjarn- an 93-78 sigur þar sem mestu munaði um varnarleik liðanna.. Í upphafi fyrsta leikhluta var mikið jafnræði með liðunum, Grindvíkingar byrjuðu betur en Keflvíkingar komust síðan yfir 14-13, það var í eina skiptið í leikn- um sem þeir voru með forystuna. Seinni helmingur leikhlutans var algjörlega eign þeirra gulklæddu, Keflvíkingar gerðu slæm mis- tök í sókninni og voru níu stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar voru komnir á bragðið og í öðrum leikhluta fóru þeir á kostum og skoruðu fimm þriggja stiga körfur, þar af skor- aði Helgi Jónas Guðfinnson tvær. Þeir voru 55-34 yfir í hálfleik. Eftir þetta var á brattan að sækja fyrir Keflvíkinga og þrátt fyrir að þeir næðu aðeins að klóra í bakkann og minnka forystu móth- erja sinna þá var sigur Grindavík- ur aldrei í hættu. Stemningin var þeirra megin og að lokum varð fimmtán stiga sanngjarn sigur liðsins staðreynd. Jeremiah Johnson var stiga- hæstur hjá Grindavík með 26 stig en auk þess átti hann átta stoð- sendingar. Helgi Jónas Guðfins- son skoraði 23 stig og átti fjórar stoðsetningar en hvor þeirra tók sex fráköst. Hjá Keflavík var það A.J. Moye sem skoraði mest eða 20 stig og þá tók hann tíu fráköst. -egm Betri á öllum sviðum Grindavík varð í gær bikarmeistari í karlaflokki á öruggan hátt og lögðu Kefl- víkinga að velli 93-78. Grindvíkingar komu einfaldlega miklu ákveðnari til leiks og var sigur þeirra verðskuldaður. BIKARMEISTARARNIR Leikmenn Grindavíkur réðu sér vart fyrir kæti eftir sigurinn á Keflvíkingum í Laugardalshöllinni. Hvattir áfram af mögnuðu stuðningsmannaliði keyrðu þeir andstæðinga sína gjörsamlega á kaf í fyrri hálfleik og eftir það má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Jeremiah Johnson, sem er lengst til hægri á myndinni, var magnaður í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI „Þetta er alveg æðis- legt. Við náðum að gera það sem við ætluðum að gera og það gekk allt upp. Eins og allir vita er Grindavíkurliðið mun hraðara og það þurftum við að stöðva. Svo ætluðum við auðvitað að stöðva þeirra lykilmenn og það tókst bara vel,“ sagði Signý Hermanns- dóttir, fyrirliði ÍS, eftir sigur liðs- ins í bikarkeppninni. Signý spilaði mjög vel í leiknum, gerði 23 stig og tók tuttugu fráköst, þar af fimmtán varnarfráköst. „Við spiluðum frábærlega. Maria Conlon smellpassar í okkar lið og er einmitt leikmaðurinn sem við höfum þurft á að halda í allan vetur. Hún veit alveg hvað hún er að gera,“ sagði Signý. Signý Hermannsdóttir, ÍS: Allt gekk upp STÚDÍNUR Stigu trylltan stríðsdans eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KÖRFUBOLTI „Grindavík var að spila mjög vel í þessum leik en við vorum hinsvegar bara léleg- ir. Það er eiginlega varla hægt að segja meira um það. Við mættum óákveðnir og slakir til leiks,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir úrslitaleikinn í gær. Sigurður var að vonum ekki sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta er mjög svekkjandi, það er alltaf leiðinlegt að tapa. Ég vil þó óska Grindavík til hamingju með þennan sigur,“ sagði Sigurð- ur. -egm Sigurður Ingimundarson: Vorum ekki nógu áveðnir KÖRFUBOLTI „Þegar upp er stað- ið þá spiluðum við þennan leik gríðarlega vel og vorum sterkir á svellinu. Keflavík hefur frá- bært lið með mikla sigurvegara innan sinna raða sem við bárum mikla virðingu fyrir en óttuðumst ekki. Við vissum að ekkert annað en toppleikur myndi duga til sig- urs og það tókst. Hugarfarið var alveg rétt þegar á reyndi,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, kampakátur eftir að lið hans hafði fengið bikarinn í hendurnar. Páll Axel Vilbergsson, leikmað- ur Grindvíkinga, var einnig í sig- urvímu eftir leikinn. Hann skor- aði sjö stig og tók alls tólf fráköst. „Við mættum reiðubúnir í leikinn og viljinn var sérstaklega til stað- ar. Við ætluðum allan tímann að taka dolluna og það var frábært að upplifa þetta. Eftir smá ströggl í byrjun náðum við góðu skriði, stemningin kom í okkar herbúðir og áhorfendur komu með,“ sagði Páll. -egm Friðrik Ingi og Páll Axel: Spiluðum gríðarlega vel GRÁTI NÆST Leikmenn Keflavíkur voru afar niðurlútir í leikslok enda voru þeir langt frá sínu besta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.