Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 39
10. mars 2006 FÖSTUDAGUR
Loksins fá Bandaríkjamenn
að heyra í Diddú og Fóst-
bræðrum þegar einn vin-
sælasti útvarpsþáttur þar
vestra verður sendur út hér
á landi á Listahátíð í maí.
„Skemmtiþáttur Garrison Keill-
ors er nánast forn á okkar mæli-
kvarða en hann hefur haldið velli
í liðlega 30 ár,“ segir Tony Judge,
framleiðandi útvarpsþáttarins
Praire Home Companion sem
hefur verið einn vinsælasti
útvarpsþáttur Bandaríkjanna um
langt skeið eins og ráða má af
aldrinum.
Að sögn Tonys er þátturinn ævin-
lega sendur út beint fyrir fullu
húsi áheyrenda. „Við ætlum að
senda þáttinn út beint úr Þjóð-
leikhúsinu í Reykjavík um miðjan
maí næstkomandi í tengslum við
Listahátíðina, en þetta er í fyrsta
skipti sem við sendum þáttinn út
af erlendri grundu,“ segir Tony.
Hann segist hafa fengið að
minnsta kosti 30 tillögur og
ábendingar um tónlistarmenn og
aðra listamenn íslenska til að
koma fram í tveggja klukku-
stunda langri dagskrá. „Það er
eiginlega leyndarmál ennþá
hverjir verða leiddir upp á svið
Þjóðleikhússins, en ég má til með
að nefna karlakór Fóstbræðra og
Diddú þótt ekkert sé endanlega
frágengið.“
Tony Judge hefur komið áður
til Íslands og hrifist af landi og
þjóð. „Það eru einhver bönd sem
tengja Íslendinga við landið sitt.
Þeir setjast að í framandi lönd-
um, læra þar og starfa og hafa
það gott. En einn góðan veðurdag
segja þeir: Jæja, nú er tími til
kominn að fara heim.“ Tony seg-
ist viss um að þetta sé séríslenskt
fyrirbrigði.
Garrison Keillor er mjög vel
þekktur í Bandaríkjunum og þátt-
ur hans nær eyrum að minnsta
kosti sex milljóna Bandaríkja-
manna hvert laugardagskvöld.
Þátturinn byrjaði í Minnesota en
er nú þekktur um öll Bandaríkin.
„Það er gaman að segja frá því, að
útsending okkar 14. maí næst-
komandi verður að líkindum einn-
ig í beinni útsendingu á Rás 2.“
Þess má geta að kvikmynda-
leikstjórinn Robert Altman und-
irbýr nú gerð kvikmyndar um
Praire Home-þættina með þekkt-
um kvikmyndastjörnum á borð
við Meryl Streep.
- jh
Kanaútvarp á Listahátíð
TONY JUDGE FRAMLEIÐANDI ÚTVARPSÞÁTTANNA PRAIRIE HOME „Við ætlum að senda
þáttinn út beint úr Þjóðleikhúsinu í Reykjavík um miðjan maí næstkomandi.“
Heildsölu lagersala
Listaverð Utsöluverð frá
Utivistarjakki 29,990 11,900
Hlaupajakki 8,990 3,900
Flíspeysa 12,990 5,900
HiTec Golfskór 12,990 5,900
Fótboltaskór 13,990 5,900
Einnig mikið úrval af:
Skíðafatnaði, Utivistarfatnaði, Golffatnaði,
Iþróttafatnaði, Brettafatnaði
Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir
50-90% afsláttur!!
Við rýmum til á lagernum vegna sumarlínu
okkar sem kemur fljótlega til landsins.
Við seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði!
www.zo-on.com
ZO-ON Iceland
Nýbýlavegur 18
(gengið inn Dalbrekku megin)
Opnunartími
Fimmtud. 14-20
Föstud. 14-20
Laugard. 10-18
Sunnud. 11-17
Mánud. 14-20
9-13 mars 2006
Fyrstur kemur,
fyrstur fær!
Komið tímanlega
því takmarkað magn er
til af öllum vörum
Nú fer hver að verða síðastur að
berja augum árlega sýningu
Blaðaljósmyndarafélags Íslands í
Gerðubergi en sýningin lokar á
sunnudag. Í kjallara hússins er
einnig yfirlitssýning á ljósmynd-
um Gunnars V. Andréssonar ljós-
myndara sem spannar 40 ára feril
hans og geymir ófá ódauðleg
augnablik úr sögu þjóðarinnar.
Sýningin er opin frá 11-17 á föstu-
daginn og frá 13-16 um helgina.
Síðustu forvöð
STEINGRÍMUR Í GÓÐUM HÖNDUM Á KOSNINGAVÖKU 1992