Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 6

Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 6
6 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN Hefurðu áhyggjur af viðskipta- hallanum? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu á fjárfesta í hlutabréfum á næstu vikum? Segðu skoðun þína á visir.is FJÁRMÁL Sigurður Líndal, prófess- or í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugs- anleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórn- um frá og tekið vald hluthafa- funda eða stofnfjáreigenda í félög- unum. „Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hug- myndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinn- ar.“ Í 72. grein íslensku stjórnar- skrárinnar segir að eignarréttur- inn sé friðhelgur. „Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir,“ segir orð- rétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöld- um að grípa inn í starfsemi fyrir- tækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarrétt- arsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvar- lega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. „Það er fagn- aðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslíf- inu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar við- miðanir í þessum efnum.“ Í greinargerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármála- eftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjór- um eða framkvæmdastjórum fjár- málafyrirtækja, og skipa í stöð- urnar að nýju. magnush@frettabladid.is Tillögur starfshóps ekki studdar lögum Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir skorta lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfhóps um hugsanleg áföll í efnahagslífinu. Guðjón Rúnarsson fagnar gerð viðbragðsáætlunar en segir mikilvægt að hún sé alþjóðamiðuð. FÓLK Í BANKAVIÐSKIPTUM Skýrslur erlendra fyrirtækja hafa að undanförnu valdið töluverðum óróa í íslensku efnahagslífi. Íslensk stjórn- völd hafa þegar skipað starfshóp sem fjallar um viðbrögð við vandanum sem upp getur komið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐJÓN RÚNARSSON Telur mikilvægt að áætlanir stjórnvalda taki mið af svipuðum reglum erlendis. SIGURÐUR LÍNDAL Telur lagalegan grundvöll fyrir inn- gripi stjórnvalda ekki vera fyrir hendi. KRÓNAN „Spurningum um það hvort þetta sé hægt hefur ekki verið svarað,“ segir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, en hún hefur lýst áhuga á að kanna möguleika á að taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi án aðild- ar að Evrópusambandinu. „Af viðbrögðum að dæma telur að minnsta kosti sendiherra Evr- ópusambandsins hér á landi þetta þannig mál að vert sé að skoða það nánar innan framkvæmdastjórnar ESB,“ segir Valgerður. „Sú spurning hvort hagsmun- um Íslands verði best þjónað með því að gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, verður stöðugt áleitnari,“ segir Valgerður í pistli sínum. Ráðherrar sjálfstæðisflokks- ins, þau Sigríður Anna Þórðardótt- ir umhverfisráðherra og Geir H. Haarde utanríkisráherra lýstu því bæði í gær að það væri óraunhæf- ur möguleiki að Ísland gæti öðlast aðild að myntbandalagi Evrópu- sambandsins og tekið upp evruna sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópusambandið. Evrópski seðlabankinn sér um framkvæmd peningastefnu sam- bandsins og ákveður meðal annars vexti. Ljóst er því að aðild að EMU felur í sér frekara framsal á sjálfs- ákvörðunarrétti Íslands en varð með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. - jh Óraunhæft að skipta út krónunni að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins: Ráðherrar þrátta um evruna VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR VIÐSKIPTA- RÁÐHERRA Tveir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins telja hugmyndir viðskiptaráð- herra um aðild að myntbandalagi ESB óraunhæfar. VIÐSKIPTI Mikill áhugi Dana á íslensku efnahagslífi kom berlega í ljós í gær þegar þúsund manns mættu til að hlýða á erindi fimm frammámanna úr íslensku við- skiptalífi í Kaupmannahöfn. Tölu- verð umfjöllun hefur verið um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Danmörku síðastliðið ár og einn- ig um stöðu íslenska efnahags- kerfisins. Í erindum sínum lögðu þeir Hannes Smárason, Ágúst Guð- mundsson, Jón Ásgeir Jóhannes- son og Bjarni Ármannsson áherslu á að fyrirtæki þeirra væru ekki háð gengi íslensku krónunnar. Á forsíðu viðskiptablaðsins Børsen í gær var fjallað um skýrslu Merrill Lynch og hún sögð áfellisdómur yfir íslensku bönk- unum. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, sagðist telja að áhrif skýrslunnar og skýrslu Fitch í síðasta mánuði væru of mikil. Í viðtali við Fréttablaðið eftir fundinn sögðu þeir Bjarni, Jón Ásgeir og Hannes að töluverðs misskilnings á íslensku viðskipta- lífi gætti í Danmörku og kæmi það fram í neikvæðri umfjöllun fjöl- miðla. Sögðu þeir fundinn kær- komið tækifæri til að upplýsa Dani og slá á efasemdirnar. - ks Þúsund manns hlýddu á erindi fimm frammámanna í íslensku viðskiptalífi: Reynt að slá á efasemdir ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kauphall- arinnar. VIÐSKIPTI Eigendum dönsku stór- verslunarinnar Magasin du Nord verður greiddur rúmlega þriggja milljarða króna arður á næstu misserum. Þetta kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, á fundi með dönsku viðskiptafólki sem fram fór í Kaupmannahöfn í gær. Sagði hann að Baugur hefði séð góða möguleika á að snúa rekstri fyrirtækisins við á sínum tíma. Með arðgreiðslunni væri fjárfest- ing Baugs búin að borga sig. - ks Milljarða arður í Magasin: Fjárfestingin borgaði sig Bjarni Ármannsson forstjóri Íslands- banka segir mjög mikilvægt til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármála- krísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeft- irlitsins og því lítið geta tjáð sig um hvaða aðstæður það gætu mögulega verið sem til þyrftu að koma áður en ráð yrðu tekin af fyr- irtæki eða fjármálastofnun. „Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvalds- ins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.“ - óká Forstjóri Íslandsbanka: Samræmið skiptir máli BJARNI ÁRMANNSSON Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjár- málamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerf- isins. „Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef sykki kjarnorkukafbátur í landhelginni,“ segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. - óká Bankastjóri Landsbankans: Átta sig á mikil- vægi bankanna SIGURJÓN Þ. ÁRNASON DÓMSMÁL Maður á tvítugsaldri var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vopnað rán sem framið var í apríl 2005 í verslun í Kópavogi. Maðurinn játaði að hafa ógnað starfsstúlku í versluninni með skrúfjárni og látið hana opna fyrir sig sjóðsvél, og þaðan tók maðurinn 35 þúsund krónur. Héraðsdómur hafði skilorðs- bundið refsinguna í átta mánuði en Hæstiréttur sá ekki ástæðu til þess að hún yrði skilorðsbundin. Maður- inn var að auki dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað máls- ins, tæplega 180 þúsund krónu, auk málsvarnarlauna. Samtals nema þau 150 þúsund krónum. -mh Dæmdur fyrir vopnað rán: Fékk átta mán- aða fangelsi JAPAN, AP Japanski utanríkisráð- herrann, Taro Aso, olli miklu fjaðra- foki í gær þegar hann sagði japanska þing- inu að Taívan væri „löghlýtt land“. Stjórnvöld í Peking í Kína mótmæltu harð- lega, enda neita þau, sem og yfirvöld margra vestrænna ríkja, að viðurkenna sjálfstæði Taí- vans og telja það hluta af Kína. Utanríkisráðuneyti Japans sagði Aso hafa leiðrétt orð sín síðar og sagt Taívan vera „hérað“. Ekki er langt síðan kínversk yfirvöld komust í uppnám yfir orðum Aso um að Kínverjar létu kvennjósnara táldraga japanska erindreka, og kúga þá svo til að gefa upp ríkisleyndarmál. - smk Kínverjar reiðir út í Japana: Japani segir Taívan „land“ TARO ASO FRAKKLAND Kennarinn, sem tók 23 gísla í menntaskóla í vesturhluta Frakklands í gær, gafst upp síðdeg- is í gær. Gíslarnir voru 21 nemandi, einn kennari og einn utanaðkom- andi og varð þeim ekki meint af. Kennarinn er á fertugsaldri og starfaði við afleysingar í skólanum fyrir tveimur árum en hefur verið atvinnulaus upp á síðkastið. Kenn- arinn vildi fá að ræða við fjölmiðla um vandamál sín. Talið er að hann þjáist af þunglyndi. - ghs Uppnám í skóla í Frakklandi: Gafst upp og sleppti gíslum Kviknaði í piparsteik Tilkynnt var um mikinn svartan reyk og eld í blokk við Engihjalla í Kópavogi í gærkvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að íbúi í blokkinni var að grilla pip- arsteik og hafði aðeins kviknað í steik- inni og varð reykurinn því svo mikill. SLÖKKVILIÐ VIAGRA Á MARKAÐ Stinningarlyfið Viagra er loks komið á markað í Indlandi en að líkindum helst til seint til að framleiðandinn hafi mikinn hagnað af. Indversk fyrirtæki hófu fyrir löngu framleiðslu á sambærilegum lyfjum sem kosta margfalt minna. INDLAND LÖGREGLA Tollgæslan og lögreglan í Borgarnesi lögðu í gær hald á smyglvarning í fraktskipinu Sunnu í Grundartangahöfn með aðstoð Tollgæslunnar í Reykjavík. Sex skipverjar gengust við því að eiga varninginn, 33.800 sígarettur, og gengust við sektargerð vegna málsins. Skipið, sem er í eigu Skipafé- lagsins Ness hf., hélt frá Grundar- tanga í gærkvöld. Skipafélagið greiddi rúmlega 642 þúsund króna sekt fyrir hönd skipverjanna og hélt skipið svo frá höfn. Áhöfnin var að mestu erlend en þó var einn Íslendingur um borð. - ghs Smygl á Grundartanga: Sex gripnir með sígarettur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.