Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 20

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 20
[ ] ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Hörður Ellert Ólafsson er arki- tektúrljósmyndari og því vanur að líta á byggingar með gagn- rýnum augum. Skólavörðustíg- ur 35 er hans uppáhaldshús í Reykjavík. Á Skólavörðustíg 35 er rekin dýralæknastofa og gæludýra- verslun sem ber það skemmti- lega nafn Dagfinnur dýralæknir. Þar fást dýralæknar við að sinna dýrum, smáum sem stórum í miðjum ys borgarinnar. „Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum nýja byggingastíl þar sem viður, gler og steypa spila saman og mynda eina heild,“ segir Hörður. „Byggðin er mjög þétt á Skóla- vörðustíg og mér finnst Dag- finnur eins og vin í eyðimörk þar sem allt í einu opnast lítið svæði með litlu krúttulegu húsi sem er allt öðruvísi en nærliggjandi byggingar.“ Húsið er merkilegt fyrir marg- ar sakir. Það er klætt íslenskum rekavið og á þaki þess vex villt- ur íslenskur gróður. Arkitekt hússins er Gunnlaugur Björn Jónsson en húsasmíðameistari Björgvin J. Jóhannsson. Hörður hefur einnig veikan blett gagnvart Þjóðleikhúsinu. „Það er líka mjög falleg bygg- ing. Byggingin er, að mér finnst, virðuleg og stendur á sínum stað með stolti,“ segir Hörður. „Svo finnst mér loftið í sal stóra sviðs- ins alveg hrikalega fallegt.“ Hörður hefur reyndar lítinn tíma fyrir íbúðir og hús annarra þessa dagana þar sem hann er að flytja inn í nýja íbúð á Skarp- héðinsgötunni. „Ég og kærasta mín vorum að festa kaup á okkar fyrstu íbúð og núna erum við að koma henni í stand en það er heilmikil vinna,“ segir Hörður. „Við þurfum að mála allt, skipta um skápa og taka klósettið og eldhúsið gjörsamlega í gegn, enda vildi kærastan alls ekki halda mölétnu, djúpbláu og eld- rauðu eldhúsinnréttingunni.“ Vinin í eyðimörkinni Hörður Ellert Ólafsson við vinina sína, Dýralæknastofu Dagfinns dýralæknis. Endurbætur á heimilum eru oft gerðar áður en börnin eru fermd og boðið er til veislu. Fermingartímabilið fer að nálgast og tíma- bært að fara að huga að því sem ætlunin er að gera. Allar aðalteikningar og verkfræði- teikningar eru geymdar hjá bygging- arfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar má fá grunnmyndir af íbúðum og húsum, lagnateikningar, yfirlit yfir burðarþol og afstöðumyndir. Þar er hins vegar ekki að finna raflagnateikningar af íbúðum í Reykjavík og á Kjalarnesi. Óski fólk eftir að nálgast teikning- arnar er best að mæta á skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur í Borgartúni 3 á annari hæð en þar er opið frá tíu til korter yfir fjögur alla virka daga. Ljósritin kosta 100 til 200 krónur. Raflagnateikningar má finna í Borgarskjalasafni að Tryggvagötu 15. Í flestum tilfellum eru ekki til teikningar af húsum sem byggð eru fyrir árið 1969 þar sem ekki var skyldt að skila inn raflagnateikningum fyrir þann tíma. Hvar ... } fást húsateikningar? Grunnteikningar af baði - fyrir og eftir. �������������������� ���������� ���������������� �������������� ����� ������ ����������������� ���������� ������������� ������������������������ ����� ����� � � � �� �� �� ��� � ��������������������������������� Gömul málverk þarf oft að láta ramma inn aftur þar sem eldri innrömmun getur hreinlega eyðilagt þau. Það er mikilvægt að hugsa vel um gömul málverk svo þau skemmist ekki og oft er nauðsynlegt að láta ramma myndir inn aftur. „Myndir sem voru rammaðar inn fyrir 1990 geta orðið ónýtar því yfirleitt voru ekki notuð sýrufrí efni við innrömm- un á þeim tíma,“ segir Tryggvi Frið- riksson hjá Gallerí Fold. Hann segir að oftast hafi myndir verið málaðar á sýrufrían pappír en þegar þær hafi verið rammaðar inn hafi verið sett bak við pappírinn sem hafi yfirleitt ekki verið sýrufrítt. „Ef að bakið er ekki sýrufrítt þá étur það sig inn í myndina og eyðileggur hana.“ Tryggvi segir að oft hafi gler- ið líka verið látið liggja alveg við myndirnar sem skemmir þær ennþá frekar þar sem myndirnar geta farið að loða við glerið með tímanum. „Núna eru bara notuð sýrufrí efni við innrömmun og haft sýrufrítt karton á milli mynda og glers sem fer miklu betur með þær,“ segir Tryggvi. Tryggvi mælir með því að fólk hugi að gömlum málverkum og láti ramma þau inn aftur ef þess er þörf. Hann segir að það sé líka mikilvægt að fylgjast með olíumál- verkunum þó að þau séu ekki inn- römmuð. „Olíumálverk verða óhrein með tímanum þar sem ekki er gler yfir þeim og það er ágætt að láta hreinsa þau á svona fjörtíu ára fresti,“ segir hann. Viðhald málverka Það er mikilvægt að hugsa vel um málverkin sín svo þau verði ekki ónýt. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.