Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 37
10. mars 2006 FÖSTUDAGUR34
menning@frettabladid.is
!
Á morgun efnir Stofnun
Sigurðar Nordals til árlegs
vormálþings sem að þessu
sinni er helgað íslenskri
menningu. Úlfar Bragason,
forstöðumaður stofnunar-
innar, segir mikla grósku
í íslensku menningarlífi
og blæs á yfirlýsingar um
dauða íslenskrar tungu.
„Íslensk menning er í mikilli
deigu,“ segir Úlfar Bragason og
bendir á að staða menningarinnar
almennt sé breytt vegna sífellt
vaxandi erlendra áhrifa og sökum
þess að hingað til lands flytjast
fleiri útlendingar. „Það er fleira
fólk að fást við menningu og hún
er fjölbreyttari en áður.“ Í ljósi
umræðunnar undanfarið um
mögulegan dauða íslenskunnar
eftir 100 ár segir Úlfar að við
vitum ekkert hvernig ástandið
muni verða þá en það sé full
ástæða til bjartsýni. „Íslenskan
hefur aldrei staðið betur. Það er
miklu meira skrifað, miklu meira
lesið og það er mikill áhugi á
tungumálinu, t.d. erlendis og hér
er öflugt ríkisvald sem getur stutt
við bakið á íslenskri tungu,“ segir
Úlfar. Hann telur fyrrgreinda
umræðu vera á skjön við veruleik-
ann en bendir enn fremur á að
meira fé vanti til rannsókna á
íslenskri tungu.
Nýir staumar að utan
„Það koma nýir straumar með
útlendingum sem flytjast hingað
til lands en það skiptir máli
hvernig við tökum á móti þeim,“
segir Úlfar og áréttar að þeir
hafi mikinn áhuga á að læra
íslensku. Stofnun Sigurðar Nor-
dals hefur m.a. umsjón með sum-
arnámskeiðum í íslensku og
íslenskum fræðum og forgöngu
um íslenskukennslu í erlendum
skólum. „Meðal erlendra stúd-
enta er mikill áhugi á að læra
íslensku, það sækja miklu fleiri
um hjá okkur heldur en við getum
tekið við,“ segir Úlfar og útskýr-
ir að t.d. heimsæki yfir 300
manns íslenskukennsluvefinn
Iceland online á hverjum degi.
Stofnunin sinnir einnig upplýs-
ingaþjónustu um kennslu og
kennslugögn í íslensku fyrir
útlendinga.
Þó að staða menningarinnar sé
góð segir Úlfar samt sem áður að
allt of lítið sé fjallað um menningu
hérlendis. „Ef frá eru taldir nokkr-
ir þættir í Ríkisútvarpinu og ef
það eru einhverjar stórstjörnur
sem eiga í hlut. Hérlendis koma út
blaðakálfar um viðskipti rétt eins
og peningarnir séu aðalatriðið,“
segir Úlfar.
Menning í víðu samhengi
Yfirskrift málþingsins á morgun,
„Einlyndi og marglyndi“, er fengið
frá Sigurði Nordal sem flutti sam-
nefnda fyrirlestra á árunum 1918-
1919 þegar hann var nýkominn
heim úr námi. Á þessu ári eru 20 ár
liðin síðan Stofnun Sigurðar Nor-
dals var sett á laggirnar og þann
14. september nk. eru liðin 120 ár
frá fæðingu þessa þekkta fræði-
manns en Úlfar segir að stofnunin
muni minnast tímamótanna með
ýmsum hætti, m.a. með málþingi
um íslenskukennslu á haustdögum.
Frummælendur á málþinginu
starfa á ólíkum fræðasviðum. „Oft
þegar talað er um menningu í sam-
bandi við Sigurð Nordal er vísað til
þeirra sviða sem hann fjallaði mest
um, þ.e.a.s. tungumáls, bókmennta
og sögu,“ segir Úlfar og bendir á að
nú sé leitast við að hafa sem mesta
breidd í umfjölluninni, ætlunin sé
að meta stöðu menningarinnar í
heild og þess sem er að gerast t.d. á
ólíkum rannsóknarsviðum. Meðal
frummælenda á morgun eru Gauti
Kristmannsson, lektor í þýðingar-
fræði við HÍ, Haukur Ingvarsson,
bókmenntafræðingur og skáld, Ása
Richardsdóttir, framkvæmdastjóri
Íslenska dansflokksins, og Björn
Ægir Norðfjörð, aðjunkt í kvik-
myndafræði við HÍ.
Marglyndi menningarinnar
ÚLFAR BRAGASON, FORSTÖÐUMAÐUR STOFNUNAR SIGURÐAR NORDALS
Kl. 18.00
Hljómsveitin Andrúm spilar
rokk í anda Pink Floyd í
Gallerí Humar eða frægð,
Laugavegi 59.
