Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 20.02.2006, Síða 74
 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR30 Sælkera Ýsurúllur með rækjuostafyllingu beint í ofninn.. eintóm hamingja! Fiskbúðin Vör höfðabakka 1 s 5875070 Fiskbúðin Hafrún skipholti 70 s 553 0003 Fiskbúðin Vegamót nesvegi 100 s 562 1070 Fiskbúðin Árbjörg hringbraut 119 s 552 5070 FÓTBOLTI Forsvarsmenn landsliðs Kongó í fótbolta hafa legið undir miklu ámæli í heimalandi sínu að undanförnu eftir að í ljós kom að þeir beittu öllum brögðum til að hindra helsta stjörnuleikmann sinn, sóknarmanninnn Tresor LuaLua, í að frétta af hörmulegu andláti 18 mánaða gamals sonar síns. LuaLua, sem leikur með Portsmouth á Englandi, lék með Kongó í Afríkukeppninni fyrir skemmstu en honum voru fyrst tjáð tíðindin eftir að landsliðið var úr leik í keppninni. Höfðu þá liðið tæpar tvær vikur frá andlátinu en forráðamenn Kongó höfðu allan þann tíma hindrað að LuaLua fengi hinar hörmulegu fregnir þar sem þeir töldu að þær yrðu til þess að leikmaðurinn yfirgæfi herbúð- ir liðsins í keppninni, eða að þær myndu bitna stórlega á frammi- stöðu hans í leikjum liðsins. „Okkur var sagt að hann fengi að vita hvað hefði gerst og því kom það mikið á óvart þegar hann hafði aldrei samband,“ sagði barns- móðir LuaLua í nýlegu viðtali, en dánarorsökin reyndist vera óþekktur sjúkdómur sem herjar á börn og getur leitt til dauða án nokkurs fyrirvara. Líklegt þykir að LuaLua muni ekki spila fyrir þjóð sína í framtíðinni þó svo að það hafi ekki verið staðfest. Mörgum var brugðið þegar þeir sáu LuaLua í byrjunarliði Portsmouth í tapleiknum gegn Manchester United í ensku úrvals- deildinni um síðustu helgi, en þar átti leikmaðurinn stjörnuleik þótt hann væri gagntekinn af sorg. „Fyrir mér er ekkert val um mann leiksins. Það sem LuaLua gerði hér í kvöld var með ólíkindum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, sókn- armaður Man. Utd, eftir leikinn. „Hann var frábær í leiknum og nánast eina ógn Portsmouth með hraða sínum, styrk og tækni,“ sagði Nistelrooy, en hann var einn fjölmargra leikmanna Man. Utd sem gengu til LuaLua eftir leikinn og vottuðu honum samúð sína. „Ég tjáði honum samúð mína og lét hann vita að ég hugsaði til hans. Hvernig hægt var að spila svona vel undir þessum aðstæðum er ofar mínum skilningi,“ bætti Nistelrooy við. LuaLua kvaðst hrærður yfir samúð leikmanna Man. Utd eftir leikinn og sagði hana skipta miklu fyrir hann og fjölskyldu sína. „Þetta sýnir að leikmenn hér á Englandi vilja hver öðrum vel. Ég hef fengið margar samúðaróskir síðan ég kom aftur til Englands og er djúpt snortinn yfir þeim skiln- ingi sem mér hefur verið sýndur. En það kom aldrei annað til greina en að spila þennan leik.“ - vig Leyndur andláti sonar síns Tresor LuaLua hjá Portsmouth fékk ekki að vita af dauða 18 mánaða sonar síns fyrr en löngu eftir að hann átti sér stað. Forráðamenn landsliðs Kongó hindruðu að upplýsingarnar bærust honum á meðan Afríkumótið var í gangi. TRESOR LUA LUA Mun hugsanlega aldrei spila aftur fyrir þjóð sína þar sem forsvarsmenn landsliðsins leyndu hann upplýsingum um dauða sonar síns. Hér sést hann spila fyrir Portsmouth í leiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Nýliði New York Knicks, Nate Robinson, bar sigur úr býtum í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í fyrrinótt. Robinson tryggði sér sigur með magnaðri troðslu yfir hinn gamal- kunna Spud Webb, sem er minnsti leikmaðurinn í sögunni sem unnið hefur þessa keppni. Troðslan var stórkostleg og hlaut hann fullt hús stiga fyrir. Robinson er sjálfur næst minnsti sigurvegari keppn- inar, en hann er aðeins 175 sm á hæð. