Fréttablaðið - 20.02.2006, Page 70
Vetrarhátíð í Reykjavík verður
haldin í fimmta sinn dagana 23.
til 26. febrúar. Á annað hundrað
atburðir eru á dagskrá þessa fjóra
daga og verður væntanlega mikið
um dýrðir.
Eins og undanfarin ár hefst
hátíðin á fimmtudagskvöldi og að
þessu sinni verður hún sett kl. 20.00
á Austurvelli, sem síðan umbreyt-
ist í leiksvið þar sem tónlist, ljós,
sigmenn, dansarar og sjálfur Vetur
konungur ráða ríkjum.
Á föstudeginum verður safn-
anótt haldin í annað sinn og á
laugardag verða m.a. tónleikar í
Hallgrímskirkju þar sem Megas
flytur Passíusálma Hallgríms
Péturssonar ásamt Kammerkór
Biskupstungna og valinkunnum
tónlistarmönnum. Á sunnudegin-
um verður síðan ýmislegt að gerast
fyrir fjölskylduna í Laugardalnum.
Dagskránni þar lýkur með brennu í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
„Síðasta hátíð var alveg rosa-
lega fín og hátíðin er að taka á
sig smátt og smátt ákveðna fasta
mynd,“ segir Sif Gunnarsdóttir,
verkefnisstjóri hátíðarinnar.
Sif segist ætla að fylgjast með
sem flestum viðburðum á hátíð-
inni en nefnir þó þrjá sem hún
ætlar ekki að missa af. „Ég held
að opnunaratriðið á Austurvelli
á fimmtudagskvöld verði sann-
arlega skrautlegt og síðan er ég
rosalega spennt fyrir hrafna-
nóttinni á föstudagskvöld. Hún
var skemmtileg í fyrra og er enn
metnaðarfyllri og fjölbreyttari
í ár,“ segir hún. Loks nefnir hún
samísku söngkonuna Marit Hætta
sem verður með tónleika í Íslensku
óperunni á laugardagskvöldinu.
„Hún er æðisleg. Þetta er svo takt-
föst og heillandi tónlist og svolítið
sérkennileg líka. Þetta er ekki eitt-
hvað sem maður rekst á á hverjum
degi. Ég hlakka gríðarlega mikið
til að sjá hana.“ ■
Skrautlegt opnunaratriði
SIF GUNNARSDÓTTIR Verkefnisstjóri Vetrarhátíðar Reykjavíkur á von á fjölbreyttri og
skemmtilegri hátíð í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lisa Marie Presley, dóttir konungs
rokksins, Elvis Presley, giftist gít-
arleikaranum og upptökustjóran-
um Michael Lockwood á dögunum.
Athöfnin var með japönsku
yfirbragði í borginni Kýótó. Þetta
er í fjórða sinn sem Presley geng-
ur í hjónaband en hún er 38 ára
gömul. Hún var áður gift leikar-
anum Nicolas Cage, popparan-
um Michael Jackson og Danny
Keough. Með þeim síðastnefnda á
hún son og dóttur. Var hann jafn-
framt svaramaður í brúðkaupinu.
Dóttir þeirra, Riley Keough, var
brúðarmær og sonurinn, Benjamin
Keough, brúðarsveinn. Priscilla
Presley, móðir Lisu Marie, leiddi
dóttur sína upp að altarinu.
Lockwood var upptökustjóri
á plötu Lisu Mariu Presley, Now
What, sem hún gaf út á síðasta ári.
Lisa Marie býr um þessar mundir
í Los Angeles og hafa þau hjónin
ekki ákveðið hvar þau ætla að búa
í framtíðinni. ■
Fjórgift Lisa Marie
HIN NÝGIFTU Lisa Marie Presley og Michael Lockwood eru orðin hjón. Þetta er í fjórða sinn
sem ungfrú Presley gengur upp að altarinu.
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
North Country fjallar um Josey
Aimes, einstæða móður sem neyð-
ist til þess að ráða sig í starf hjá
námufyrirtæki til þess að sjá fyrir
börnum sínum. Í námunni verða
hún og samstarfskonur hennar
fyrir bæði andlegu og líkamlegu
kynferðislegu ofbeldi. Aimes
sættir sig ekki við þetta og reynir
að rísa gegn gerendunum án þess
að hinar konurnar styðji baráttu
hennar.
Myndin er byggð á sannri
sögu og sú saga er átakanleg og
ætti að vera stórgóður efniviður í
gæðalega kvikmynd. Því miður er
þessi efniviður alls ekki nógu vel
nýttur í þessari mynd. Leikararn-
ir komast ágætlega frá sínu miðað
við hversu léleg persónusköpunin
er. Theron er reyndar hér í hlut-
verki sem hún hefur leikið allt
of oft áður, með tárin í augunum
alla myndina og aumingjalegan
svip. Frances McDormand getur
bætt hvaða mynd sem er en nýtur
sín illa í seinni hlutanum þar
sem persónusköpunin er slöpp
og klisjukennd. Sissy Spacek er
góð en í litlu hlutverki og Richard
Jenkins er ágætur í hlutverki
föðursins en persóna hans tekur
afar ótrúverðugum stakkaskipt-
um þegar líður á myndina. Karl-
remburnar í námunni eru einnig
frekar týpískar og kjánalegar og
í stað þess að reyna að lýsa þeim
andlegu þjáningum sem konurn-
ar gengu í gegnum er reynt að fá
samúð áhorfandans með subbu-
legu kroti karlanna, óskemmti-
legu sauratriði og fleira ógeði.
