Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 16

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 16
 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Lokaverkefni Reynis Harðarson- ar í sálfræði við Háskóla Íslands fjallaði um girnd- arbruna eða kyn- lífsfíkn. Hann segir vandann til staðar en heilbrigðiskerfið viðurkenni hann hins vegar ekki. Hver eru helstu einkenni kynlífsfíknar? Einkennin geta verið af ýmsum toga en þegar kynlífsfíkn er orðið vandamál þá ver einstaklingur sífellt meiri tíma, orku og peningum í hegðun sem viðkom- andi þó finnur berlega að eitrar líf hans. Er kynlífsfíkn sjúkdómur? Um það eru deildar meiningar og íslenska heilbrigðiskerfið viðurkennir ekki kynlífsfíkn sem röskun eins og áfengissýki eða spilafíkn. Vanþekking er mikil og algengt að kynlífsfíklar afneiti vandanum. Hvað er til ráða fyrir kynlífsfíkla? Kynlífsfíkn verður ekki vandamál fyrr en hún brýst út í óheppilegri hegðun sem samfélagið, einstaklingurinn sjálfur eða hans nánustu, sætta sig ekki við. Gangi fíknin svo langt verður fólk að viður- kenna vandann og halda sig frá þeirri hegðun sem það hefur ekki fulla stjórn á. Ég hvet fólk til að kynna sér málið en hægt er að nálgast margvíslegar upp- lýsingar á netinu og í erlendum bókum. SPURT & SVARAÐ ÁHRIF KYNLÍFSFÍKNAR Ekki viður- kennd röskun REYNIR HARÐARSON Nemi í sálfræði Svona erum við Mál gegn ríkinu hafa skipt tugum eða hundruðum síðustu árin en þau eru ekki mörg málin sem embætt- ismenn hafa höfðað vegna brota eða meintra brota ráð- herra. Hér verða rifjuð upp nokkur nýleg mál og loks eitt sem endaði með sátt. Björn Friðfinnsson Þekktustu málin sem upp hafa komið gegn ríkinu síðustu tvö árin eru þrjú. Það nýjasta er málshöfð- un Björns Frið- finnssonar ráðu- neytisstjóra sem þingfest var í síðustu viku. Björn krefur ríkið um 52 milljónir króna króna. Miska- bótakrafan er 18 milljónir króna og aðrar kröfur nema 35 millj- ónum króna. Björn var ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu. Finn- ur Ingólfsson, þáverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, neitaði því að Björn fengi að koma aftur til starfa í ársbyrjun 1996 og hefur hann því ekki fengið að mæta aftur til vinnu í ráðuneytinu í tíu ár. Björn telur að ákvörðun ráð- herra hafi verið ómálefnaleg og ólögleg og að málsmeðferðin brjóti í bága við stjórnsýslulög. Hann vill að viðurkennt verði að réttur hans til að mæta til starfa í ráðuneytinu sé óskoraður. Björn átti að snúa til starfa um síðustu áramót, samkvæmt samningi, en annar maður var ráðinn í embætti Björns skömmu fyrir síðustu ára- mót. Valgerður H. Bjarnadóttir Annað nýlegt og afar þekkt mál er málshöfðun Valgerðar H. Bjarna- dóttur, fyrrverandi framkvæmd- astýru Jafn- réttisstofu, en í desember voru henni dæmdar sex milljónir króna í starfs- lokagreiðslur. H æ s t i r é t t u r komst að þeirri niðurstöðu að Árni Magn- ússon félags- málaráðherra hefði brotið meðalhófsreglu og farið off- ari þegar hann fékk hana til að segja upp störf- um á Jafnréttis- stofu gegn vilja sínum. Valgerður hefði ekki brotið af sér í starfi. Málsatvik eru þau að Árni hafði fengið Valgerði til að segja af sér sumarið 2003 þegar dómur hafði fallið í Héraðsdómi Norður- lands um að Leikfélag Akureyrar hefði brotið jafnréttislög við ráðn- ingu leikhússtjóra. Valgerður var formaður stjórnar LA á þessum tíma. Félagsmálaráðherra óskaði eftir fundi með henni, lýsti yfir að hún nyti ekki trausts hans og fékk hana til að láta af störfum. Skömmu síðar komst Hæstiréttur að því að LA hafði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafð- ist bóta frá ríkinu vegna starfs- lokanna þar sem hún hafði látið af störfum að ósk ráðherra án þess að hafa nokkuð til sakar unnið. Sigurður Gizurarson Ekki hafa dómar alltaf fallið emb- ættismönnum í hag. Sigurður Gizurarson sýslumaður var færð- ur til í starfi sýslumanns á Akra- nesi. Hann taldi ákvörðun dóms- málaráðherra saknæma og ólög- mæta og höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu miska- og skaðabóta. Kröfum hans var hafnað. Daníel Gestsson og Sigurður Krist- insson Þá höfðuðu tveir menn, Daníel Gestsson og Sigurður Kristinsson, þáverandi starfsmenn Siglinga- stofnunar mál gegn ríkinu þar sem stöður þeirra voru lagðar niður. Samgönguráðherra lét í veðri vaka að breytingin væri á öðrum forsendum en embættismennirnir