Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 8
8 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
VEISTU SVARIÐ
1 Í hvaða bæ hafa menn sammælst um að hætta að flagga í hálfa stöng?
2 Á hvaða íslenska fréttavef er hægt að lesa fréttir á pólsku?
3 Hvar fer fyrsta formúlu 1 keppni ársins fram um helgina?
SVÖR Á BLS. 50
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti sætir nú mikilli
gagnrýni þingmanna vegna fyrir-
ætlunar stjórnvalda um að fela
ríkisreknu fyrirtæki frá Samein-
uðu arabísku furstadæmunum
rekstur sex helstu hafna Banda-
ríkjanna. Fjárlaganefnd fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings sam-
þykkti seint á miðvikudag, með 62
atkvæðum gegn einungis tveimur,
frumvarp sem stöðvar kaup Dubai
Ports World á hafnarrekstrinum.
Þetta er alvarlegasti ágreiningur-
inn sem upp hefur komið milli
þingmanna og Bush, og segja
stjórnmálaskýrendur gjörð þing-
mannanna vera nánast beina árás
á forsetann.
Fjárlaganefndin skaut klausu
sem stöðvar yfirtöku Dubai-fyrir-
tækisins inn í frumvarp um 91
milljarðs dollara fjárveitingu til
stríðsreksturs í Írak og neyðarað-
stoð vegna fellibyljanna heima
fyrir.
Andstaða við yfirtöku Dubai-
fyrirtækisins á rekstrinum er
mikil bæði meðal þingmanna úr
báðum flokkum sem og almenn-
ings, og telja margir að öryggi
landsins yrði stefnt í voða fengi
Dubai Ports World yfirumsjón
með rekstri hafnanna.
Dubai-fyrirtækið keypti rekst-
urinn af bresku fyrirtæki en
Bandaríkjastjórn varð að staðfesta
kaupsamninginn. Bush hefur verið
mikill stuðningsmaður sölunnar
og hefur hótað að beita neitunar-
valdi reyni þingið að stöðva sölu
hafnarrekstursins, en hann hefur
ekki beitt neitunarvaldi fyrr á sex
ára setu sinni á forsetastóli. Jafn-
framt hefur hann opinberlega lýst
því yfir að öll öryggismál Dubai-
fyrirtækisins hafi verið könnuð
vandlega. Bandaríska strandgæsl-
an sendi hins vegar nýverið frá sér
skýrslu, þar sem fram kom að svo
væri ekki, samkvæmt fréttum
breska ríkisútvarpsins, BBC.
Telja stjórnmálaskýrendur að
fylgi repúblikana við frumvarpið
liggi að miklu leyti í þingkosning-
unum sem haldnar verða í Banda-
ríkjunum í nóvember. Þar sem
skoðanakannanir benda til að
meirihluti Bandaríkjamanna sé
mótfallinn því að selja arabísku
fyrirtæki hafnarreksturinn, þá sé
það þeim í hag að stöðva söluna nú,
sérstaklega þegar litið er til þess
hversu mjög Bush hefur fallið í
áliti kjósenda undanfarið.
Gert er ráð fyrir að fulltrúa-
deildin í heild sinni greiði atkvæði
um frumvarpið í næstu viku. Þar
sem klausan er hluti af afar mikil-
vægu frumvarpi, telja stjórnmála-
skýrendur það líklegt að hún verði
samþykkt bæði af fulltrúadeild-
inni og öldungadeildinni.
smk@frettabladid.is
Stríðsyfirlýsing
við forsetann
Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
hefur samþykkt að stöðva kaup arabísks fyrirtækis
á rekstri helstu hafna Bandaríkjanna. George W.
Bush Bandaríkjaforseti hefur stutt kaupin.
VANDRÆÐI Á HEIMAVELLI George W. Bush Bandaríkjaforseti sætir mikilli gagnrýni þing-
manna bæði úr sínum eigin flokki sem og demókrata, vegna stuðnings hans við kaup
ríkisrekins fyrirtækis frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á rekstri sex helstu hafna
Bandaríkjanna.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND, AP Metnaðargirni
fransks föður fyrir hönd barnanna
sinna hefur komið honum í koll.
Christophe Fauviau, fyrrverandi
herflugmaður, hefur verið ákærð-
ur af frönskum yfirvöldum fyrir
að eitra fyrir börnum og fullorðn-
um sem léku tennis við börn hans.