Náttúruverndarsamtökum
hefur gjarnan verið legið
á hálsi að berjast á móti
stóriðjustefnu án þess að
benda á önnur úrræði.
Náttúruvaktin, Fuglavernd,
Hættu-hópurinn og Nátt-
úruverndarsamtök Íslands
efna til ráðstefnu í dag sem
er m.a. svar við þessum
ásökunum. Sumarliði R.
Ísleifsson, einn af forsvars-
mönnum ráðstefnunnar,
segir að um sé að ræða
viðbragð við ráðstefnunni
Orkulindin Ísland sem Sam-
tök atvinnulífsins, Samtök
iðnaðarins og Samorka
stóðu fyrir nýlega þar sem
fjallað var um gildi ál- og
orkuframleiðslu. Sumarliði
segir að margir hafi þungar
áhyggjur af þróun atvinnu-
mála hér á landi og að á
ráðstefnunni verði leitast við
að horfa á málin úr annarri
átt. Fyrirlesarar verða Reynir
Harðarsson stofnandi CCP,
Rögnvaldur Sæmundsson,
forstöðumaður Rannsókna-
miðstöðvar HR í nýsköp-
unar- og fjölmiðlafræðum,
Árni Finnson frá Náttúru-
verndarsamtökum Íslands
og Magnús Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Hesta-
sport-Ævintýraferða. Að
loknum fyrirlestrum verða
pallborðsumræður með full-
trúum stjórnmálaflokkanna.
Ráðstefnan er haldin á Hotel
Nordica og stendur frá 14-17.
Auður í ýmsum myndum
SUMARLIÐI R. ÍSLEIFSSON SAGNFRÆÐINGUR
Nýlega var aðgangseyrir að sýn-
ingum Listasafns Íslands felldur
niður og nú á að auka þjónustu
safnsins til muna og bjóða upp á
fræðsluerindi um sýningar safn-
ins. Erindi þessi kallast Þankar um
myndlist – spurt og spjallað og
verða á dagskrá í hádeginu á föstu-
dögum og miða að því að veita safn-
gestum innsýn í afmarkaða hluta
sýninganna og gera almenningi
kleift að taka virkari þátt í þeirri
umræðu sem tengist listasýning-
um safnsins, Þessa dagana stendur
yfir sýning á málverkum Snorra
Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndal
og í dag mun Helgi Þorgils Frið-
jónsson myndlistarmaður fjalla
um nokkur verk þeirra milli kl.
12.10-12.40. Á morgun mun Harpa
Þórsdóttir listfræðingur síðan
fjalla um myndlist Gunnlaugs
Blöndal frá kl. 11-12. Listasafn
Íslands er við Fríkirkjuveg 7.
Aukin fræðsla í
Listasafni Íslands
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON MYNLISTAR-
MAÐUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
7 8 9 10 11 12 13
Föstudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
18.00 Hljómsveitin Andrúm heldur
tónleika í Gallerí Humar eða frægð
við Laugaveg og spilar tónlist í anda
Pink Floyd.
22.00 Tónleikar með El Rodeo,
Gavin Portland og Blindsight frá
kl 22-24. Dj Gulli í Ósóma tekur við
á miðnætti.
23.00 Brain Police heldur tónleika
á Gauk á Stöng.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Danshljómsveit Friðjóns
leikur fyrir dansi föstudag og laugar-
dag í Vélsmiðjunni á Akureyri. Frítt
inn til miðnættis.
Vignir Sigurþórsson úr Borgarnesi
(Gammeldansk) spilar og syngur á
Catalinu í Kópavogi.
■ ■ FUNDIR
20.30 Tran-Thi-Kim-Dieu heldur
erindi í húsi Guðspekifélagsins við
Ingólfstræti 22. Erindið ber yfirskrift-
ina “Að uppgötva sitt eigið Dharma
(og goðsögnin um frjálsan vilja).”
■ ■ UPPÁKOMUR
20.00 Nemendur á myndlistar-
deild LHÍ fremja gjörninga á efstu
hæð Nýlistasafnsins. Fyrr um daginn,
kl. 18, verður gjörningur framinn við
Gróttu en hann svo fluttur upp á
fjórðu hæðina safnsins. Nýlistasafnið,
Laugavegi 26 - gengið inn frá
Grettisgötu.
■ ■ MÁLÞING
14.00 Stofnun Sigurðar Nordals
efnir til málþings um menningu á
Íslandi og íslensk fræði í nútíð og
framtíð í samvinnu við Ritið, tímarit
Hugvísindastofnunar. Málþingið
stendur frá 14.00 til 17.00, allir vel-
komnir.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.