Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 15

Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 15
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2006 Kraftlyftingamaðurinn og mannvinurinn Sri Chimnoy bætti á dögunum eigið heimsmet í úlnliðslyftu. Lyfti hann 122,7 kílóa lóði með úlnliðsvöðvum beggja handa. Og það 30 sinnum með hvorum úlnlið! Óhætt er að segja að Sri Chinmoy sé ekki eins og fólk er flest. Hann hefur varið síðustu áratugum lífs síns í að ferðast um heiminn og boða vináttu og kærleik og hefur vakið á sér athygli með aflraun- um af ýmsu tagi. Eftir að hafa lyft 122,7 kílóum þrjátíu sinnum með hvorum úlnlið sagði hann: „Ég er 74 ára ungur. Ég tileinka öllum á mínum aldri þessa lyftu, af öllum mínum kærleika og væntum- þykju.“ Þó Sri sé rammur að afli er ógjörningur að lyfta þunga sem þessum með vöðvunum einum saman. Eitthvað annað og meira þarf að koma til. Og það er þetta annað og meira sem Sri einmitt styðst við. „Þegar við biðjumst fyrir og hugleiðum, þegar við lifum í hartanu, þá er ekkert sem er ómögulegt.“ Sri naut aðstoð- ar tveggja fílefldra karlamanna við mettilraunina en þeir áttu í mesta basli með að lyfta lóð- inu þunga af gólfi og í rétta stöðu fyrir lyfturnar. Tókst það um síðir en í kjölfarið hóf svo Sri að lyfta því af miklum móð með, eins og áður sagði, úlnliðsaflinu einu. Sri Chinmoy hefur meðal ann- ars komið til Íslands til að boða frið og vináttu en hér á hann vini og fylgismenn. Frægt var þegar Sri lyfti upp Steingrími Her- mannssyni sem þá var forsætis- ráðherra. ■ ���������� ����������� ������������ �������� �������� ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. GRÍÐARLEG ÁTÖK Aðstoðarmenn Sri áttu í basli með að bera lóðin sem hann svo lyfti með úlnliðunum. ALLT TIL REIÐU Gengið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera áður en reynt er að setja nýtt heimsmet. Enn eitt met Sri Chimnoy

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.