Fauviau eitraði fyrir mótherjum
barnanna með þeim afleiðingum
að einn mótherjanna lést.
Fauviau er ákærður fyrir að
hafa 27 sinnum gefið mótherjum
barnanna róandi lyf á árunum
2000 til 2003. Maðurinn sem lést
var 25 ára gamall kennari, sem
lést í bílslysi eftir að hafa tapað
tennisleik við son Fauviau. Lög-
regla taldi að hann hefði sofnað
við stýrið.
Saksóknarar krefjast þess að
Fauviau hljóti 10 ára fangelsis-
dóm. Fauviau hefur þráfaldlega
neitað sök. - smk
VIÐSKIPTI Hildingur, fjárfestinga-
félag í eigu Kaupfélags Eyfirð-
inga, hefur keypt eignarhlut í
Miðlun ehf. og mun Miðlun opna
starfsstöð í húsnæði KEA á Akur-
eyri með vorinu. Til að byrja með
verða starfsmenn Miðlunar á
Akureyri tíu til tólf talsins en
stefnt er á að þeir verði 30 til 40
innan þriggja ára.
Miðlun er þjónustufyrirtæki
sem annast símsvörun fyrir stofn-
anir og fyrirtæki, auk þess að taka
að sér úthringi- og söluverkefni.
Félagið er með starfsstöð í Reykja-
vík og eru starfsmenn þar fimmt-
án.
Árni Zophoníasson, stjórnar-
formaður Miðlunar, segir starf-
semi félagsins í Reykjavík hafa
vaxið á undanförnum árum þar
sem fyrirtæki kjósi í auknum
mæli að úthýsa verkefnum til sér-
hæfðra aðila á borð við Miðlun.
Bjarni Hafþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Hildings, segist
binda miklar vonir við starfsemi
Miðlunar á Akureyri en ætlunin sé
einnig að blása til frekari sóknar í
starfsstöð Miðlunar á höfuðborg-
arsvæðinu. - kk
Dótturfélag KEA kaupir hlut í símaþjónustufyrirtækinu Miðlun:
Tugir nýrra starfa verða til
KAUPIN KYNNT Árni Zophoníasson, Bjarni Hafþór Helgason, Hanna Katrín Friðriksson,
framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Eimskips, og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Miðlunar.
LÖGREGLUMÁL Umtalsverð fækkun
þjófnaðarmála hefur átt sér stað í
Kópavogi síðustu árin samkvæmt
gögnum lögreglunnar.
Markmiðið fyrir síðasta ár
var að fækka þeim um 10 prósent
en raunin varð að þeim fækkaði
um 21 prósent frá árinu 2004.
Langflest þjófnaðarmálin eiga
sér stað í verslunum og þá sér-
staklega í verslunarmiðstöðinni
Smáralind. Yfir 80 prósent til-
kynntra þjófnaða í umdæminu
áttu sér stað þar. - aöe
Lögreglan í Kópavogi:
Þjófnuðum
fækkar mikið
Samningar verði þýddir Verka-
lýðshreyfingin vill styrk frá félagsmála-
ráðuneytinu til að þýða kjarasamninga
á erlend tungumál. Þetta kom fram á
stórri kvennaráðstefnu sem haldin var
í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna
í dag.
KJARAMÁL
SVÍÞJÓÐ Yfirstjórn sænsku ríkis-
lögreglunnar hefur nú ákveðið að
leyfa lögreglumönnum að vera
með túrban, kollhúfu eða annað
höfuðfat tengt trúarbrögðum lög-
reglumannanna. Á fréttavef
Svenska Dagbladet kemur fram
að ástæðan sé sú að yfirstjórnin
vilji ekki útiloka neina þjóðfélags-
hópa frá lögreglustarfinu.
Lögreglumenn sem vilja bera
túrban eða annan höfuðbúnað við
lögreglubúninginn verða þó að
gæta þess að það fari vel við lög-
reglubúninginn, til dæmis í lit og
útliti. Það kemur í hlut einstakra
lögreglumanna að ákveða hvað fer
vel og hvað ekki. - ghs
Sænskir lögreglumenn:
Kollhúfa og
túrban leyfð
CHRISTOPHE FAUVIAU Faðir sem hefur við-
urkennt að hafa eitrað fyrir tennismótherj-
um barnanna sinna, mætir í réttarsal í
Frakklandi í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Metnaðargirni fransks föður kom honum í koll:
Eitraði fyrir keppi-
nautum barna sinna