Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 23. mars 2006 Thelma Björk Jónsdóttir útskrifaðist síðasta vor sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni hennar var hönnunarlína sem meðal annars innihélt höfuðskraut. Hugmyndin að skrautinu er fengin frá óvenjulegum stað. „Það er lang- ur ferill frá hugmynd að lokaút- komu,“ segir Thelma. „Hugmyndin að þessu tiltekna skrauti er fengin frá „best in show“ verðlaunapening- um sem veittir eru á hundasýning- um. Út frá því hef ég svo hannað fleiri útgáfur.“ Höfuðskrautið varð fljótlega vin- sælt og ekki minnkaði eftirspurnin þegar Björk mætti í sjónvarpið með eitt slíkt á höfðinu. Thelma saumar allar sínar vörur sjálf á vinnustofu sinni í Garða- stræti. Höfuðskrautið selur hún í KronKron en nokkuð hefur borið á því að aðrir séu að sauma svipaðar vörur. „Það eru einhverjir farnir að herma eftir mér en ætli það sé ekki ákveðin viðurkenning,“ segir Thelma og hlær. „Annars er ekki eins og ég sé að finna upp hjólið. Margir hafa hannað og búið til hatta og annað höfuðskraut á undan mér.“ Thelma er nokkuð viss að þessar eftirhermur komi lítið niður á henni. „Það er ekki hægt að endurgera handbragð mitt og hönnun. Minn kúnnahópur þekkir hönnun mína og leitar til mín þegar hann vantar vöru,“ segir Thelma. „Annars er þetta spurning um að virða annarra manna hönnun og Ísland er lítið land svo fólk kemst lítið upp með að gera það ekki.“ Spennandi tímar eru fram undan hjá Thelmu. Brátt flytur hún til Par- ísar en þar mun hún eflaust vafra um St.Germain í leit að nýjum og ferskum hönnunarhugmyndum inn- blásnum af Parísarborg. tryggvi@frettabladid.is Höfuðskrautið fæst í mörgum mismunandi útgáfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslenskt höfuðskraut Thelma Björk á vinnustofu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Teygjubelti Margir þeirra sem voru upp á sitt besta á níunda áratugnum hafa eflaust átt eitt gott teygjubelti. Nú eru þau komin aftur í tísku, þannig að nú er rétti tíminn til að draga þau fram í dagsljósið, þ.e.a.s ef þau eru ekki orðin of slitin eða mittið orðið of stórt. Leyfilegt er að skella þeim utan um hvaða flík sem er, þá sérstaklega peysur og kjóla, en þau geta vel gengið utan um þunnar kápur líka. Úrvalið er kannski ívið meira en gekk og gerðist á níunda áratugnum þar sem þau voru flest úr svartri teygju. tíska } ÍTALSKI TÍSKUHÖNNUÐURINN VALENTINO GARAVANI SEGIST HAFA SVO GAMAN AF ÞVÍ SEM HANN GERI AÐ HANN GETI EINFALDLEGA EKKI HÆTT. Hin 74 ára gamla tískugoðsögn Valentino hélt nýlega stóra tískusýningu í tískuvikunni í París. Þrátt fyrir að hafa verið í bransanum í um 45 ár er Valentino ekkert á þeim bux- unum að fara að hætta. ,,Ég hanna línurnar mínar af mikilli gleði.“ Valentino og ofurtöffarinn Karl Lagerfeld, sem er 67 ára, verða að teljast þeir elstu í bransanum en hvorugur virðist vera á leið úr sviðsljósinu. ,,Sú staðreynd að nokkr- ar stjörnur klæðast fötum frá mér á til dæmis Óskarsverðlaunahátíðinni gerir mig afar glaðan og stoltan. Auk þess dreymir margar ungar stúlkur um að fá að giftast í brúðarkjólum frá mér, sem gerir mig afar, afar glaðan,“ sagði Valentino að lokinni sýningunni sinni í París og er greinilega ennþá ungur í anda. Knúinn áfram af gleðinni Tískugoðsögnin Valentino er komin vel yfir sjötugt en ætlar ekki að fara að setjast í helgan stein í bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Uppháa strigaskó er hægt að fá frá fleiri framleiðendum en Converse. Uppháir strigaskór hafa notið geysilegra vinsælda að undan- förnu í kjölfar þess að Converse- skórnir slógu í gegn. Slíkir upp- háir strigaskór eiga þó rætur sínar að rekja allt til fyrri hluta síðustu aldar. Reyndar hefur aft- urhvarfið til