Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 8
 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR ÖRYGGISMÁL „Gegnumlýsingartæki er eitt mikilvægasta tækið við toll- gæslu og hefur margsannað gildi sitt,“ segir Kári Gunnlaugsson, aðal- deildarstjóri tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli, en ekkert gegnum- lýsingartæki er hjá tollgæslunni á Seyðisfirði. Fyrir vikið þykir leiðin með ferjunni Norrænu opnari fíkni- efnasmyglurum en hún annars væri, en nýlega fann tollgæslan þrjú kíló af hassi og lítilræði af kókaíni í bif- reið Pólverja í skipinu. Ástríður Grímsdóttir, sýslumað- ur á Seyðisfirði og yfirmaður toll- gæslunnar á staðnum, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að nauðsyn- legt væri að koma upp gegnumlýs- ingartæki á staðnum, en á milli ell- efu og tólf þúsund gestir koma til Seyðisfjarðar á ári hverju með Nor- rænu. Tollgæslan heyrir undir fjár- málaráðuneytið og hefur þegar verið óskað eftir því að gegnumlýs- ingartæki verð keypt til þess að hægt sé að herða eftirlit með far- þegum sem koma með Norrænu til landsins. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segist vita af áhuga yfirvalda á Seyðisfirði, á því að fá tæki til þess að aðstoða við eftirlitið. „Þessi mál eru í skoðun innan ráðuneytisins og verður unnið að þeim í samvinnu við tollgæsluna á Seyðisfirði.“ Koma skemmtiferðaskipa til landsins hefur aukist mikið á síðustu árum. Sér- staklega hafa ferðir til Akureyrar aukist mikið en um 40 þúsund far- þegar komu í bæinn með skemmti- ferðaskipum á síðasta ári. Sigurður Pétur Ólafsson, skrif- stofustjóri Hafnarsamlags Norður- lands, segir ekki vera þörf á því að efla eftirlit með farþegum skemmtiferða- skipa á Akureyri þar sem öryggis- málum sé sinnt með fullkomnum tækjum inni í skipunum sjálfum. „Skipin sem hingað koma eru vel búin full- komnum öryggistækjum, meðal annars gegnumlýsingarbúnaði, og því tel ég ekki vera þörf á því að koma upp öflugum tækjabúnaði hér á höfninni.“ Búist er við því að ferðum skemmtiferðaskipa til Akureyrar muni fjölga umtalsvert á þessu ári en ferðir skemmtiferðaskipa til Akureyrar voru um 20 prósent af öllum tekjum Hafnarsamlagsins í fyrra. „Við gerum ráð fyrir því að ferðum hingað haldi áfram að fjölga. Það er mikil ásókn í ferðirnar til Íslands. Við njótum góðs af mark- aðsvinnu sem unnin hefur verið á erlendum vettvangi, en annars er það ímynd landsins sem tryggir mikinn áhuga útlendinga á því ferðast til landsins.“ magnush@frettabladid.is Gegnumlýsingartæki vantar Ekkert gegnumlýsingartæki er til hjá tollgæslunni á Seyðisfirði. Sjóleiðin með Norrænu er því opnari fíkni- efnasmyglurum en annars væri. Ekki er talið nauðsynlegt að efla gæslu þótt skemmtiferðaskipum fjölgi. fermingargjöf Flott hugmynd að ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 18 24 03 /2 00 5 Silva 8x20 Vandaður sjónauki í vasann. Stækkar 8 sinnum. 3.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 SKEMMTIFERÐASKIP UTAN VIÐ EYJAFJÖRÐ Heim- sóknir skemmtiferðaskipa til Akureyrar hafa aukist jafnt og þétt frá 1988. Skrifstofustjóri Hafnar- samlags Norðurlands telur öryggismál í kringum heimsóknir skemmtiferðaskipanna hingað til lands vera í góðu lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR TOLLGÆSLA Tækjabúnaður tollgæslunnar á Seyðisfirði er óviðunandi. FJÖLDI FARÞEGA SKEMMTIFERÐASKIPA TIL AKUREYRAR ÁR FARÞEGAR ÁHÖFN 1995 17.789 10.023 1996 15.970 9.848 1997 16.174 10.037 1998 15.559 7.962 1999 13.779 7.134 2000 16.803 9.512 2001 17.542 9.242 2002 20.199 10.008 2003 23.458 11.718 2004 32.639 16.117 2005 40.056 19.537 SAMKEPPNISMÁL „Úrskurðinum hefur verið áfrýjað til áfrýjunar- nefndar en við eigum frekar von á að þetta gangi í gegn og það veldur okkur talsverðum heila- brotum,“ segir Hjalti Hafsteins- son, stjórnarmaður í Frama, félagi leigubílstjóra. Nú er rúmur mánuður þangað til fellur úr gildi hámarkstaxti fyrir leigubifreiðar en skiptar skoðanir eru um hvað tekur þá við þann 1. mars. Geta bílstjórar þá í raun ráðið taxta sínum alfar- ið sjálfir en fyrirséð er að ýmis vandkvæði eru því samfara. Viðskiptavinir munu vart taka vel í að greiða mismunandi verð í hvert skipti og ekki er loku fyrir það skotið að stöku bílstjórar sjái sér hag í að hækka og lækka taxta sína eftir framboði og eftir- spurn á hverjum tíma sólar- hringsins. Líklegra verður þó niðurstað- an sú að stærsta stöðin, Hreyfill, setur viðmiðunarverð og hin fyr- irtækin fylgi í kjölfarið að mati Hjalta. „Það er sú leið sem ég sé í dag enda hafa þeir meira bol- magn en minni stöðvarnar. Ólík- legt er að gjaldið lækki frá því sem nú er enda er talsverður kostnaður því samfara að breyta kerfum og mælum vegna þessa og sá kostnaður flyst yfir á við- skiptavini eins og alltaf.“ Búast má við niðurstöðu áfrýj- unarnefndar á næstu vikum. - aöe SAMKEPPNI EYKST EKKI Að mati stjórnar- manns í félagi leigubílstjóra mun stærsta fyrirtækið á markaðnum ráða taxtanum þegar taxtinn verður gefinn frjáls 1. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Niðurfelling hámarkstaxta leigubíla þýðir vart aukna samkeppni: Hreyfill mun ráða taxtanum MENNTAMÁL Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri fagnar því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leiðrétta rekstrargrunn Háskólans á Akureyri um 60 milljónir króna. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær, segir að með þessu sé verið „að koma til móts við það mikla uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið við háskólann og stóraukna eftirspurn eftir námi skólans“. Einnig er tekið fram að sam- þykkt ríkisstjórnarinnar tryggi það að skólinn geti haldið áfram að vinna á metnaðarfullan hátt, án þess að þurfa að grípa til sársauka- fullra sparnaðaraðgerða. - mh Félag stúdenta á Akureyri: Fagna leiðrétt- ingu á rekstri fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki Kynning á n‡ju vorvörunum frá OROBLU í dag í Lyfjavali, Mjódd kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.