Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 21

Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 21
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2006 3 Þórunn Maggý Mýrdal Guð- mundsdóttir, setti nýlega upp sína fyrstu myndverkasýningu. Maggý lauk námi við The Art Institute of Philadelphia fyrir nokkrum árum síðan. Hún segir að hún hafi í fyrstu ætlað sér að gerast grafískur hönnuður en hafi síðar endað með að útskrifast á myndlistarbraut. ,,Áhugi minn- beindist meira út í myndlistina eftir að ég byrjaði í grafískri hönn- un. Ég byrjaði því að taka fleiri tíma í myndlist og öðru slíku.“ Síðan Maggý kom heim hefur hún að mestu séð um rekstur kaffi- húss í miðborg Reykjavíkur. Hún segir hins vegar að hún hafi verið að gera málverk allt frá barnsaldri og að lokum hafi hún ákveðið að halda sína fyrstu myndlistarsýn- ingu. ,,Þetta er í raun mín fyrsta sýning. Áður fyrr hafði ég ekki þorað að sýna neitt.“ Maggý er hins vegar afar ánægð með viðbrögð gesta á sýn- ingunni það sem af er. ,,Fólk segir að myndirnar tali til sín enda nota ég mikið af setningum og orðum. Myndirnar tala því á vissan hátt við mann og gefa fólki eitthvað til að hugsa um. Myndirnar segja sig reyndar að mestu sjálfar. Þær eru hráar og hefðbundnar en hafa samt sinn boðskap, það er minn stíll.“ Í framhaldi af jákvæðum við- brögðum við sýningunni segist Maggý nú ætla að reyna að feta sig áfram á myndlistarsviðinu. ,,Ég hef verið svo feimin við að sýna verkin mín en ég ákvað að prófa. Í kjölfarið hef ég fengið svo góð viðbrögð að það hvetur mig til þess að halda áfram og vonandi getur þetta orðið að mínu aðalstarfi.“ Maggý sýnir í kjallara veit- ingastaðarins Galileo við Hafnar- stræti. Maggý gerir ráð fyrir því að sýningin standi til páska. ,,Ég ætla síðan að reyna að komast að á öðrum stöðum. Vonandi get ég alltaf verið með eitthvað í gangi og ekkert að stoppa,“ segir hin jákvæða Maggý að lokum. steinthor@frettabladid.is �������������������������������� ������������������������������ ��������������� ����������������������� ���������������������� Þó svo að það séu enn rúm- lega tveir mánuðir í það að sól verði nógu hátt á lofti til þess að málarameistarar fari að sletta málningu á veggi er ekki of snemmt að tryggja sér starfskrafta þeirra. Margir brenna sig á því að panta ekki fagmenn tímanlega þegar mála á að vori. Málarameistarar hefjast flestir handa í byrjun maí en þeir hafa þegar skipulagt sumarið í lok apríl. Ingimundur Einarsson mál- arameistari segir að það gerist allt of oft að fólk átti sig ekki á þessu. „Fólk þarf að panta tíma strax í byrjun mars ef það vill vera öruggt því líklegast verða allir málarar komnir upp fyrir haus í vor,“ segir Ingimundur. Þrátt fyrir að veðurfar hafi batnað hefur málningartíma- bilið lítið breyst. „Til að mála þurfa bara ákveðin skil- yrði að vera fyrir hendi svo hægt sé að gera vel. Það er hægt að gera ýmislegt annað eins og að laga steypuveggi langt fram í desem- ber svo lengi sem það er frostlaust en það á ekki við um málninguna,“ segir Ingimundur. Nú á að panta málningu Beinskeytt málverk Þórunn Maggý Mýrdal Guðmundsdóttir við eitt af myndverkum sýnum á veitingastaðnum Galileo. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.