Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 23.03.2006, Qupperneq 50
 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR34 Sumum þingmönnum virðist vera sérstaklega umhugað um að auka aðgengi að áfengi. Menn vilja lækka áfengiskaupaaldurinn, leyfa heimabruggun og síðast en ekki síst berjast nokkrir alþingismenn fyrir frjálsri sölu áfengis í versl- unum landsins. Margir vilja frekar líta á áfengisneyslu sem sjálfsagða menningarathöfn en sem heilbrigð- isvandamál. Menningararfleifð þjóðar sem upplifði áfengis- ofneyslufaraldur í aldir sagði löng- um til sín og það var fyrst þegar menn fóru fyrir alvöru að stemma stigu við þessari landlægu plágu í upphafi 19. aldar að þjóðin náði sér á strik. Í fyrra tóku sig til þingmenn úr öllum flokkum að VG undanskild- um og endurvöktu gamalt þingmál Vilhjálms Egilssonar um breyting- ar á áfengiseinkasölunni. Í stuttu máli er nú lagt til að áfengiseinka- salan verði aflögð og verslun með léttvín (undir 23%) verði gefin að miklu leyti frjáls. Einnig er lagt til að áfengisgjald verði lækkað um 50%. Röksemdirnar eru af ýmsum toga. Rætt er um að færa áfengis- söluna í nútímalegt horf, að ríkis- valdið eigi ekki að standa í sölu á varningi, óæskileg áhrif á ferða- mannaiðnaðinn og þann skaða sem kaupmaðurinn á horninu hlýtur af því að fá ekki að selja áfengi. Aðrir vilja líta svo á að væri áfengi og tóbak að koma á markað í dag myndu menn gjalda miklum varhug við þeim, jafnvel banna þau. Þeir benda á að áfengi valdi fíkn hjá mörgum, ekki síður en tóbak og áfengisneysla eigi stóran þátt í glæpum, slysum, sjúkdómum, nauðgunum og ofbeldi af ýmsu tagi. Færðar hafa verið sannanir á að áfengisneysla ófrískra kvenna, jafnvel í litlum mæli, getur haft skaðleg áhrif á fóstrið. Jóhannes Kári Kristinsson, læknir og doktor í faraldsfræði, segir í Morgunblað- inu hinn 18. apríl sl.: „Ríkisstjórn okkar hefur mjög óljósa stefnu í forvarnarmálum. Á sama tíma og norrænir félags- og heilbrigðis- málaráðherrar lýsa áhyggjum sínum yfir mikilli og vaxandi áfeng- isneyslu á öllum Norðurlöndunum koma einstakir íslenskir alþingis- menn fram og vilja með öllum ráðum auka hana.“ Áfengisneysla þjóðarinnar er að aukast. Sala alkóhóls hefur á einu ári vaxið um 5% að sögn Hagstofu Íslands. Samkvæmt könnun Lýð- heilsustofnunnar frá því í fyrra hefur mesta aukningin á hreinum vínanda orðið meðal ungs fólks, sér- staklega ungra kvenna. Alþjóða heilbrigðismálstofnunin hélt ráð- stefnu 40 þjóða í Stokkhólmi í fyrra. Þar var skýrt frá því að um 600.000 manns létust af völdum áfengis í Evrópu árið 2002. Að fjöldi þeirra sem deyja með þessum hætti vex stöðugt og að þegar við bætast dauðsföll af völdum umferðarslysa og ofbeldis hækkar talan enn frek- ar. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar tengist áfengi andláti fjórða hvers Evrópu- manns á aldrinum 15 til 29 ára. Þeir sem vilja auka aðgang að áfengi hafa voldugan stuðning frá Evrópusambandinu en þar á bæ er almennt litið á áfengi út frá við- skiptasjónarmiði og sem hverja aðra neysluvöru sem ekki eigi að takmarka aðgang að. En þá hlýtur að vakna sú spurning hvort nokkur önnur „neysluvara“ eða „matvara“ drepi 600.000 manns á ári; hvernig sala á eplasafa, sem ylli fóstur- skaða, gengi eða hvernig menn litu á sölu á lambakjöti sem gerði fórn- arlömb varnarlaus gagnvart nauðg- unum? Hve margir skyldu vera til- búnir að