töldu. Embættismennirnir unnu málið. Hjördís Hákonardóttir Ágreiningur Hjördísar Hákonar- dóttur dómstjóra við dómsmála- ráðuneytið vegna skipunar í emb- ætti hæstaréttardómara haustið 2003 er minnisstæður þó að það mál hafi endað með samkomulagi milli Hjördísar og Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Hjördís hafði sótt um embætti hæstarétt- ardómara en Ólafur Börkur Þor- valdsson var ráðinn. Málið fór fyrir kærunefnd jafnréttismála og úrskurð- aði nefndin að ráðherra hefði brotið jafn- réttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk. S a m k o m u - lagið milli Hjör- dísar og Björns Bjarnasonar fól í sér ársleyfi á launum fyrir Hjördísi. Að leyfinu loknu getur Hjördís valið um að snúa aftur til fyrri starfa eða að gera samkomu- lag um starfslok en hún getur þá farið á eftirlaun samkvæmt 95 ára reglunni. Hjördís hafði undirbúið málsókn á hendur ríkisins vegna málsins en ekki kom til þess vegna samkomulagsins. Önnur mál hafa komið upp. Sem dæmi má nefna nýlega málshöfð- un Tómasar Zoëga, fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss, en hann taldi breytingu á stöðu sinni ólögmæta. Sem læknir telst Tómas þó ekki embættismaður. Þá hafa fleiri læknar höfðað mál gegn ríkinu. Sama gildir um lögreglumenn og fleiri stéttir. VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að félagsmálaráð- herra hefði brotið á Valgerði þegar hann fékk hana til að hætta sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. BJÖRN FRIÐFINNS- SON Mál Björns er í fullum gangi nú en Björn krefur ríkið um samtals 52 milljónir þar sem hann fær ekki að mæta aftur til vinnu sinnar sem ráðuneytisstjóri. HJÖRDÍS HÁKONAR- DÓTTIR Máli Hjördísar lauk með samkomulagi og fór því aldrei út í málshöfðun gegn ríkinu. Töldu ráðherra hafa brotið á sér HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Þau eru ekki mörg málin sem embættismenn hafa höfðað gegn ríkinu vegna brota ráðherra en þó nokkur. Sum þeirra eru rifjuð í þessari grein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Sífellt fleiri reyna að hætta að reykja, en þrátt fyrir plástra, pillur og dáleiðslu reynist það mörgum afar erfitt að kveða niður tóbaksdrauginn. Hvernig virkar tóbak? Tóbaksplantan hefur þróað með sér efnið nikótín sem festir sig við tauga- frumur dýra og örvar þá frumurnar á mismunandi hátt. Ef neytandi laufanna er skordýr, reynast áhrif tóbaksins banvæn - sem séð frá bæjardyrum tóbaksplöntunnar er hið besta mál. En í jafn stóru dýri og maðurinn er, þá gefur tóbak í litlu magni notalega tilfinningu (þótt stórir skammtar af nikótíni séu reyndar banvænir mönnum). Nikótínið hefur einnig hálfvaranlegar breytingar á hvernig taugarnar sem það örvar senda skilaboð sín á milli. Í einföldu máli eru áhrifin þau að þessum taugum líður illa án nikótínsins, og þar af leiðandi verður líkaminn háður nikótíninu. Hvers vegna verða sumir háðari tóbaki en aðrir, og af hverju þarf fólk mismunandi mikið tóbak? Japanski vísindamaðurinn Hidetoshi Nakamura telur að ensím í líkama fólks ráði hversu marga sígarettu- pakka fólk reykir. Með öðrum orðum, gen fólks ráða því hvort og hversu háð það verður nikótíni byrji það að reykja. Ensímið er kallað CYP2A6 og eitt starfa þess er að breyta nikótíninu í hættuminna efni sem kallað er kótínín, sem síðan er hægt að losa úr líkamanum. Genið sem les CYP2A6 er af þremur gerðum, og til er fólk sem er alls ekki með þetta gen. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Nakamura og félaga hans eru hörðustu reykingamennirnir þeir sem erfa algengustu tegund gensins frá báðum foreldrum, og þeir sem ekki eru með genið reykja minnst. Ástæðan er sú að líkamar þeirra með algengasta genið ráða best við að brjóta niður nikótínið, losa það fljótt úr kerfinu og þar af leiðandi þarfnast þeir annarrar sígarettu fyrr en aðrir. Þannig dregur þróaðasta og algengasta tegund gensins reykingafólk fyrr til dauða, því það reykir meira en hinir, að sögn Nakamura. FBL GREINING: ENSÍMIÐ SEM BREYTIR ÖLLU Nikótínfíknin stjórnast af genum í m ill jó nu m k ró na 2003 2002 2001 2004 > Hreinn hagnaður fiskvinnslu Heimild: Hagstofa Íslands 2000 -1483 13.361 3.414 3.965 2 NEYÐARFUNDUR Í EFSTALEITINU:TÓK EKKI MARK Á RÆÐISMANNINUM Hunsuðu ábendingu um lífvörð fyrir Jón Þór Uggur í erlendum sérfræðingum í El Salvador 2x15 19.2.2006 21:23 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.