Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 49
46 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
2 3 4 5 6 7 8
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Valur og LC Brühl mætast
í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni
Evrópu.
20.00 HK og ÍR mætast DHL-deild
karla í handbolta í Digranesi.
■ ■ SJÓNVARP
12.50 HM í frjálsum á Rúv. Bein
útsending frá Moskvu.
19.30 Meistaradeildin á Sýn.
Fréttaþáttur.
20.00 Motorworld á Sýn.
20.30 Súperkross á Sýn.
21.30 HM í póker á Sýn.
> Gunnar Þór hrífur Berg
Hennig Berg, þjálfari Lyn í Noregi og
fyrrverandi leikmaður Manchester
United, er ánægður með Gunnar Þór
Gunnarsson sem er á reynslu hjá félag-
inu. „Gunnar er ungur og efnilegur leik-
maður. Hann hefur sýnt góða takta en
við höfum ekki enn
tekið ákvörðun
um það hvort við
semjum við hann,“
sagði Berg við
Fréttablaðið í gær.
Gunnar Þór er
samnings-
bundinn
Fram en
hann
hefur
verið við
æfingar
hjá Lyn
í þessari
viku.
Valsstúlkur mæta um helgina svissneska
liðinu LC Brühl í átta liða úrslitum Áskor-
endakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn fer
fram í kvöld klukkan 19.15 en hinn á
morgun klukkan 14.00. Báðir fara
þeir fram í Laugardalshöll.
„Ég er búinn að skoða spólu
með liðinu og það virðist vera
mjög sterkt, þær spila fram-
liggjandi vörn og leggja
mikið upp úr hraðaupp-
hlaupum. Það er ljóst að
við erum að fara í mjög
erfitt verkefni,“ sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálf-
ari Vals, í gær.
„Við verðum að spila
okkar besta leik, ná upp
toppvörn og fá þannig
markvörsluna í gang. Sóknarleikurinn
verður að smella og tæknifeilana verð-
um við að halda í lágmarki,“ sagði Ágúst
en svissneska liðið er fullt af lands-
liðsmönnum og er í toppbaráttunni í
heimalandi sínu.
Valsliðið er á toppi DHL-deildar
kvenna og Ágúst er bjartsýnn fyrir
einvígið. „Við eigum góða
möguleika á að komast áfram
í fjögurra liða úrslitin. Það
væri stórkostlegur árangur
og liðið er fullt af sjálfstrausti
og í góðu standi. Við ætlum
okkur áfram en það er
mjög mikilvægt
að fá stuðning
áhorfenda og við
vonumst til þess að fylla
Höllina í báðum leikjunum,“ sagði Ágúst
sem telur að heimavöllurinn muni vega
þungt.
„Það er sterkt að hafa náð að kaupa
heimaleikinn þeirra og reyndar
finnst mér það mjög skrítið
þegar komið er svona langt
í keppnina. Kannski eru þær
of sigurvissar, ég veit það
ekki en það kemur í ljós,“
sagði Ágúst sem býst við
tveimur skemmtilegum
og spennandi leikjum.
„Þetta verður gott og
skemmtilegt einvígi og
ég skora á fólk að koma
og sjá úrvalshandbolta um
helgina,“ sagði Ágúst að
lokum.
EVRÓPUKEPPNIN Í HANDBOLTA: VALUR MÆTIR SVISSNESKA LIÐINU LC BRÜHL
Mjög erfitt verkefni framundan
Erlingur snýr heim
Erlingur Þór Guðmundsson er mjög
óvænt kominn aftur í Þrótt eftir skamma
viðdvöl í ÍR. Heyrst hefur að ástæðan sé
sú að ÍR gat ekki staðið við samninginn.
Það er einnig að frétta af Þrótti að von
er á tveim Króötum til reynslu. Annar er
varnarmaður og hinn er miðjumaður.
Stólpakjafturinn Robbie Savage hefur nú rofið þögnina og gagnrýnt John
Toschak, þjálfara velska landsliðsins, á
ný. Savage, sem lýsti því yfir í september
að hann myndi ekki spila aftur fyrir þjóð
sína á meðan hún væri undir stjórn Tos-
chak, segir að frammistaða hans með
Blackburn sanni að hann verðskuldi
sæti í landsliðinu. „Það er mjög einfalt.
Sumir hafa kallað mig svikara en ég
hætti vegna þess að Toschak sagði að
ég væri ekki nógu góður.“
Bruce Buck, stjórnarmaður Chelsea, segir að Jose Mourinho sé yndisleg
persóna og segir að sú ímynd sem hann
hafi náð að skapa sér upp á síðkastið
með vægðarlausum ummælum lýsi alls
ekki hans innri manni. Almenningsálitið
á Mourinho hefur farið hrakandi upp
á síðkastið og vilja margir meina að
hrokafyllri stjóri sé ekki til. En Buck segir
Mourinho einfaldlega hafa sinn stíl.