níunda áratugarins að undanförnu átt nokkurn þátt í því að uppháir strigaskór urðu vinsælir aftur. Uppháa strigaskó má þó fá frá fleiri framleiðendum en Converse. Hafa meðal annars Adidas, Dior og Vans sent frá sér uppháa striga- skó í anda þeirra sem komu á markað á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Því má aðeins fara að hægja á notkun á skóm frá Con- verse og fara að prufa aðrar teg- undir líka. Vilji maður hins vegar halda sig við gömlu góðu Converse má alveg fara að prófa nýja liti og ný munstur endar eru svörtu og bláu Converse skórnir orðnir pínu þreyttir. Ekki bara Converse Converse-strigaskór hafa verið geysilega vinsælir undanfarin misseri. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hvítt, hvítt, hvítt Vorið er komið og grundirnar gróa... eða næstum því. Eftir fyrsta vordaginn kólnar hér enn og aftur og trén sem ættu að vera þakin bleikum blómum eru rétt að fara af stað. Hvað um það, nú verða þeir sem misstu af öllum frumlegu flíkunum í fjölstraumabúðunum að fara að hugsa sinn gang fyrir komandi sumar. Slæmu fréttirnar eru þær að meirihluti hönnuða sér allt í hvítu þetta sumarið (nokkr- ir með svart í bland) og eins og allir vita er það ekki það besta fyrir varadekkið! Þó er von þar sem tískuspírurnar sem hafa lokið yfir- reið sinni um borgina eru margar anóreksískar með kók í nös, þess vegna er mögulegt að við sem erum meira í þungaflutningum finn- um eitthvað í stærri númerunum. Svo hef ég það frá fyrrverandi mágkonu minni í Karíbahafinu að action sechange extrême-töflurn- ar svínvirki á magann, læt vita þegar ég er búinn að prófa! Pilsungarnir víðu sem Jean-Paul Gaultier kom af stað í fyrra virðast vera búnir að vera. Nú eru pilsin styttri og þrengri. Þó auð- vitað megi finna fleiri síddir og form í takt við tíðarandann sem er annað hvort mótaður af sjötta áratugnum, Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany´s eða tísku eftirhippaáranna undir 1980 í stíl Chrissie Hynde. Í pilsunum má sjá í bland við hvíta litinn alls kyns munstur til dæmis „ psycedelique „ (Mu 115), súrrealísk (Junko Shimada) eða grafísk (Léonard). Blúndur eru í hávegum hafðar hjá YSL (hvítt hálfsítt pils í popplíni aðeins 3.790) og þar eins og víðar má sjá mikið af múslíni og gegnsæju efni, létt og sexý. Kjólar eru annað lykilatriði í sumar. Hvítir eða munstraðir eins og pilsin, gjarnan úr lérefti eða hör (Etam 44,90) sumir mittislausir með útvíkkandi sniði. Ekki má gleyma bermúdabuxunum, sem verða ómissandi í sumar. Ég verð að viðurkenna að margt sem er í tísku er ekki sérstak- lega í uppáhaldi hjá mér. Það á sérstaklega við um skóna, nánast allir eru þeir með breiðri tá, annað hvort flatar ballerínur sem á sextugum konum er hálf menntaskólalegt, eða með breiðum hælum. Þið verðið að afsaka að þó ég sé sannfærður jafnréttissinni finnst mér támjóir skór með mjóum hælum alltaf miklu kvenlegri. Skórn- ir eru oft hvítir eins og töskurnar nema þær sem eru gylltar. Gylltar töskur passa svo við gylltu beltin og gylltu skóna. En svo er líka bara spurning um að vera maður sjálfur og láta litaspjald sérfræðingana eins og vind um eyru þjóta og vera í þeim litum sem maður fílar sjálfur og skapa sinn stíl. Nýjasta tískuaddressan í París er Paul et Joe, 2, avenue Montaigne, París 8e. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Glæsilegur vorfatnaður SKO‹A‹U ALLT ALLT er n‡ vöru- og fljónustuskrá á visir.is sem geymir uppl‡singar um ALLT milli himins og jar›ar. ALLT er líka a› finna í fljónustunúmerinu 1850 og í vor ver›ur ALLT bókinni dreift til allra landsmanna. fiú finnur ALLT á visir.is! ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT F í t o n / S Í A n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.