horfa gagnrýnið í eigin barm og spyrja hvort verið gæti að þeir kæmu ekki auga á hið augljósa sökum íhaldssemi og vanahugsun- ar? Að sjálfsögðu risu einhverjir upp og segðu að svona væri frelsið, það yrði bara hver og einn að axla sína ábyrgð og þar er kannski kjarni málsins. Á hið opinbera að beita boðum og bönnum til að þegnarnir fari sér ekki að voða eða er slíkt brot á mannréttindum? Vilja við- skiptafrelsishetjurnar kannski setja þjáningarfrelsið aftan við tjáningarfrelsið, nú þegar verið er að endurskoða stjórnarskrána? Áfengisvandamálið og ólöglegi vímuefnafaraldurinn sem af því hlýst er slík vá að spyrna verður víð fótum. Á ráðstefnunni sem getið er hér áður voru fulltrúar 40 þjóða sam- mála um að herða yrði til muna bar- áttuna gegn áfengisneyslu í Evr- ópu. Leiðirnar til þess eru meðal annars þær að mati ráðstefnugesta að hækka skatta á áfengi, draga úr framboði, takmarka auglýsingar enn frekar og auka forvarnir. Til- lögur um sölu áfengis í matvöru- verslunum eru því gegn stefnu Alþjóða Heilbrigðismálastofnunar- innar í þessu máli. Höfundur er þriðji maður á V- listanum til borgarstjórnarkosninga og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Um forvarnir, þjáningafrelsið og vanahugsun UMRÆÐAN ÁFENGISFOR- VARNIR ÞORLEIFUR GUNN- LAUGSSON Ályktun Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna um að stofna nýtt mannréttindaráð ætti að marka nýtt upphaf í mannréttindastarfi Sam- einuðu þjóðanna. Hvort sú verður raunin er á valdi aðildarríkjanna. Ályktunin kemur í kjölfar tillögu sem ég lagði fram fyrir næstum einu ári. Ég viðurkenndi að Mann- réttindanefnd SÞ hefði villst af leið. Ríki sem gerst höfðu sek um að brjóta mannréttindi gátu myndað griðabandalag innan nefndarinnar og haldið hlífiskildi hvort yfir öðru, í stað þess að vinna að eflingu mann- réttinda um allan heim. Kastjósinu hefur mjög verið beint að þeim mun sem er á upphaflegri tillögu minni og ályktuninni sem var samþykkt. En aðalatriðum tillögum minnar hefur ekki verið breytt. Í ályktuninni er gengið út frá, rétt eins og í tillögu minni, að þróun, friður og öryggi séu „undirstöður Sameinuðu þjóða kerfisins [...] teng- ist innbyrðis og styrki hvort annað“. Eins og ég lagði til verður til sjálf- stætt ráð sem kosið er beint af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og verður vettvangur ríkisstjórna heims til að ræða mannréttindamál. Staða þess verður endurskoðuð innan fimm ára, sem opnar þann möguleika að það verði ein af „meg- instofnunum“ SÞ við hlið Öryggis- ráðsins og Efnahags- og félagsmála- ráðsins en tveggja þriðju hluta meirihluta þarf til að ná kjöri til þeirra. Þangað til hefur ráðið - öfugt við Mannréttindanefndina - umboð til að „efla skilvirka samþættingu og gera mannréttindastarfi hærra undir höfði“ í öllu starfi SÞ. Nýja ráðið verður, eins og ég lagði til, kallað saman til fundar með reglubundnu millibili allt árið og getur brugðist við neyðarástandi í mannréttindamálum með því að halda sérstaka fundi með skömm- um fyrirvara, hvenær sem þriðj- ungur meðlimanna fer fram á það. (Í Mannréttindanefndinni tók þetta lengri tíma og krafist var meiri- hluta atkvæða.) Mannréttindaráðið mun fjalla um ástand í mannrétt- indamálum allra ríkja, í stað þess að beina spjótum sínum að tilteknum ríkjum en sleppa öðrum. Ráðið á að hafa að leiðarljósi algildi, hlutlægni, óhlutdrægni og forðast að draga í dilka. Jafnframt er í ályktuninni lögð áhersla á að útrýma „tvöföldu siðgæði og pólitiskri refskák“. Ráðið hefur einnig umboð til að hindra mannréttindabrot en Mann- réttindanefndin átti einungis að bregðast við þeim. Þótt ráðið komi að auðu borði er ætlast til að haldið sé fast í verk- lagsreglur, ráðgjöf sérfræðinga og kvartanaferli, þar á meðal að skipa óháða sérfræðinga til að rannsaka og að ætla frjálsum félagasamtök- um stórt hlutverk, en margir óttuð- ust að þessu yrði kastað fyrir róða eða dregið úr því. Í stuttu máli hefur nýja Mannréttindaráðið möguleika á að nýta sér bestu kosti gamla kerf- isins auk þess sem nauðsynlegar breytingar eru gerðar. Það veltur fyrst og fremst á aðildarríkjunum hvort árangur næst. Eðlilegt er að athyglin beinist að því hvernig ríki veljast í ráðið og hvort líkur séu á því að ríki sem alræmd eru fyrir mannréttindabrot séu kosin, eins og raunin hefur verið í Mannréttindanefndinni. For- seti Allsherjarþingsins hefur af mikilli leikni og þolgæði stýrt samn- ingaviðræðum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægur stuðningur við að tvo þriðju hluta atkvæða þyrfti til að ná kjöri í ráðið, eins og ég hafði lagt til, eða að útiloka ákveðin ríki. En með því að gefa þessi tvö atriði eftir gat hann knúið í gegn samþykkt annarra mikilvægra atriða. Aðildarrríki ráðsins verða „kosin beinni kosningu og hvert fyrir sig í leynilegri atkvæðagreiðslu og þurfa meirihluta atkvæða aðildarríkja Allsherjarþingsins“. Með öðrum orðum munu lönd ekki komast í ráðið einfaldlega af því að ekkert annað framboð kom úr sama landa- hópi, en sú var raunin í Mannrétt- indanefndinni. Greidd verða atkvæði sérstaklega um hvert fram- boð og fái ríki ekki stuðning 96 landa - hreinan meirhluta allra aðildarríkja SÞ og ekki aðeins þeirra sem eru viðstödd og greiða atkvæði- nær það ekki kjöri. Landa- hópurinn verður þá að bjóða fram nýtt ríki. Að auki munu aðildarríki ráðsins verða að „vera í hæsta gæðaflokki í eflingu og vernd mannréttinda“ og að gangast undir almenna mann- réttindaskoðun á meðan þau sitja í ráðinu. Ef aðildarríki ráðsins gerast sek um stórfelld og kerfisbundin mannréttindabrot getur Allsherjar- þingið vikið þeim um stundarsakir úr ráðinu. Þetta var ekki hægt í Mannréttindanefndinni. Enginn þröskuldur - ekki einu sinni tveggja þriðju hluta merihluti - getur hindrað kosningu tiltekins ríkis. Þar eru á ferðinni pólitískar ákvarðanir. Það er á valdi aðildar- ríkjanna og almenningsálits heims- ins að sjá til þess að ríkin kjósi rétt. Ef nógu margir styðja mannréttindi og beita þeirri stjórnlist og fortöl- um sem hrífa getur Mannréttinda- ráðið orðið umtalsverð bót miðað við gömlu Mannréttindanefndina. Ég vona sannarlega að öll aðildar- ríkin - þar á meðal Bandaríkin sem leikið hafa lykilhlutverk í að koma upp mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna - leggi sín lóð á vogarskál- arnar til að nýja ráðið virki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Látum ráðið virka! UMRÆÐAN MANNRÉTTINDA- RÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA KOFI A. ANNAN Eðlilegt er að athyglin beinist að því hvernig ríki veljast í ráðið og hvort líkur séu á því að ríki sem alræmd eru fyrir mannréttindabrot séu kosin, eins og raunin hefur verið í Mannréttindanefndinni. Ekkert blað? 550 5000 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.