Eigendur, stjórnarmenn og leikmenn liða í NFL-deildinni í Bandaríkjunum
hafa komist að samkomulagi um að
hækka launaþak deildarinnar. Sam-
eiginlega launaþakið mun fara úr 94,5
milljónum dollara í 102 milljónir fyrir
næsta tímabil og síðan í 109 milljónir
dollara fyrir tímabilið 2007.
ÚR SPORTINU
FÓTBOLTI Í hádeginu í dag verður
dregið í átta liða úrslit Meistara-
deildarinnar en níu lið frá sex
löndum verða í pottinum. Í næstu
viku ræðst það hvort Inter Milan
eða Ajax fylgja í fótspor hinna sjö
liðanna sem tryggðu sér þátttöku-
rétt í átta liða úrslitunum.
Nýir Evrópumeistarar verða
krýndir þann 17. maí eftir að Ben-
fica sló Liverpool úr keppninni á
miðvikudaginn en á morgun verð-
ur einnig kynntur nýr bikar sem
verður verðlaunagripur Meistara-
deildarinnar næstu árin. Liver-
pool varð Evrópumeistari í fimmta
sinn í fyrra og fékk bikarinn því
til eignar.
„Það skiptir engu máli hvaða
liði við mætum. Það getur allt
gerst í Meistaradeildinni og öll
liðin sem eru eftir eru sterk. Ég
vil kannski helst forðast Inter
Milan. Það er skemmtilegra að
mæta erlendum liðum,“ sagði
Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan.
LIÐIN Í POTTINUM:
AC MILAN (ÍTALÍA)
AJAX/INTER (HOLLAND/ÍTALÍA)
ARSENAL (ENGLAND)
BARCELONA (SPÁNN)
BENFICA (PORTÚGAL)
JUVENTUS (ÍTALÍA)
LYON (FRAKKLAND)
VILLAREAL (SPÁNN)
Meistaradeild Evrópu:
Dregið í átta liða úrslit í dag
NÝR BIKAR Nýr bikar verður kynntur til
sögunnar í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
JÓNÍNA MEÐ 16 IP-TÖLUR
Morðrannsókn
frestað vegna
þingkosninga
MORÐIÐ Á JÓNI ÞÓR
ÓLAFSSYNI Í EL SALVADOR
2x10 - lesið 9.3.2006 20:32 Page 1
Iceland-Express deild karla:
KEFLAVÍK-NJARÐVÍK 89-73
Stig Keflavíkur: AJ Moye 37, Magnús Gunnarsson
18, Arnar Jónsson 8, Vlad Boer 7, Jón Nordal 6,
Gunnar Einarsson 5, Halldór Halldórsson 3, Þröst-
ur Jóhannsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2, Elent-
ínus Margeirsson 1.
Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 18, Jeb Ivey 15,
Brenton Birmingham 14, Jóhann Ólafsson 8, Hall-
dór Karlsson 7, Ragnar Ragnarsson 6, Guðmundur
Jónsson 3, Egill Jónasson 2.
FJÖLNIR-SKALLAGRÍMUR 75-84
GRINDAVÍK-KR 74-71
Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 24, Páll Axel
Vilbergsson 15, Helgi Jónas Guðfinnsson 14,
Nedsad Biberovic 8, Þorleifur Ólafsson 8, Guð-
laugur Eyjólfsson 3, Björn Brynjólfsson 2.
Stig KR: Níels Dungal 20, Ljubodrag Bogovac 14,
Brynjar Þór Björnsson 12, Melvin Scott 10, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 6, Darri Hilmarsson 5, Steinar
Kaldal 4.
SNÆFELL-ÞÓR 101-85
Stig Snæfells: Nate Brown 26, Magni Hafsteinsson
22, Igor Beljanski 15, Jón Jónsson 11, Slobodan
Subasic 10, Helgi Guðmundsson 7, Sveinn Davíðs-
son 3, Gunnlaugur Smárason 2, Atli Hreinsson 1.
Stig Þórs: Hrafn Jóhannesson 30, Mario Myles 24,
Helgi Margeirsson 13, Þorsteinn Húnfjörð 11, Jón
Kristjánsson 4, Guðmundur Oddson 3.
ÍR-HAMAR/SELFOSS 95-87
Stig ÍR: Theo Dixon 26, Sveinbjörn Claessen 21,
Fannar Helgason 12, Ásgeir Bachmann 11, Ómar
Sævarsson 9, Elvar Guðmundsson 7, Ólafur Sig-
urðsson 7, Davíð Fritzson 2.
Stig Hamar/Selfoss: Clifton Cook 28, Svavar Páls-
son 18, Friðrik Hreinsson 16, Hallgrímur Brynj-
ólfsson 9, Friðrik Hreinsson 8, Bragi Bjarnason 6,
Magnús Sigurðsson 2.
