Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 2

Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 2
2 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express FÓTBOLTAVEISLA Í MANCHESTER 79.900 kr. INNIFALI‹: 21.–24. APRÍL Laugardaginn 22. apríl mætast Chelsea og Liverpool í undanúrslitum í ensku bikarkeppninni á Old Trafford í Manchester. Hvort liðið kemst í úrslitaleikinn í Cardiff? Ekki missa af þessum hörkuleik! Flug og flugvallaskattar, rútur til og frá Manchester, íslensk fararstjórn, 3 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leik Chelsea og Liverpool. Miðað er við að tveir séu saman í herbergi. CHELSEA– LIVERPOOL FÓTBOLTAFERÐ TIL MANCHESTER FUGLAFLENSA Fugl sem fannst dauð- ur á Elliðavatni í síðustu viku drapst ekki úr fuglaflensuveir- unni H5N1. Þetta er niðurstaða rannsóknar á sýni úr fuglinum sem fór fram í Svíþjóð. „Við töldum ekki miklar líkur á því að þessi fugl væri smitaður en þótti rétt að senda úr honum sýni vegna þess hve mikið var búið að fjalla um málið í fjölmiðlum,“ segir Eggert Gunnarsson, dýra- læknir á Keldum. Eggert telur að á næstu dögum og vikum verði töluverður fjöldi sýna sendur til Svíþjóðar til að kanna hvort fuglaflensuveiran hafi borist hingað til lands. „Ekk- ert sýni er í rannsókn núna en nokkur verða send strax í fyrra- málið,“ segir Eggert. - at Fugl á Elliðavatni: Drapst ekki úr fuglaflensu DAUÐUR FUGL Í HAFNARFIRÐI Niðurstöð- ur rannsókna hafa staðfest að fuglinn á Elliðavatni drapst ekki úr H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Eldur í tösku Lítilsháttar eldur kvikn- aði í Kópavogi í gærmorgun eftir að taska var skilin eftir á heitri keramik- hellu. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn og voru skemmdir minniháttar. Rákust saman á skíðum Tvö ungmenni rákust harkalega saman í skíðabrekku í Bláfjöllum um tvöleyt- ið í gærdag. Þau voru bæði flutt til aðhlynningar en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. LÖGREGLUFRÉTTIR FJÖLMIÐAR Gerðir eru tímabundn- ir launasamningar við dagskrár- gerðarfólk Ríkisútvarpsins í stað verktakasamninga. Fjármálastjórinn, Guðmundur Gylfi Guðmundsson, segir verk- takagreiðslunum hafa verið hætt í fyrra vegna þrýstings frá skattyfirvöldum: „Við fengum úrskurð frá skattinum og kærð- um hann til yfirskattanefndar fyrir um það bil mánuði. Við höfum gert launasamninga núna en það verður erfitt að halda þeim við þegar umhverfið breytist.“ Verktakasamningarnir hafi náð til um tuttugu starfsmanna árið 2003. Þeir fái nú greidd yfirvinnu- laun í staðinn. Nýtt starfsfólk sé ekki fastráðið. Guðmundur segir verktaka- greiðslurnar verða teknar upp að nýju hjá stofnuninni úrskurði yfirskattanefnd þeim í vil. Einnig verði málin skoðuð þegar stofn- uninni verður breytt í hlutafélag. Hjá yfirskattanefnd fást ekki upplýsingar um hvaða kærur liggja til afgreiðslu, en nefndin hefur rúmlega sjö mánuði til að afgreiða þær. Um hálft ár gæti því liðið þar til hún úrskurðar um greiðslurnar. Gestur Steinþórsson, skatt- stjóri í Reykjavík, segir embætt- ið hafa metið það svo að verktak- arnir innan Ríkisútvarpsins væru í raun launamenn. Ótal margt spili inn í, meðal annars hvort vinnuveitandinn leggi til starfs- aðstöðu og efni, ráði vinnutíman- um og öðru. Svo hafi verið í þessu tilfelli. Samkomulag hafi því náð- ist um að Ríkisútvarpið greiddi launatengd gjöld og önnur í ríkis- kassann. Guðmundur segir að þó svo að Ríkisútvarpið sé ekki sátt við úrskurðinn hafi það ákveðið að ganga að greiðslum gjaldanna og horfið frá verktakasamningun- um. Hins vegar hafi um langan tíma verið álitið slæmt að ekki sé hægt að skipta út dagskrárgerð- arfólki eftir því hvernig hlutirnir þróast. Gestur segir forsvarmenn RÚV áreiðanlega geta breytt launagreiðslunum í verktaka- greiðslur við hlutafélagavæðingu stofnunarinnar: „En svo er spurn- ingin hvort fallist verður á það af hálfu skattyfirvalda.