Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 37
[ ] Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að með því að veita þunglyndum mæðrum meðferð sé hægt að koma í veg fyrir þunglyndi hjá börnum þeirra. Þunglyndi tengist mjög sterkt erfðaþáttum. Hins vegar er ekki öruggt að börn þunglyndra for- eldra fái röskunina sjálf en ýmsir umhverfisþættir geta orðið kveikjan að þunglyndi hjá ein- staklingum sem eru veikir fyrir. Úrtakið í rannsókninni var heldur smátt en sérfræðingar telja niðurstöður hennar samt nokkuð sannfærandi enda sýni hún hversu mikilvæg heilsa for- eldra er fyrir velferð barnsins. 114 þunglyndar konur tóku þátt og voru metnar eftir þriggja mánaða meðferð. Börnin voru einnig 114, á aldrinum ellefu til tólf ára. Af þeim höfðu um sextíu prósent engar geðraskanir við upphaf meðferðar móðurinnar. Um þriðjungur kvennanna losnaði alveg við þunglyndið eftir meðferðina. Af þeim börnum sem höfðu geðraskanir læknuðust 33 prósent eftir þrjá mánuði hjá þeim mæðrum sem náðu sér að fullu, hins vegar læknuðust aðeins tólf prósent þeirra barna sem áttu mæður sem áfram voru þunglynd- ar. Af þeim börnum sem áður voru heilbrigð voru öll börn það áfram sem áttu mæður sem náðu sér en sautján prósent þróuðu geðræn vandamál ef móðurinni tókst ekki að sigrast á þunglyndinu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess þunglyndisköst mæðra geti komið af stað þung- lyndi hjá börnum þeirra. Því er talið líklegt að með því að veita mæðrum þunglyndismeðferð verði hægt að koma í veg fyrir að gefa þurfi börnum þunglyndislyf. Meðan mæður eru þekktar fyrir að setja eigin þarfir aftast á list- ann gefur þessi rannsókn góð rök fyrir því að þær þurfi fyrst og fremst að hugsa vel um sjálfar sig. Þunglynd móðir, dapurt barn Mæður þurfa að hugsa um velferð sína ekki síður en barnanna. Þorskaensím getur mögulega virkað sem lyf á fuglaflensuveirur. Það er því um að gera að gúffa í sig þorski, sem auk þess að vera bráðhollur er afskaplega bragðgóður. Nýleg bresk rannsókn gefur til kynna að hnykk sem notað sé til varnar háls- og bakmeiðsl- um hjálpi ekki mikið til. Peninsula-læknaskólinn í Devon í Bretlandi birti nýlega niðurstöður sínar um árangur hnykkmeðferð- ar í tímaritinu Journal of the Royal Society of Medicine. Niðurstöð- urnar voru byggðar á rannsóknum sem ná frá árunum 2000 til 2005. Rannsökuð voru áhrif hnykkingar á bak- og hálsverki og auk þess áhrif hnykks á astma, ofnæmi, svima og sitthvað fleira. Í ljós koma að hnykkmeðferðir höfðu engin áhrif á ofangreind atriði, fyrir utan bakverki. Jákvæðu áhrifin á bakverki voru þó ekki meiri en þau sem nást með öðrum aðferðum að sögn rannsak- enda. Prófessor Edzard Ernst, sem fór fyrir rannsókninni, segir að frekari rannsókna sé þörf. Sam- tök breskra hnykklækna hafa lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður rannsóknarinnar og segja hana hafa byggt á of neikvæðum for- sendum. Samtökin segja einnig að fjölmargar aðrar rannsóknir, sem byggðar hafi verið á mun ítarlegri rannsóknum, hafi komist að algjörlega andstæðri niðurstöðu. Hnykk með færri kosti en talið var Menn hafa lengi deilt um áhrif hnykklækn- inga. Samkvæmt tölum frá Félagi bandarískra lýtalækna voru framkvæmdar 15,6 milljónir lýtaaðgerða í Bandaríkjunum á síðasta ári. 5,4 milljónir lýtaaðgerða voru framkvæmdar í kjölfar slysa og afskræminga en 10,2 milljónir á fólki sem vildi lappa upp á útlitið. Þetta er ellefu prósenta aukning frá 2004. Vinsælasta fegrunaraðgerðin var Botox-innsprautun en alls voru framkvæmdar tæplega fjór- ar milljónir slíkra aðgerða. Botox er lyf unnið úr bútolíni, sem er gríðarlega eitrað náttúrulegt efni. Það hindrar að vöðvar geti dregist saman og veldur slökun. Þetta gerir það að verkum að ef Botoxi er sprautað í húð slakna vöðvar og hrukkur hverfa í 4 til 6 mánuði. Innsprautun Botox fellur undir flokk minniháttar aðgerða. Algengasta stóraðgerðin var fitu- sog, sem framkvæmt var á 324.000 einstaklingum. Tæplega 300.000 manns létu laga á sér nefið, svip- aður fjöldi kvenna stækkaði á sér brjóstin og 230.000 einstaklingar voru óánægðir með augnlok sín og létu því laga þau. Aukning á lýtaaðgerðum Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI JSB í 40 á r! Opnum st ærri og g læsilegri Dansrækt JSB 19. ágúst 40 ár Páskatilboð 40% afsláttur af 6 mánaða og árskortum Dansrækt JSB er staður fyrir konur á öllum aldri. Notalegt andrúmsloft og fjölbreyttir tímar í boði í opna kerfi nu. Vertu velkomin í okkar hóp! Hafðu samband! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Þinn tími a n n a t e n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n er kominn! Pallar, púl, sveifla, lóð, JSB tímar, teygjutímar, einkaþjálfun, yoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.