HÖTTUR-HAUKAR 61-98
LOKASTAÐAN:
KEFLAVÍK 22 18 4 2019:1815 36
UMFN 22 17 5 1968:1650 34
KR 22 15 7 1843:1696 30
SKALLAGR. 22 15 7 1956:1762 30
GRINDAVÍK 22 14 8 2118:1908 28
SNÆFELL 22 14 8 1842:1745 28
ÍR 22 11 11 1870:1910 22
FJÖLNIR 22 8 14 1975:2036 16
HAMAR/SEL. 22 7 15 1737:1987 14
HAUKAR 22 5 17 1810:1906 10
ÞÓR A. 22 5 17 1753:1936 10
HÖTTUR 22 3 19 1654:2194 6
LEIKIR GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI Það blés ekki byrlega
fyrir Íslandsmeisturunum í byrj-
un því Njarðvíkingar komu vel
stemmdir til leiks og komust í 9-0.
Gestirnir höfðu svo undirtökin í
fyrsta leikhluta og höfðu yfir 19-
15 eftir hann en hvað gerðist áður
en annar leikhluti hófst veit lík-
lega enginn.
Keflvíkingar fóru í allt annan
ham og röðuðu niður körfunum á
meðan mótlætið fór í skapið á
gestunum sem skoruðu aðeins tíu
stig í leikhlutanum. Keflvíkingar,
með Moye fremstan í flokki, náðu
góðu forskoti sem þeir voru aldrei
líklegir til að láta af hendi. Njarð-
víkingar slökuðu alltof mikið á og
lykilmenn á borð við Jeb Ivey og
Friðrik Stefánsson fundu sig
engan veginn í leiknum sem leit
út fyrir að vera búinn í hálfleik.
Keflvíkingar héldu uppi sömu
stemningu í þriðja leikhluta og
juku jafnt og þétt forskot sitt.
Stemningin í húsinu var mögnuð,
bæði innan sem utan vallar. Kefl-
víkingar voru kátir en það lýsir
leiknum vel að Halldór Karlsson,
fyrirliði Njarðvíkinga, var rekinn
út úr húsi fyrir kjaftbrúk við litla
hrifningu gestanna sem voru æfir
yfir dómnum.
Staðan að loknum þriðja leik-
hluta var 74-38 Keflvíkingum í vil
en frábær endasprettur Njarð-
víkinga bjargaði andliti þeirra
svo um munaði en ljóst er að liðið
þarf að bæta sig verulega fyrir
úrslitakeppnina.
Trommusveit Keflvíkinga var
í essinu sínu og stóð dyggilega við
bakið á sínum mönnum. Heima-
menn þrifust áfram á stuðningn-
um en Njarðvíkingar fjölmenntu
einnig og studdu við sitt lið. Kefl-
víkingar höfðu þó greinilega
betur í baráttu stuðningsmann-
anna og voru sjötti maður heima-
manna í gær.
„Maður verður aldrei leiður á
þessu. Það gekk hreinlega allt
upp hjá okkur, við spiluðum frá-
bæra vörn og liðsheildin skóp
þennan sigur,“ sagði kampakátur
Gunnar Einarsson, fyrirliði Kefla-
víkur, eftir leikinn en hann skor-
aði fimm stig í leiknum.
„Þetta var alveg skelfilegt. Við
komum ákveðnir til leiks en svo
hrynur leikur okkar bara eins og
spilaborg og þetta fjaraði á end-
anum bara út. Úrslitin sýna það
og sanna að við vorum yfirspilað-
ir í þessum leik. Við þurfum að
taka okkur verulega á og einbeita
okkur bara að næsta verkefni,“
sagði Einar Árni Jóhannsson,
þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik-
inn en hann var mjög ósáttur við
leik sinna manna.
„Þegar stemningin í húsinu er
svona, þá töpum við ekkert,“
sagði Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflvíkinga, eftir leik-
inn. „Það var talað um í vetur að
við værum ekki jafn sterkir og á
síðasta tímabili og að Njarðvík
væri með besta liðið en við vild-
um leiðrétta það. Rétt skal vera
rétt,“ sagði Sigurður brosmildur
að lokum.
hjalti@frettabladid.is
Ótrúlegir yfirburðir
Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta eftir öruggan sigur á Njarðvík,
89-73, í hreinum úrslitaleik um titilinn. AJ Moye var maðurinn á bak við sigur
Keflavíkur í leiknum en hann fór hreint á kostum.
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið
í knattspyrnu mætti því enska í Nor-
wich í gær. Íslenska kvennaliðinu
hafði aldrei tekist að leggja það
enska og engin breyting varð þar á í
kvöld. England vann 1-0, en þetta
var í þriðja sinn í röð sem liðið vinn-
ur með þessari markatölu.
Byrjunarlið Íslands: Þóra B.
Helgadóttir, Guðlaug Jónsdóttir,
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Dóra
Stefánsdóttir, Ólína Guðrún Viðars-
dóttir, Katrín Jónsdóttir, Edda Garð-
arsdóttir, Olga Færseth, Dóra María
Lárusdóttir, Hólmfríður Magnús-
dóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.
- hbg
Vináttulandsleikur kvenna:
England
sigraði Ísland
OLGA FÆRSETH Náði ekki að setja mark sitt
á leikinn.
SJÓÐHEITUR Í SLÁTURHÚSINU AJ Moye fór á kostum í gær og leikur hér Friðrik Stefánsson
grátt einu sinni sem oftar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR