Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 78
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR38
HRÓSIÐ
...fær Jón Hallur Stefánsson rit-
höfundur fyrir að skrifa skemmti-
lega smásögu um morðið á
Silvíu Nótt en sagan er birt á vef
bókaútgáfunnar Bjarts.
Hvað er að frétta? Það er loksins verið að
flísaleggja heima hjá mér og síðan er Hafið
bláa hafið að byrja í Austurbæ.
Augnlitur? Aðalbláberjablár.
Starf? Ég starfa sem rithöfundur og fram-
leiðandi.
Fjölskylduhagir? Ég er gift og á tvö dás-
amleg börn, einn hund og þýskan au-pair
sem sér um heimilishaldið því ég er aldrei
heima.
Ertu hjátrúarfull/ur? Mjög. Ég tek þetta
allt saman; svarta köttinn, föstudaginn 13.
og trúi á drauga og tröll.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Scrapheat
Challenge á Discovery Channel. Þar mæta
tvö lið í rusláskorun og búa til vélar eða
tæki úr ruslinu.
Uppáhaldsútvarpsþáttur? Fréttirnar og
Víðsjá.
Uppáhaldsmatur? Það er eldsteikt tinda-
bikkja á beitingastaðnum Við tjörnina. Það
er það besta sem ég fæ.
Fallegasti staður? Bótin á Akureyri.
Hvað er skemmtilegast? Að liggja fyrir
framan sjónvarpið með krakkana hvorn
undir sínum arminum og maðurinn er að
færa mér kaffi.
Hvað er leiðinlegast? Að bíða.
Helsti veikleiki? Ég er algjör nautnaseggur.
Helsti kostur? Ég er voða jákvæð.
Helsta afrek? Börnin mín og líka að ná
iðnaðarmönnunum inn í hús og halda þeim
þar.
Mestu vonbrigði? Að hafa ekki lært á
hljóðfæri.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Helga Braga er ógeðslega fyndin.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér? Óstundvísi.
Uppáhaldskvikmynd?
Mary Poppins.
Uppáhaldsbók?
Aulabandalagið eftir
John Kennedy Tool.
Hvað er mikilvægast?
Að vakna á morgnana.
HIN HLIÐIN - KRISTLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR
Þýskur au-pair sér um heimilishaldið
Blátt Áfram er forvarnarverkefni
Ungmennafélags Íslands. Það felst
í að efla forvarnir gegn kynferð-
islegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Um helgina fór ný auglýsingaher-
ferð í gang sem stuðlar að því að
vekja foreldra til umhugsunar og
fá þá til að uppfræða börnin sín.
„Foreldrar bera ábyrgð. Það er
ekki hægt að ætlast til þess að
skólarnir sjái um að fræða börn-
in um hvað má og hvað má ekki.
Börn hafa líka rétt á að setja
mörk. Við höfum verið að fara í
lífsleiknitíma í grunnskólunum og
uppfræða krakkana. Þar höfum
við orðið vitni að því að það vant-
ar töluvert upp á samskipti milli
fólks. Ég held að börn hafi ekki
hugmynd um að þau megi segja
nei,“ segir Sigríður Björnsdóttir
sem stýrir forvarnarverkefninu
Blátt áfram.
Aðspurðar um nýju auglýsinga-
herferðina segir Sigríður að hug-
myndin hafi kviknað fyrir hálfu
ári síðan. „Anna Margrét Sigurð-
ardóttir kom að máli við okkur.
Hún starfar á auglýsingastofunni
Hvíta húsinu og hafði fengið við-
urkenningu fyrir auglýsingarnar
Þögnin rofin. Hún vildi endilega
að hugmyndin að auglýsingunum
yrðu notaðar í okkar þágu og var
tilbúin til að gefa vinnuna sína.
Okkur leist rosalega vel á efnið
enda hefur þetta ekki verið gert
áður og við vissum að auglýsing-
arnar myndu hreyfa við fólki,“
segir Sigríður. Þegar hugmynd-
in var hins vegar komin á skrið
kom babb í bátinn. Þær höfðu ekki
reiknað með því að erfitt yrði að
fá börn í auglýsingarnar en það
reyndist þrautinni þyngra.
„Við leituðum lengi að börnum
til að taka þátt. Yfirleitt stoppaði
þátttakan á feðrum barnanna sem
vildu ekki að þeirra börn tækju
þátt. Að lokum leituðum við til
vina og ættinga. Eftir að
hafa rætt vandlega við
foreldrana og útskýrt
málið fyrir þeim voru
börnin spurð hvort þau
vildu vera með. Við gerð-
um þeim líka grein fyrir
því að þau hefðu neitunar-
vald og þyrftu ekki að taka
þátt frekar en þau vildu,“
segir hún og er ánægð
með árangurinn. Auglýs-
ingarnar eru þrjár talsins
og mismunandi langar og
eru bæði í sjónvarpi og í
dagblöðum. Spurð hvort
það sé ekki dýrt að koma
slíkri herferð á koppinn
segir hún að svo sé.
