Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 22
 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur FRÉTTAVIÐTAL KRISTJÁN SIGURJÓNSSON kristjans@frettabladid.is Rými geðfatlaðra sé virt Í dag eru 79 geðfatlaðir sem búa hjá foreldrum eða aðstandendum og eru í brýnni þörf fyrir annað búsetuúrræði. Alls eru 215 sem óska eftir breytingu á búsetu. Heilbrigðismálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti ætla að taka á búsetu- málum geðfatlaðra og að sögn heilbrigðismálaráðherra mun einn og hálfur milljarður verða lagður í þennan málaflokk. Formaður Geðhjálpar segir félagið taka virkan þátt í þeirri vinnu. Hver er staðan í þessum málaflokki hérlendis miðað við hin Norðurlöndin? Í dag stöndum við mjög illa miðað við öll hin Norðurlöndin í búsetumálefnum fatlaðra og þá sérstaklega geðfatlaðra. En með þessu átaki þá eigum við mögu- leika á að koma þessum málum í mjög viðunandi horf. Hvað vill Geðhjálp sjá gert í þessum málaflokki? Við viljum sjá myndarlegt átak í að til verði góðar íbúðir fyrir geðfatlaða, ýmist sem sjálfstæð búsetuúrræði eða í litlum íbúðakjörnum sem njóti sólarhrings þjónustu með viðveru starfsfólks. Við viljum fara frá þeim stofnanaúrræðum sem geðfatlaðir búa við í dag en dæmi eru um að fólk hafi búið á Kleppi í tvö ár sem er algjörlega óviðunandi, alltof dýrt og ófullnægjandi úrræði fyrir geðfatlaða. Sjálfstæð búseta er markmiðið þar sem sjálfsákvörðunarréttur geðfatlaðra og hans rými eru virt. SPURT & SVARAÐ BÚSETUMÁL GEÐFATLAÐRA SIGURSTEINN MÁSSON Formaður Geðhjálpar. Umræður um fjárfestingar Íslendinga og íslenskt efna- hagslíf hafa verið næstum daglegt brauð í Danmörku undanfarnar vikur og mán- uði. Töluvert hefur hallað á Íslendinga í umfjölluninni og Danir vilja nánari út- skýringar á því hvers vegna Íslendingar hafa peninga til að fjárfesta af sama krafti og síðastliðið ár. Forsvarsmenn íslensku fyrirtækj- anna hafa ekki látið mikið eftir sér hafa í dönskum fjölmiðlum og telja viðmælendur Fréttablaðsins í þeirra hópi að umræðan í Dan- mörku byggist oft á misskilningi sem ekki gangi vel að leiðrétta. Í síðustu viku birtist hins vegar grein eftir sendiherra Íslands í Danmörku, Svavar Gestsson, í dagblaðinu Børsen þar sem hann setur út á eina af greinum blaðsins um fjárfestingar Íslendinga. Kornið sem fyllti mælinn Af hverju fannstu þig knúinn til að svara þessari grein frekar en öðrum neikvæðum greinum um fjárfestingar Íslendinga? „Þessi grein var eiginlega korn- ið sem fyllti mælinn. Þar var talað um þátttöku Íslendinga í dönsku efnahagslífi eins og hún væri gagngert gerð til að veikja það. Þessu var líkt við það þegar menn eru sendir inn í óvinaherbúðirnar til að brjóta niður baráttuandann hinum megin víglínunnar. Þessi uppsetning mála og textinn í grein- inni var líka þannig að allt væri þetta slæmt, eingöngu vegna þess að Íslendingar eiga í hlut. Það er okkar hlutverk sem störfum í sendiráðinu að taka til varna fyrir Ísland og Íslendinga og því skrifaði ég þessa grein sem vakið hefur athygli sennilega vegna þess að ég kvað í henni skýrt á um hlutina,“ segir Svavar og bætir við að varla hafi liðið sá dagur síðan að hann tók við sendi- herrastarfinu í Danmörku, fyrir fimm mánuðum síðan, að ekki hafi verið einhver umfjöllun um íslenska fjárfesta í dönskum fjöl- miðlum. Berlingske alltaf gagnrýnið á Ísland Að mati Svavars eru það helst dag- blöðin Børsen og Berlingske tidende sem eru á neikvæðu nót- unum. „Berlingske hefur alltaf verið gagnrýnið á Ísland, nánast alla tíð. Blaðið gagnrýndi afhend- ingu handritanna, stofnun lýðveld- isins og gerð uppkastsins og hefur því alltaf verið á þessari línu gagn- vart Íslendingum.“ Svavar áréttar að í Danmörku birtist fjöldi annarra greina um Ísland, t.d. um menningarlífið, Íslendingasögurnar og íslenska náttúru. „Í það heila tekið er ekki hægt að segja að það andi köldu til Íslendinga hér. Okkur er vel tekið enda búa hátt í tíu þúsund Íslend- ingar hér. Danmörk er það land sem unga fólkið fer til og fyrir- tækin koma hingað líka. Það er því yfirleitt engin ástæða til að láta neikvæð skrif á okkur fá. En það er hins vegar okkar skylda að útskýra okkar hluti og að reyna að skilja Danina. Við viljum heyra það og læra af því ef það er eitt- hvað sem við gerum eða látum ógert sem er sérstaklega gagn- rýnivert. Það er eins og menn gleymi því að þegar fyrirtækin koma til Dan- merkur þá verða þau dönsk. Þau verða hluti af dönsku efnahagslífi og fá lán hjá dönskum bönkum og Danir selja þeim vörur og eignir í stórum stíl. Menn vinna hér sam- kvæmt þeim reglum sem hér gilda. Það stendur ekki annað til. Mér sárnar pínulítið að virðuleg blöð skuli gefa það í skyn að við séum með annarlegar hvatir þegar við erum að vinna í Danmörku. Það stendur ekkert annað til að hálfu okkar fólks en að rækja sín verkefni samkvæmt þeim reglum sem hér gilda og reyndar almennt á evrópska efnahagssvæðinu,“ segir Svavar. Fyrirtækin hugi að ímyndarmál- um Danskir fjölmiðlar leita töluvert til viðskiptafulltrúa sendiráðsins sem lætur þeim í té upplýsingar. En Svavar segir það ekki hlutverk sendiráðsins að standa í orða- skylmingum. Fyrirtækin verða sjálf að taka þátt í átökunum um sjálf sig í dönsku viðskiptalífi. En þegar vegið er að Íslandi eins og gert var í þessari fyrrnefndu grein þá finnist sér að sendiráðið geti tekið til varna. Aðspurður um hvort hann telji íslensk fyrirtæki sinna þessari vörn segir Svavar að honum finn- ist þau mættu skoða þessa hluti aðeins betur og huga betur að „ímyndarmálunum“. Hann segist þó ekki vera með uppskriftina að því hvernig þau eigi að standa að því. „Það er þó skiljanlegt að þegar menn koma hingað til Danmerkur til að fjárfesta að þeir reikni ekki með því að þeir þurfi að gera út auglýsingastofu eins og stjórn- málaflokkur til að gæta orðspors- ins. Þeim er því eiginlega vor- kunn.“ Neikvæðri umræðu linnir Fyrir tveimur vikum var haldinn fundur í Danmörku þar sem nokkrir frammámenn íslenskra fyrirtækja kynntu fyrirtæki sín og reyndu að svara þeim spurn- ingum sem danskir fjölmiðlar og fjármálastofnanir hafa spurt síð- ustu misseri. Svavar telur að þar hafi komið svör við öllum þeim atriðum sem Danir hafa helst spurt út í. „Til dæmis er alltaf verið að spyrja hvaðan peningarn- ir komi og ég tel að það hafi verið gert vel grein fyrir því á fundin- um.“ Hann segist þó ekki viss um að allir Danir hafi viljað heyra svörin. Svavar segist reikna með að neikvæðri umræðu í Danmörku linni einn daginn og sérstaklega ef einhver tími líði milli fjárfestinga. Hann segist þó ekki sjá í spilunum að Íslendingar hætti að fjárfesta í Danmörku meðan þeir sjá sér ávinning í því. „Það verður til dæmis gaman að sjá hvaða viðtökur væntanleg blaðaútgáfa Íslendinga í Dan- mörku fær. Nú þegar er farið að tala um blaðið sem íslenskt og hluta af íslensku viðskiptaút- rásinni hér og það verður sjálf- sagt reynt að finna veikan blett á þeim áformum, allavega í fyrstu.“ Hlutverk okkar að verja hagsmuni Íslendinga Eins og öllum er ljóst hefur Bandaríkja- stjórn tekið ákvörðun um brotthvarf nær alls Varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli í septemberlok. Þar með er framtíð þeirra sem þar hafa starfað í uppnámi og hafa miklar hræringar átt sér stað á ýmsum vígstöðum til að stemma stigu við því. Hvað vinna margir Íslendingar hjá Varnarliðinu? Samkvæmt upplýsingum frá starfs- mannaskrifstofu Varnarliðsins starfa 593 íslenskir starfsmenn þar. Einnig starfa á þriðja hundrað manns fyrir Varnarliðið sem verktakar að sögn Þorvalds Kristleifssonar starfsmanns þar en hann fer fyrir hópi starfsmanna sem tilkynnt hefur að muni berjast fyrir því að þeir fái biðlaun við starfslok- in þegar þeim hafi borist uppsögnin. Hvaðan koma starfsmennirnir? 426 starfsmenn, eða þrír fjórðu, eru búsettir á Suðurnesjum. Þar af eru flestir búsettir í Reykjanesbæ eða 378 sem er 64 prósent starfsmanna varnarliðsins. 21 er búsettur í Sandgerði, 18 í Garði og sex í Grindavík og sex í Vogum. Af heildarfjölda íslenskra starfs- manna Varnarliðsins eru 108 hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja, 92 hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur en 393 hjá öðrum stéttar- félögum. Hvernig verður staðið að starfslok- um? Eins og fyrr segir hefur stigið fram hópur starfsmanna sem mun krefjast biðlauna við starfslokin. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, lagði fram þær til- lögur við ráðamenn þjóðarinnar að starfsmenn 60 ára og eldri verði boðinn einhvers konar starfslokasamningur en aðrir fengju aðstoð við atvinnuleit eða endurráðningu. FBL – GREINING: STARFSMANNAMÁL VARNARLIÐSINS Þriðji hver býr utan Suðurnesja > SVONA ERUM VIÐ Alkóhólneysla á mann á Íslandi. Í lítrum talið (hreint alkóhól). Heimild: Hagstofa Íslands 1980 2005 4, 53 5, 49 3, 14 1999 SVAVAR GESTSSON SENDIHERRA ÍSLANDS Í DANMÖRKU Svavar segir að í heildina séð andi ekki köldu í garð Íslendinga í Danmörku þrátt fyrir neikvæð skrif danskra blaða um íslensk efnahagsmál að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/KS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.