Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 47
ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSINS TIL FULLS!
Tónleikaferð hljómsveitanna
Ampop, Dikta og Hermigervils
hefst í Menntaskólanum á Egils-
stöðum í kvöld.
Ferðinni lýkur síðan á Nasa
þann 17. mars með beinni útsend-
ingu á Rás 2. Þetta er í fyrsta sinn
sem Rás 2 stendur fyrir tónleika-
ferð um landið, en áður hefur stöð-
in aðstoðað listamenn á borð við
Jón Ólafsson, Jagúar, Bubba
Morthens, Hörð Torfason og núna
síðast Sign við að rokka hringinn
og bera fagnaðarerindið út um allt
land.
Auk þess mun Rás 2 bjóða einni
efnilegri hljómsveit frá hverju
sveitarfélagi sem verður heimsótt
að stíga á stokk og hefja tónleik-
ana í sínum heimabæ.
„Við vonum að fólk kunni að
meta þetta og láti sjá sig. Við
erum að minna á okkur og ætlum
að bjóða upp á frábæra tónleika
fyrir lítinn pening um allt land,“
segir Ólafur Páll Gunnarsson hjá
Rás 2.
„Þetta er gömul hugmynd sem
við ætluðum að kýla á fyrir tveim-
ur árum. Hugmyndin var að Mugi-
son, Brain Police og Hjálmar færu
í svona ferð en við viljum meina
að þessi bönd sem fara núna séu á
svipuðum stað í dag og þær voru
þá,“ segir hann. „Við lítum á þetta
sem fyrstu tilraun af vonandi
mörgum. Það er mikið um að
hljómsveitir séu að koma hingað
til Reykjavíkur frá útlöndum en
það er minna um að hljómsveitir
fari út á land,“ bætir Óli Palli við
og minnir á að Rás 2 sé útvarp
allra landsmanna. - fb
Frábærir tónleikar fyrir lítinn pening
DIKTA Rokksveitin Dikta gaf fyrir síðustu jól út plötuna Hunting for Happiness, sem hefur fengið góðar viðtökur.
TÓNLEIKAFERÐIN:
10. mars Menntaskólinn á Egilsstöðum (ásamt hljómsveitinni Miri).
11. mars Græni Hatturinn, Akureyri (ásamt Hvanndalsbræðrum).
12. mars Menntaskólinn á Ísafirði (ásamt Húsinu á sléttunni).
14. mars Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi (ásamt hljómsveitinni Motýl).
15. mars Ráin, Reykjanesbæ (ásamt hljómsveitinni Koju).
16. mars Bíóhöllin, Akranesi (ásamt hljómsveitinni Planc).
17. mars Nasa, Reykjavík (ásamt hljómsveitinni Vax).
FRÉTTIR AF FÓLKI
Pete Doherty játaði enn og einu sinni
ást sína á Kate Moss
þegar hann yfirgaf
réttarsalinn nýlega. „Ég
elska Kate að eilífu,“ skrif-
aði hann með tússpenna
innan á rúðuna á Jagúar-
bíl sínum. Pete og Kate hættu saman í
lok síðasta árs.
Robbie Williams vill að besti vinur hans, Jonathan Wilkes, syngi
dúett með honum á tónleika-
ferðalagi hans um heiminn.
„Robbie og Jonathan eru
óaðskiljanlegir,“ sagði heim-
ildarmaður The Sun. „Þeir
eru mjög góðir vinir og gera allt saman.
Jonathan er þjálfaður söngvari og hefur
komið fram í söngleikjum.“
Talsmenn Britney Spears hafa neitað sögusögnum um
að stúlkan sé ófrísk á ný.
Orðrómurinn komst á kreik
um að Britney hefði sagt
vinum sínum að hún væri
ófrísk eftir að sást til hennar með óvenju
mikla bumbu. Kannski er Britney á móti
því að losna jafn fljótt við óléttufituna og
aðrar skvísur í Hollywood hafa lagt sig
fram um.
Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson þolir ekki hina
hefðbundnu hugmynd um að
gifta sig og eignast svo börn en
Emma telur betra að hafa þetta öfugt.
Hún giftist manni sínum árið 2003 og þá
var fjögurra ára dóttir þeirra, Gaia, brúð-
armær. „Gaia elskaði brúðkaupið. Þetta
er stórkostlegt fyrir börn, því svona sjá
þau að pabbi og mamma munu verða
saman til æviloka. Stundum gengur
það auðvitað ekki upp en mér finnst
samt að fólk ætti að leyfa börnunum
líka að njóta brúðkaupsdagsins.“
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
S.
S
Ó.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
FRÁBÆR SKEMMTUN
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
RENT kl. 8 og 10.25 B.I. 14 ÁRA
YOURS, MINE & OURS kl. 6 og 8
PINK PANTHER kl. 10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
RENT kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 14 ÁRA
CAPOTE kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 12 ÁRA
CONTANT GARDENER kl. 5.20 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
RENT kl. 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA
YOURS MINE AND OURS kl. 4, 6 og 8
PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD kl. 10 B.I. 16 ÁRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 5.45 SÍÐUSTU SÝNINGAR
ÓSKARSVERÐLAUNIN
- Besti leikstjóri,
Besta handrit og
Besta tónlist
TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÍÐUSTU SÝNIN
GAR
SÍÐUSTU SÝNIN
GAR
ÓSKARSVERÐLAUNIN
sem besti leikari í
aðalhlutverki -
Philip Seymor
Hoffman
STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
„...listaverk,
sannkölluð perla“
- DÖJ, kvikmyndir.com
ÓSKARS-
VERÐLAUNIN
sem besta leik-
kona í aðalhlut-
verki - Reese
Witherspoon
ÓSKARSVERÐLAUNIN
Besta leikkona
í aukahlutverki
Rachel Wisz
STEVE MARTIN
KEVIN KLINE
JEAN RENO
BEYONCÉ
KNOWLES
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
- SV MBL
- VJV topp5.is
- MMJ Kvikmyndir.com
SCREAMING QUEENS
SÝND KL. 8
UPPLIFÐU MAGNAÐAN
SÖNGLEIKINN!!
STÚTFULL AF
STÓRKOSTLEGRI
TÓNLIST!
8 KRAKKAR. FORELDRARNIR.
ÞAÐ GETUR ALLT FARIÐ ÚRSKEIÐIS.
SKEMMTU ÞÉR VEL Á FRÁBÆRRI
FJÖLSKYLDUMYND!
2 FYRIR 1
FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR
ÍSLANDSBANKA