Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 63
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2006 19 AF NETINU Dömukvöld Fimmtudag 23.feb. kl 20-23. Opið hús með mat. Matur kr. 950 + keramik. Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla Mjólk er góð Það er meira en nóg af mjólk og mjólkur- afurðum framleitt í Evrópusambandinu og íslenski markaðurinn myndi ekki mjólka þann markað svo tekið yrði eftir. Ef við íslenskir neytendur eigum bara að fá það sama og Evrópubúar þá yrði ódýrara fyrir okkur að kaupa bara innfluttar mjólkuraf- urðir. Hvað er orðið íslenskt við mjólkina þegar hún kemur úr kúastofni sem ekki er lengur íslenskur? Þessir „bisness“-bændur sem ekki virðast skilja hvaða hráefni þeir hafa í höndunum eru ef til vill betur komn- ir við vinnu í álverum en búskap. Valdimar Thor H. á murinn.is Hlutlausir miðlar Til að átta sig á meintu hlutleysi fjölmiðla er ágætt að skoða hvernig þeir fjalla um sjálfa sig og hagsmuni sína. Þetta birtist til að mynda í umfjöllun þeirra um nið- urstöður fjölmiðlakannana, en ein slík var birt í gær. Fréttastofa NFS afgreiddi könnunina til að mynda með því að fjalla alls ekkert um hana í aðalfréttatíma sínum klukkan 18:30. Ætla má að umfjöllunin hefði orðið meiri en engin ef einhver af þáttum miðla 365 hefðu náð inn á lista yfir tíu vinsælustu þætt í sjónvarpi á könnunartímabilinu, eða ef fréttir NFS hefðu sótt í sig veðrið, en hvorugu var að heilsa. Veþjóðviljinn á andriki.is Átti boltinn að fara í mark? Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfull- trúi, hljóp í skarðið fyrir mig í áskorenda- keppni í körfubolta og hitti auðvitað beint í mark. Ég hafði tekið að mér fyrir nokkrum dögum að vera fulltrúi Framsóknarflokksins and- spænis hinum forystumönnum flokkanna. Verkefnið var að reyna að hitta beint ofa í körfuna frá miðju og var okkur gert að gefa upp hvaða góðgerðarsamtök við myndum vilja styrkja ef við myndum sigra. Ég gaf upp Neistann, samtök hjartveikra barna. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Eru skólar strákavænir? Nei það tel ég ekki svo vera. Strákar þurfa oftar meira verknámsmiðað nám heldur en stelpur og því rekast margir þeirra illa innan grunn- skólans eins og hann er byggður upp. Strákar (einnig stelpur, en færri) þurfa nám sem byggir á því að gera eða skapa, (e. learning by doing). Drengir (oftast) sem rekast illa í skóla, hafa jafnvel verið greindir með ofvirkni með athyglisbresti eða aðrar greiningar s.s. með lestr- arerfiðleika snemma á grunnskóla- aldri missa oft fótanna í náminu og jafnhliða versnandi námsárangri fer hegðun þeirra oft einnig versn- andi. Í ljósi reynslu minnar hef ég sérstaklega að skoðað þessi mál og komist að þeirri niðurstöðu að til þess að koma til móts við þennan hóp þyrfti að stórefla verklega kennslu í grunnskólanum. Helst hefði ég viljað sjá að grunnskól- anum væri skipt upp í bóknám og verknám þegar á unglingastigi 8. til 10. bekkur, en það myndi sjálf- sagt reynast of dýr biti fyrir sveit- arfélögin að halda slíkri deild út fyrir fremur litla hópa. Í grunnskólanum í Sandgerði varð úr að stofna lítinn verknáms- bekk þ.e. stefnt er að því að stórefla verklega kennslu fyrir þá nemend- ur sem koma í þann bekk og mikið er lagt upp úr því að efla félags- færni nemenda og bæta líðan. Ef nemanda líður illa og finnur sig ekki í náminu þá er engin von til þess að námsárangur þeirra verði betri. En það er mjög dýrt að halda uppi verknámi og því hef ég verið að velta fyrir mér frekari kost- um. Eg legg til að sveitarfélögin Reykjanesbær, Sandgerði og Garð- ur og fleiri setji á fót sameiginleg- an verknámsskóla á grunnskóla- stigi. Þessi skóli væri þá rekinn sameiginlega aðrir mættu koma að kostun slíks skóla enda allra hagur að stórefla verkmenntun í landinu, einnig væri hugsanlegt að framhaldsskólinn tæki þátt í slíkri þróunarvinnu. Þessi skóli yrði að geta tekið á námsvanda nemenda og vinna að því að öll hjálpargögn sem hægt er að nota í bóknámi s.s. hljóðsnældur með öllu námsefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir notaðar s.s. munnleg próf. Fyr- irtæki sem tækju þátt gætu þá e.t.v. notið einhverrar ívilnunar frá hendi sveitarfélaganna sem gæti verið hvati fyrir þau að taka að sér einstaka þætti s.s. verklegt nám innan síns fyrirtækis þannig að nemendur fái bæði kennslu og þjálfun til verka. Við búum við það að ungt fólk á svæðinu einkum drengir flosna upp úr framhaldsskóla af því að þeir hreinlega höndla ekki námið og þrátt fyrir að framhaldsskólinn bjóði upp á verknám þá fylgir öllu námi bóklegar greinar sem þessir nemendur þurfa að ganga í gegn- um á sama hátt og aðrir nemendur þó svo að upp á námsgetu þeirra skortir t.d. varðandi lestrargetu. Þessi verknámsskóli gæti hugsan- lega einnig boðið upp á verknám fyrir 16 til 18 ára sem þeir gætu svo lokið í almennum framhalds- skóla og væru þá hugsanlega búnir með allar bóklegar greinar, þyrftu aðeins einhver misseri í verklegu og sveinspróf væri tekið í fram- haldsskólanum. Ég tel að Reykja- nesbær ætti að hafa forgöngu um slíkt samstarf þar sem miðstöð fræðslumála fyrir svæðið er hér í bænum. Höfundur er félagsfræðingur og kennari, Stórefla þarf verknám UMRÆÐAN RAGNHILDUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR UM VERKNÁM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.