Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 45
 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR42 Big Band-kvöldin hafa vakið mikla lukku undanfarin tvö ár enda hafa þátttakendurnir blómstrað á svið- inu. Snorri, Ragnheiður Sara, Ingó, Ína, Alexander og Bríet Sunna hafa öll valið sér þekkta standarda sem flestir geta raulað með og eiga eflaust eftir að vekja upp gamlar minningar hjá eldri kyn- slóðinni. Nítján meðlimir úr Stórsveit Reykjavíkur undir styrkri stjórn Samúels J. Samúelssonar „swing- ar“ á sviðinu en hér eftir notast keppendur eingöngu við „lifandi“ undirleik því hljómsveitin Ísafold hefur verið ráðin til að leggja keppendunum lið. Sem fyrr eru Einar Bárðarson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Bubbi Morthens í dóm- arasætunum en „skoðun þeirra þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar,“ eins og margoft kemur fram í útsendingu. Simmi og Jói sjá um að kynna en töluvert stór hluti þáttar- ins fer í sýningu á ferðasögu frá París þar sem sex- menningarnir dvöldust um síðustu helgi í góðu yfirlæti. - fgg Sveiflubragur á Idol - stjörnuleitinni Big Band, Frank Sinatra og París er meðal þess sem bryddað verður upp á í Vetrargarðinum þegar Idol - stjörnuleitin heldur áfram. Spennan magnast með hverju kvöldinu enda einungis sex keppendur sem geta orðið næsta Idol-stjarna Íslands. BRÍET SUNNA 900 9006 EÐA SMS Í 1918 IDOL 6 John Davenport og Eddie Cooley settust niður og skrifuðu lagið Fever. Lagið kom fyrst út árið 1956 og var hugsað inn í þá rokk & ról bylgju sem reið yfir Bandarík- in. Little Willie John flutti það fyrst en Fever varð ekki frægt fyrir en Peggy Lee setti það í „swing“-búning og gaf út árið 1958. ALEXANDER 900 9005 EÐA SMS Í 1918 IDOL 5 Cole Porter samdi I‘ve Got You Under My Skin en Frank Sinatra gerði það að sínu og kom því á topp tíu listann í Bandaríkjunum. Snemma á tíunda áratugnum tók írski söngvarinn Bono miklu ástfóstri við Sinatra og sungu þeir þetta lag saman. Dúettinn sló eftirminnilega í gegn en það merkilega er að þeir hittust aldrei meðan á upptök- unum stóð. ÍNA 900 9004 EÐA SMS Í 1918 IDOL 4 Orange Colored Sky er þekkast í flutningi Nat King Cole sem heillaði heimsbyggðina upp úr skónum með sinni hljómþýðri röddu. Slátrara- sonurinn lærði á píanó hjá móður sinni en hún var kirkjuorganisti eftir að faðir Cole tók við prestsstarfi í Chicago. INGÓ 900 9003 EÐA SMS Í 1918 IDOL 3 Sway var upphaflega samið á spænsku og hét þá „Quien Sera“ en Pablo Beltran Ruiz á heiðurinn af því. Norman Gimbel snaraði því síðan yfir á ensku og tók stórstjarnan Dean Martin við því þar og gerði ódauðlegt. Martin afrekaði það seinna að vera með söluhærri plötu heldur en Bítlarnir sem þótti miklum tíðind- um sæta. RAGNHEIÐUR SARA 900 9002 EÐA SMS Í 1918 IDOL 2 Georgia (On My Mind) er einkennis- lag Georgiu-fylkis í Bandaríkjunum. Stuart Gorrell og Hoagy Carmichael eiga heiðurinn af laginu en það var samið handa dularfullum kvenkynsvini Gorrell sem gekk undir nafninu Georgia. Ray Charles tók lagið upp á sína arma og er flutningur hans hvað þekktastur. SNORRI 900 9001 EÐA SMS Í 1918 IDOL 1 Lagið Fly Me to the Moon var samið árið 1954 af lagahöfundinum Bart Howard. Upphaflegur titill lagsins var reyndar „In Other Words“ en varð fljótlega þekkt af upphafslínum sínum. Felicia Sanders flutti lagið fyrst en bláskjár sjálfur, Frank Sinatra, kom því á toppinn. „Við í Sigtinu erum allir að fara út að borða í kvöld í tilefni þess að þáttur- inn var frumsýndur í gær. Við ætlum að fá okkur einhvern góðan rétt og halda upp á tímamótin. Erum ein- mitt nýkomnir frá London þar sem við vorum að klára tökur en við höfum alls tekið upp átta þætti. Það kemur svo í ljós hvernig þetta gengur. Von- andi fer þetta vel í landann og þá gerum við fleiri þætti. Það kemur bara í ljós hvort fólk hefur sama húmor og við. Um helgina er ég svo að fara að leika í Ronju ræningjadóttur báða dagana. Ég leik þarna einn af Matthí- asar-ræningjunum. Þetta er ofsalega falleg sýning og góður hópur, mér þykir það sérstaklega mikill heiður að fá að leika með Ladda sem ég hef litið upp til frá æsku. Ég er reyndar að fara að æfa nýtt leikrit með honum, Eggert Þorleifs og Helgu Brögu á morgun og það verður örugglega skemmtilegt. Ég ætla svo að njóta þess á kvöldin um helgina að vera í fríi og hafa það gott með kærustunni minni og börnunum mínum. Gunnar Hansson leikari og þrír ómissandi hlutir fartölva golfsett og bíll FULLKOMIN HELGI GUNNAR HANSSON LEIKARI Einn af ræningjum Matthíasar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.