Þegar allt kemur til alls er
þetta ekkert nema frekar slöpp
Hollywood-mynd, því miður. Hún
er full af þeim klisjum sem ein-
kenna allt of margar myndir frá
Ameríkunni og sérstaklega þeim
sem virðast vera hannaðar til að
vinna eitt stykki óskar. Ótrúlegt
en satt þá leyndist meira að segja
eitt Hollywoodískt klappatriði í
myndinni. Þá meina ég atriði þar
sem einhver persónan gerir eitt-
hvað stórkostlegt og viðstaddir
byrja að klappa. Fyrst einn… svo
allir hinir. Eiginlega veit ég ekki
hvað ég á að segja gott um mynd-
ina. Jú, sagan er góð og fínt að
vekja athygli á þessu málefni en,
ó, hvað ég vildi að það hefði verið
betur gert. Lög Bobs Dylan passa
vel inn í og Woody Harrelson með
sitt yndislega flata nef bjargar
miklu. Þá er það komið. Búninga-
hönnunin er frekar léleg og ég
hugsa að ég muni fá martraðir um
ógeðslegu hárkolluna sem Theron
var með alla myndina. Að lokum
er endirinn sjálfur sá hörmuleg-
asti, kjánalegasti og enn og aftur
klisjulegasti sem ég hef séð lengi
og gjörsamlega eyðilagði allt það
góða við þessa mynd. Í stuttu
máli sagt: Ef ætlunin er að fara út
í rannsóknarvinnu á klisjum í bíó-
myndum frá Hollywood þá mæli
ég eindregið með þessari mynd,
annars bara ekki.
Borghildur Gunnarsdóttir
Klisjukokteill að hætti Hollywood
NORTH COUNTRY
LEIKSTJÓRN: NIKI CARO
AÐALHLUTVERK: CHARLIZE THERON,
FRANCES MCDORMAND, RICHARD JENK-
INS OG WOODY HARRELSON.
Niðurstaða: North Country byggir á sannri
sögu en mistekst hrapallega að koma henni
vel til skila. Myndin er full af klisjum í Holly-
wood-stíl sem skyggja á allt það góða.
Söngkonan Britney Spears óttast
að eins gæti farið fyrir sér og
Díönu prinsessu ef ljósmyndarar
halda áfram að áreita hana.
„Díana prinsessa lést af völd-
um þessara manna. Þeir ganga
einum of langt,“ sagði Britney.
Hún segist jafnframt mjög
sjaldan þora að fara með Preston
son sinn út úr húsi vegna
„paparazzi“ ljósmyndaranna. „Ég
fer eiginlega aldrei út með hann.
Það er hálf sorglegt að ég get ekki
einu sinni gengið um með hann í
kerrunni sinni. Ég vil ekki að fólk
vorkenni mér, ég er bara að segja
sannleikann. Ég er ekki bitur og
mér gengur vel í lífinu. Ég er mjög
hamingjusöm,“ sagði hún.
Ekki er langt síðan ljósmynd-
arar tóku myndir af Britney
undir stýri með Preston í fanginu.
Kenndi hún ljósmyndurunum um
atvikið en viðurkenndi samt að
hún hefði gert mistök. ■
Vill ekki enda eins
og Díana prinsessa
BRITNEY SPEARS Poppprinsessan er orðin
hundleið á „paparazzi“ ljósmyndurum.
�����
- L.I.B. Topp5.com
�����
- L.I.B. Topp5.com
�����
- S.K. DV
�����
- S.V. MBL
�����
- M.M.J. Kvikmyndir.com
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM YKKUR HENTAR
ZATHURA kl. 6 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
UNDERWORLD kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
FINAL DESTINATION kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA
MRS. HENDERSON kl. 5.45, 8 og 10.15
WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 B.I. 12 ÁRA
MEMOIRS OF GEISHA kl. 9
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna2
VINSÆLASTA
MYNDIN Á ÍSLANDI
2 VIKUR Í RÖÐ
UNDERWORLD kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA m/ensku tali kl. 5.45 og 8 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA
CHEAPER BY TE DOZEN 2 kl. 3.45
- LIB, Topp5.is
- SV, MBL
- ÓÖH DV
ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA!
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
„...Zathura er frábær
fjölskylduskemmtun,
skemmtileg ekki aðeins
fyrir börn og unglinga
heldur einnig fyrir
foreldra“
- DÖJ - kvikmyndir.com
„..Zathura fínasta
fjölskylduskemmtun
sem býður eldri
áhorfendum upp á
ágætis afþreyingu
og þeim yngri upp á
saklausa ævintýra-
og spennumynd“
-VJV Topp5.is
S.
S
Ó.
MARGVERÐLAUNUÐ OG MÖGNUÐ MYND
MEÐ FELICITY HUFFMAN ÚR DESPERATE HOUSEWIVES
HLAUT
GOLDEN GLOBE
SEM BESTA MYND ÁRSINS,
BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
M.A. BESTI LEIKARI OG BESTA LEIKKONA ÁRSINS5
„... Walk the Line
er eins og klettur,
sterk ástarsaga
og mannlífsdrama
sem lætur engan
ósnortinn.“ - SV MBL
- MMJ Kvikmyndir.com
„Enginn ætti að láta
Walk the Line framhjá
sér fara því myndin er
auðgandi fyrir augun,
eyrun og hjartað.“
- VJV topp5.is
3
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
M.A. BESTA LEIKKONA ÁRSINS
2
GOLDEN GLOBE
BESTA LEIKKONA ÁRSINS
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI YNDISLEGU MYND