Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 50
Kauptu miða á netinu eða á næsta sölustað fyrir kl. 14 á laugardag – aðeins10 krónur röðin og mundu að geyma miðann! Nafn vinningshafa eða raðnúmer á sölukvittun verður birt á 1x2.is *Innifalið er flug og gisting í Barcelona 3 nætur og að sjálfsögðu miðar á leikinn. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Tippaðu á enska boltann um helgina og þú gætir unnið ferð fyrir tvo á leik Barcelona og Real Madrid 2. apríl nk. FÓTBOLTI Stórt viðtal við Pétur Marteinsson birtist í sænska dag- blaðinu Aftonbladet í gær í tilefni af endurkomu hans í lið Hammarby eftir rúmlega hálfs árs legu á hlið- arlínunni vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleik gegn Ungverjum í sumar. Pétri er hrósað í hástert í viðtalinu og uppnefndur „Pétur hinn stóri“ af blaðamanninum. „Keisarinn í vörn Hammarby er loksins snúinn aftur,“ segir meðal annars í upphafsorðum viðtalsins. Í viðtalinu segir Pétur meðal annars frá því hvernig Hammar- by sé það félag sem hann beri sterkustu tilfinngarnar til af öllum þeim sem hann hefur leikið með á ferlinum. Hann kveðst hafa verið staðráðinn því að koma sterkari til baka eftir ökklabrotið sem hann varð fyrir síðasta sumar og ýmsir sögðu að myndu hugsanlega binda enda á feril hans. „Ég byrjaði strax í endurhæf- ingu og náði að jafna mig á mett- íma. Ég hef aldrei æft jafnmikið og á síðustu mánuðum,“ segir Pétur, sem kom fyrst til Hammar- by frá Fram árið 1996. Þaðan fór hann til Stabæk í Noregi og síðar Stoke í Englandi áður en hann snéri aftur til Hammarby fyrir tveimur árum. „Félagið hefur allt- af skipað sérstakan sess í hjarta mínu,“ segir Pétur í viðtalinu. „Áður en ég kom fyrst til félagsins vissi ég lítið um það og hringdi því til Arnórs Guðjohnsen og Rúnar Kristinssonar sem höfðu spilað í Svíþjóð. Þeir sögðu mér að Hamm- arby væri gott félag og ég sló til. Og ég sé ekki eftir því,“ segir hann. Pétur hefur um árabil verið tal- inn í hópi bestu varnarmanna sænsku úrvalsdeildarinnar og sýnir viðtalið í Aftonbladet glögglega í hversu miklum metum hann er í Svíþjóð. - vig Varnarmaðurinn Pétur Marteinsson í ítarlegu viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð: „Pétur hinn stóri“ er snúinn aftur PÉTUR MARTEINSSON Hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið við góðan orðstýr. Pétur kom til Hammarby frá Stoke sumarið 2003.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.