Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. mars 2006 13 BANDARÍKIN, AP „Þegar ég var 18 ára áttaði ég mig engan veginn á því að skylda og heiður yrðu mér jafn mikils virði og núna,“ sagði Allen Abney, 56 ára liðhlaupi úr bandaríska hernum, en hann náð- ist í síðustu viku. „Þetta var ekki þess virði.“ Hann flúði úr landgönguliði flotans árið 1968 þegar Víetnam- stríðið stóð sem hæst og forðaði sér til Kanada þar sem hann hefur búið öll þessi ár. Hann hafði marg- sinnis farið yfir landamærin til Bandaríkjanna án þess að þurfa að sýna skilríki, en á nú yfir höfði sér fimm ára fangelsi. - gb Bandarískur liðhlaupi: Handtekinn eftir 38 ár NÁÐIST Á ENDANUM Allen Abney ávarpaði fjölmiðla á mánudaginn. Dóttir hans fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚTBOÐ Háfell og tékkneska verk- takafyrirtækið Metrostav áttu lægsta tilboðið í gerð Héðins- fjarðarganga. Tilboðið hljóðaði upp á rúma 5,7 milljarða króna en kostnaðaráætlun nam tæpum 6,5 milljörðum króna. Aðrir sem buðu í verkið voru: Leonhard Nilsen & Sönner og Héraðsverk, 5,8 milljarða, Arn- arfell, 6,1 milljarð, Ístak, 6,5 milljarða og Marti Contractors og Íslenskir aðalverktakar, 8,9 milljarða króna. Eftir er að meta tilboðin og yfirfara en áætluð verklok eru 10. desember 2009. - kk Héðinsfjarðargöng: Þrjú tilboð undir áætlun VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, varaði við því á mánudag að reyni Bandaríkjaher að gera innrás inn í eitthvert land í Rómönsku Ameríku, muni „bylt- ingarsinnar“ frá allri álfunni sam- einast gegn þeim. Chavez lét þessi orð falla í ræðu sem hann hélt í forsetahöllinni eftir að hann hafði skrifað undir samning um olíusölu til borga í El Salvador. Chavez hefur löngum varað við innrásum Bandaríkjanna í Venes- úela, þó að talsmenn Bandaríkja- stjórnar segi enga hættu á þeim og ásaki Chavez um að auka á óstöðugleika innan Rómönsku Ameríku. - smk Hugo Chavez um Bandaríkin: Byltingarsinnar sameinist HUGO CHAVEZ Forseti Venesúela. SAMKEPPNISMÁL Auglýsingar 365 prentmiðla sem birtust í Frétta- blaðinu á tímabilinu 16. ágúst til 30. nóvember í fyrra og áttu að sýna fram á yfirburði blaðsins sem auglýsingamiðils, brutu í bága við siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa að mati siðanefnd- ar hennar. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, kærði auglýsing- arnar til siðanefndar. Í úrskurðinum segir að saman- burður á lestri sérblaða sé ekki sanngjarn og framsetningin með þeim hætti að hún geti villt um fyrir neytendum því erfitt sé að sjá hvort um sé að ræða lestur á sérblöðum eða aðalblöðum. Einnig telur nefndin að hug- tök eins og „matgæðingar“ og „innkaupastjórar heimilanna“ sem notuð eru í auglýsingunum séu ekki studdar nægilegum rökum né umræddir hópar skil- greindir nægilega vel. Þar að auki telja nefndarmenn að 365 hafi ekki sýnt áreiðanlega íslenska könnun sem sýni að fólk undir fimmtugu standi fyrir 85 prósentum af einkaneyslu. Óná- kvæmni og misvísi gætir í með- ferð gagna úr fjölmiðlakönnun- um sem auglýsingarnar vísa til, segir einnig í álitinu. Þá eru súlu- ritin ekki í réttum hlutföllum þar sem skorið hefur verið neðan af þeim án þess að brotalína gefi það til kynna. Nefndarmenn telja þar að auki að staðhæfingar um Fréttablaðið eins og „áhrifamesti fjölmiðill- inn“ og „stærsti fjölmiðillinn“ hafi ekki verið sannreyndar svo að hægt sé að nota þær við auglýs- ingar. - jse Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa: Fréttablaðið brotlegt 365 PRENTMIÐLAR Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa telur að 365 prentmiðlar hafi brotið í bága við siðareglur með auglýsingum sínum í Fréttablaðinu. Kostum hlaðinn Hiace www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 74 8 03 /2 00 6 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570 5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460 4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421 4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480 8000 Verð frá 1.810.000 kr. Vinnustaður á hjólum Íslenskir atvinnubílstjórar hafa aðeins góða reynslu af Hiace, enda þjónar hönnunin þeim tilgangi að draga úr óeðlilegu álagi á líkamann. Fjölbreytilegar aðstæður kalla á fjölhæfan bíl, lipran, háan, breiðan, stöðugan, öruggan og umfram allt meðfærilegan. Þetta færðu allt með Hiace. DÓMSMÁL Tryggingafélag var í gær sýknað af kröfu útgerðar- manns. Sá taldi sig eiga endur- kröfurétt á félagið eftir að hafa verið dæmdur til að greiða starfs- manni sínum rúmar níu milljónir í skaðabætur vegna slyss. Taldi maðurinn að tryggingar sínar næðu yfir slíkar bætur enda um venjulegar slysatryggingar sjómanna að ræða. Höfðu í milli- tíðinni orðið breytingar á kjara- samningum sjómanna sem þýddu breytingar á tryggingum sem útgerðarmaðurinn hefði sjálfur átt að kynna sér. Var trygginga- félagið því sýknað af kröfum mannsins. - aöe Héraðsdómur Reykjavíkur: Tryggingafélag sýknað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.