Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 64
 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR48 maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætir þú síst verið án? Mér finnst allur fiskur góður og sushi er algjör yfir- burðamatur í mínum huga enda borða ég ekki kjöt nema bara kjúkling. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég hef borðað sushi úti um allan heim en það besta fékk ég á stað í Los Angeles sem heitir Blowfish. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Það er ótrúlega mikið af mat sem mér finnst vondur. Rautt kjöt er algjör viðbjóður og það er einhver misskilngur að þetta sé gott. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Ég reyni bara að slasa mig ekki enda hálfgerður hrak- fallabálkur í eldhúsinu, kann ekki einu sinni að sjóða egg. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Nammi og eitthvað fitandi, helst popp eða snakk. Þar sem ég er bíófíkill fer það ótrúlega vel saman við poppfíkn mína. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf til sojamjólk, ávexti og grænmeti. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða mat tækir þú með þér? Hrísgrjón og wasabi því það væri eflaust fiskur í sjónum sem umlykur eyjuna. Ég gæti þá búið mér til mitt eigið sushi. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? ,Ég held að það sé ekki nokkur matur sem slái út íslenskan þorramat. Súrir hrútspungar og augu? Er eitthvað skrýtnara en það? MATGÆÐINGURINN ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI IFF Forðast slys í eldhúsinu Lengi var chenin blanc / steen mikil- vægasta hvíta þrúg- an í Suður-Afríku. Úr henni voru gerð ódýr hvítvín, freyði- vín, auk þess var hún eimuð í brandí. Síðustu ár hefur chenin blanc verið að hefjast aftur til virðingar sem hvít- vínsþrúga og til- raunir eru gerðar með ýmsar útfærslur, sæt og þurr vín, óeikuð eða eikarþroskuð. Tví- mælalaust sú hvíta þrúga sem helst getur markað Suður-Afríku sérstöðu. Eins og víðast annars staðar eru gerð góð (eða misgóð) vín úr chardonnay í Suður- Afríku. Vínið finnst í öllum stílum, þurr og létt upp í þung og eikuð. Sauvignon blanc er þrúga sem, kannski nokkuð óvænt, nær að sýna sýnar bestu hliðar í svalari héruðum Suður-Afríku. Suður- afrískt sauvignon hefur skýr þrúgu- einkenni. Ódýrari sauvignon vilja verða grösug og missa að einhverju leyti hreinleikann. Cabernet Sauvignon hefur sannað sig í Suður-Afríku. Fram- úrskarandi vín eru einkum gerð í svalari strandhéruðum, t.d. Stellenbosch og í Paarl. Cabernet er oft blandað með öðrum þrúgum, t.d. merlot eða cabernet franc. Pinotage, þessi eilítið grófi og ágengi blendingur pinot noir og cinsault er einkennisþrúga Suður- Afríku. Mörg bestu vínin hafa afgerandi brenndan eða sviðinn keim en um leið heitan og kröftug- an ávöxt. Ódýr pinotage getur valdið vonbrigðum. Syrah/Shiraz virðist geta orðið besta rauða þrúga Suður-Afríku. Heitt loftslag tryggir þrúgunum góðan þroska. Svalari héruð geta framleitt syrah nær frönskum stíl, en heitari héruð liggja nær ástr- ölskum shiraz, þótt loftslagið sé ekki einrátt, heldur hafi víngerð- armaðurinn meira um niðurstöð- una að segja. AFRÍKUDAGAR: Helstu þrúgur Suður-Afríku Faxe Amber hefur notið síaukinna vin- sælda á Íslandi eins og fleiri bjórar frá Faxe. Nýverið breytt- ist útlist dósanna en innihaldið er það sama og fyrr. Faxe Amber er hátíðar- brugg sett á markað í tilefni af 100 ára afmæli Faxe Brygg- eri AS. Í Danmörku heitir bjórinn Faxe Classic. Lengi vel gátu menn aðeins fengið þennan bjór af krana á dönsk- um veitingastöðum en hann var settur á flöskur og dósir í til- efni afmælisins. Má segja að hann hafi slegið í gegn um leið. Þetta er rauðgulbrúnn bjór með lykt af sætu og humlum sem er ekki of mikil. Bragð- meiri bjór en venju- legur lagerbjór, þægi- lega beiskur og fylltur án þess að vera neitt uppáþrengjandi né sætur. Bestur svolítið kældur. Fyrir þá sem eru orðnir leiðir á venju- legum lagerbjór er Faxe Amber tilvalinn tilbreyting! Verð í Vínbúðum 179 kr. í 50 cl dós. FAXE AMBER: Ný klæði hátíðarbruggsins Algert lostæti ...skerðu niður ferskan ananas og borðaðu alltaf þegar þig langar í eitthvað gómsætt. Þótt Úlfar Eysteinsson borði fisk ellefu sinnum í viku fær hann aldrei nóg. Ommelettuýsa er að hans sögn tilvalin fyrir þá sem vilja tilbreytingu frá hádegissoðningunni sígildu. „Mér finnst stundum gott að taka ýsuflak, eða sporð, velta honum upp úr hveiti, svo eggi og steikja hann á pönnu,“ segir Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur frökkum við Baldursgötu. „Þannig fæ ég ommelettu utan um fiskinn.“ Úlfar segir þetta vera gamla matreiðsluaðferð sem nefnist ensk steiking númer tvö. „Börn elska þennan rétt, fiskurinn er svo safaríkur og góður. Þetta er ofureinfalt í matreiðslu, það eina sem þarf að gæta að er að steikja fiskinn ekki við of háan hita því ef hann er of mikill kemur of sterkt bragð af egginu. Gætið líka að krydda eggin ekki, þá detta þau í sundur. Kryddið fiskinn bara á pönnunni. Ég er ósköp einfaldur og nota bara salt og pipar og kreisti sítrónu yfir í lokin, en kryddið fer auðvitað eftir smekk.“ Úlfar kveðst borða fisk að jafnaði ellefu sinnum í viku og fær aldrei nóg. „Ég er Hafn- firðingur í húð og hár þannig að hafgolan blés á mig allan ársins hring. Við strákarnir vorum alltaf niðri á höfn að dorga og stundum gáfu trillukarlarnir okkur í soðið. Það var ekkert bannað í þá daga. Fiskur er líka góður í maga og auðmeltur. Maður er kominn í gott stuð klukkustund eftir að hafa borðað.“ ENSK STEIKING NÚMER TVÖ 1 ýsuflak eða sporður 1 egg hveiti salt og pipar Veltið fiskinum upp úr hveiti. Pískið eggið og veltið fiskinum upp úr. Steikið fiskinn á pönnu við lágan hita þar til hann verður fallega gylltur á hvorri hlið. Kryddið fiskinn með salti og pipar þegar hann er á pönnunni. Berið fram með kartöflum og hvítlauksbrauði. Líka er gott að hafa kokkteilsósu eða remúlaði með. bergsteinn@frettabladid.is Ensk steiking númer tvö ÚLFAR EYSTEINSSON Ólst upp í Hafnarfirði og hafgolan blés á hann allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM������������� ���������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.