Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 22
 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR4 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Nýja vor- og sumarlínan frá Broste-Copenhagen er innblás- in af karíbasumrinu. Broste-Copenhagen hefur sérhæft sig í hönnun innanhússmuna með fallegum nytjahlutum og nýja vor- og sumarlínan þaðan í ár minnir á litrík timburhús með heillandi veröndum við strendur Flórída. Hönnuðirnir hafa fært andrúms- loft Karíbahafsins yfir í danskan bóhemstíl með viðeigandi mýkt í hönnun og blómamynstrum. Hand- unnir „terracotta“-pottar, körfur með stórum prentuðum blómum, keramikpottar og -skálar eru upp- lífgandi viðbót inn á heimilið og hinir mjúku pastellitir aðlagast auðveldlega hvaða umhverfi sem er eins og bráðinn rjómaís. Nýja vorlínan er komin upp hjá sér- völdum verslunum um land allt og þær veita félögum í Broste- Copenhagen klúbbnum afslátt af vörulínunni en í klúbbnum eru á annað þúsund Íslendinga og hann er sá eini sinnar tegundar í heim- inum. Flott útlit fyrir nútímaheimili Bróderaðir púðar og heklaðar diskamottur mynda rómantíska stemningu í sumarbú- staðnum. Hér er viður úr gömlum kínverskum verksmiðjum endurnýttur í grófa skápa með járnflúri. Broste hvetur fólk til að vera óhrætt við að blanda saman gömlu og nýju. Stórir diskar fyrir ávexti, kökur og annað góðgæti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.