„Við fengum styrki
frá Alcan og frá Actavis
en hvort fyrirtækið gaf
milljón krónur sem er
mjög rausnarlegt. Einn-
ig hefur Body Shop lagt
okkur lið.“
martamaria@frettabladid.is
BLÁTT ÁFRAM: NÝ AUGLÝSINGAHERFERÐ Í GANG
Börn hafa rétt á því að segja nei
Bretarnir Peter, Paul og Jonathan
eru staddir hér á landi til að fylgj-
ast með lokakeppni Eurovision
sem var haldin í gærkvöldi.
Þeir félagar eru þekktir í Eur-
ovision-heiminum fyrir áhuga
sinn á keppninni og eru jafnframt
miklir Íslandsvinir. Eru þeir m.a.
góðvinir Selmu Björnsdóttir og
voru gestir í brúðkaupi hennar
fyrir nokkru síðan. Þeir vinna
fyrir breska útvarpsstöð og hafa
flakkað á milli landa undanfarin
ár, bæði til að fylgjast með und-
ankeppnunum og lokaúrslitunum,
sem í þetta sinn verða í Grikk-
landi. Á þessu ári hafa þeir farið
til Slóveníu, Póllands og Noregs og
segir Peter lögin frá Póllandi verri
en öll þau íslensku sem tóku þátt í
ár. Hann segir að undankeppnirn-
ar hér á landi séu þær skemmti-
legust af öllum sem þeir fara á.
„Okkur finnst fólkið héðan
vingjarnlegt og afslappað og við
höfum hist á hverju ári með vinum
okkar og skemmt okkur til sex um
morguninn,“ segir Peter.
Hann segir að þeir félagar
hafi ætlað að sjá Idol-keppnina á
föstudagskvöldið, m.a. til að sjá
vin sinn Pál Óskar, en ekkert hafi
orðið úr því. Þess í stað mættu
þeir eldhressir til leiks á Eurov-
ision-keppnina. Í gær spáði Peter
lagi Silvíu Nætur sigri, þótt hann
taldi það ekki besta lagið, en ótt-
aðist viðtökurnar í Grikklandi ef
hún myndi komast áfram. „Ég veit
ekki hvort einhverjir skilji lagið
og þetta yrði í fyrsta sinn sem
Ísland gerði eitthvað á sérvitr-
an hátt. Flestir eiga reyndar von
á einhverju sérvitru frá Íslandi,
eins og Björk og Páll Óskar bera
vitni um.“
Aðspurður um besta Eurovi-
son-lag allra tíma segir Peter að
valið sé auðvelt; All Out of Luck
með Selmu. ■
All Out of Luck besta Eurovisionlagið
28.03 1964
PETER, PAUL OG
JONATHAN ÁSAMT
VINI SÍNUM Þeir
félagar létu sig ekki
vanta á úrslitin í
Eurovision í gær-
kvöld.
Hið hressilega útgáfubatterí
Nýhil hefur blásið til sérstæðr-
ar ljóðasamkeppni en markmið
hennar er að finna ömurlegasta
ljóð Íslandssögunnar. Keppnin er
runnin undan rifjum skáldsins
Eiríks Arnar Norðdal en segja má
að ljóðið vonda hafi birst honum í
draumi sem hann lýsir svona:
„Á Íslandi var haldin merk og
vegleg ljóðasamkeppni og áhugi
skáldaþjóðarinnar var brennandi.
Úrslitin voru þau að ungur maður
í Reykjavík bar sigur úr býtum,“
segir Eiríkur. Viðbrögð þjóðarinn-
ar voru þó fram úr hófi neikvæð og
skáldið komst á forsíðu DV undir
fyrirsögninni „Ömurlegt ljóð-
skáld verðlaunað“. Ljóðið vonda
leystist upp fyrir augum Eiríks í
draumnum áðru en hann gat lesið
það og því varð úr að Nýhil efndi
til samkeppninnar til þess að hafa
uppi á þessu vonda ljóði.
Ljóðum skal skilað á kolbrun-
arskald@simnet.is, undir fullu
nafni. Ljóðið á þó helst að vera að
formi til eins og ljóðið í draumn-
um; þrjú erindi, fjórar línur hvert,
og um það bil fimmtán atkvæði í
hverri línu. Eiríkur segir að tekið
verði tillit „til asnalegra mynd-
líkinga, klaufalegs orðalags og
ósmekklegs umfjöllunarefnis, auk
annarra stílbragða ömurðarinnar
sem dómnefnd þykir rétt að hafa
til viðmiðunar.
Skilafrestur er til 8. mars og til-
kynnt verður um sigurvegara
viku síðar, þann 15. mars. Verði
þátttaka næg, og berist nóg af
nógu ömurlegum ljóðum, kemur
til greina að gefa ljóðin út á einn
veg eða annan. ■
Leit að
vondu ljóði
EIRÍKUR ÖRN
NORÐDAL Leitar
ásamt öðrum
Nýhilistum að
ömurlegasta
ljóði sem ort
hefur verið á
íslenska tungu.