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas sigraði í 3-stiga skotkeppn- inni eftir bráðabana gegn Gilbert Arenas hjá Washington og Ray Allen hjá Seattle. - vig Troðslukeppnin í NBA: Robinson tróð yfir Spud Webb SIGURTROÐSLAN Robinson stekkur yfir Spud Webb og treður með tilþrifum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Eddie Jordan, maðurinn á bakvið Jordan-liðið í formúlu 1 kappakstri, segir að Michael Schumacher ætli sér að hætta keppni að loknu næsta tímabili í formúlunni og mæta til leiks að ári liðnu með eigið keppnis- lið. Jordan segir að Volkswagen muni verða helsti bak- hjarl Schumachers í liðinu. Jordan segir þetta í viðtali við blaðið F1Racing sem út kemur í næstu viku en enn hefur engin yfirlýsing borist frá Schumacher vegna þessara ummæla Jordan. Íslendingarnir í þýska körfuboltanum voru misatkvæðamiklir um helgina. Jakob Sigurðarson lék í fjórar mínútur fyrir lið sitt BG Leverkusen í sigurleik gegn Köln í úrvalsdeildinni og náði ekki að skora stig á þeim tíma. Logi Gunnarsson skoraði aftur á móti 15 stig fyrir Bayreuth sem tapaði fyrir Ehingen í 2. deild syðri. Leverkusen er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar en Bayreuth er í 6. sæti í sinni deild. Ólafur Stefánsson lék ekki með Ciudad Real sem vann öruggan sigur Algeciras, 31-19, í spænsku úrvals- deildinni í handbolta á laugardag. Ólafur er enn að jafna sig á meiðslunum sem hann hlaut gegn Serbum á EM í Sviss. Ciudad er í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Portland og fjórum á eftir Barcelona. Rúnar Kristinsson skoraði mark Loker-en þegar liðið tapaði fyrir St. Truid- en, 1-2, í belgísku úrvalsdeildinni um helgina. Mark Rúnars þótti einkar glæsilegt. Davíð Þór Viðarsson sat allan tímann á varamannabekk Lokeren en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem tapaði fyrir Waragem, 1-0. Genk er í 5. sæti deildar- innar og Lokeren í því 8. Grétar Rafn Steinsson sat á vara-mannabekk AZ Alkmar allan leikinn þegar liðið tapaði óvænt fyrir Utrecht á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni, 2-3. AZ er í 2. sæti deildarinnar, nú átta stigum á eftir toppliði PSV. Barcelona og Real Madrid unnu örugga sigra í spænsku úrvals- deildinni í fótbolta á laugardagskvöldið. Barcelona lagði Betis 5-1 þar sem stjörnurnar Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu meðal annars sitt markið hvor og Real vann sigur á Alaves á heima- velli, 3-0. Guti, Robinho og Cicinho skoruðu mörk Real. Barcelona er sem fyrr langefst í deildinni. Jenson Button, ökumaður Honda-liðsins, hefur verið langduglegastur að æfa sig fyrir komandi vertíð í formúlunni samkvæmt nýjum mælingum Willi- ams-liðsins. Button hefur ekið um níu þúsund kílómetra á undirbúningstíma- bilinu og þannig prófað og vanist bíl Hondaliðsins sem mest. Næstur honum er Pedro de la Rosa, varaökumaður McLaren, með 7500 km. Honda-liðið hefur einnig prufukeyrt langmest allra liða, eða tæplega 22 þúsund km. Næst kemur McLaren með um 4000 km minna en Renault er í þriðja sæti með rúma 17 þúsund km. ÚR SPORTINU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 16 18 19 20 21 22 23 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  18.00 Haukar og Fram mætast í DHL-deild kvenna í handbolta á Ásvöllum. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 NBA á Sýn. Útsending frá Stjörnuleiknum í NBA-deildinni sem fram fór í nótt.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.