“ Til þess að svo verði þurfi stofnunin að gera grundvallarbreytingar á vinnu- umhverfi starfsmannanna. Hann segir þó hlutafélög og ríkisstofn- anir sitja við sama borð þegar komi að verktakagreiðslum. - gag RÚV vill helst hafa verktaka í vinnu Skattstjórinn í Reykjavík fékk RÚV til að hætta að greiða dagskrárgerðarmönn- um verktakagreiðslur. RÚV hefur kært úrskurðinn til yfirskattanefndar og vonast til að fá að taka verktakagreiðslurnar upp að nýju. ÚR KASTLJÓSI RÍKISSJÓNVARPSINS Dagskrárgerðarfólk RÚV er nú á tímabundnum launasamningum þar sem verktakavinna var stöðvuð af skattyfirvöldum. Starfsmennirnir eru ekki fastráðnir því það verður að vera hægt að bregðast snöggt við þegar breyta á dagskránni. KJARAMÁL Formlegar viðræður launanefnda Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og stétt- arfélagsins Eflingar hefjast í dag. Sérhæft starfsfólk og félagsliðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum frestuðu boðuðu setuverkfalli, sem átti að hefjast 21. apríl, um sex daga. Er þa til að gefa launanefnd- unum tækifæri til að einbeita sér að lausn á kjaradeilu þeirra. Harpa Ólafsdóttir, forstöðumað- ur kjaramálasviðs Eflingar, vonar að kominn sé skriður á málið og Kristján Sigurðsson, formaður launanefndar SFH, segir að þótt aðkoma ríkisins sé líkleg þá muni dvalar- og hjúkrunarheimili þurfa að hagræða til að mæta kostnaði. Þrýst er á stjórnvöld úr öllum áttum um að beita sér fyrir því að kjör starfsfólksins verði bætt. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna, gagn- rýndi fjármálaráðherra og aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í ræðu á flokksráðsfundi á Akureyri nýlega og flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti áskorun til ríkisstjórnarinnar um að kjör umönnunarstétta á hjúkr- unar- og dvalarheimilum yrði bætt. Áður hafði fagfólk í öldrunarþjón- ustu, stéttarfélög og samtök lýst áhyggjum af stöðu öldrunarþjón- ustunnar. - shá Kjaradeila sérhæfðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Formlegar viðræður hafnar FRÁ HRAFNISTU Betur horfir með lausn kjaradeilu sérhæfðs starfsfólks og félags- liða á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að launanefndir hittust formlega til að ræða leiðir til lausnar deilunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍRAK, AP Sérfræðingar saksóknar- innar í máli Saddams Husseins hafa staðfest að undirskriftir Huss- ein á skjölum tengdum herferðinni í Dujail séu ósviknar. Telja þeir að þar með sé komin fram óskeikan- leg sönnun þess að Hussein hafi fyrirskipað aðgerðir gegn þorps- búum í Dujail sem leiddu til þess að 148 sjíamúslimar voru drepnir og margir aðrir pyntaðir. Þetta kom fram í réttarhöldunum yfir þessum fyrrverandi forseta Íraks og sjö samstarfsmönnum hans sem héldu áfram í gær. Saddam Hussein hefur hvorki viljað staðfesta né vísa á bug að undirskriftirnar séu hans, en hefur haldið fram að slík undirritun hafi verið hluti af skyldum hans sem forseti. Hann hefur ennfremur neitað því að gefa rithandarsýnis- horn til samanburðar. Voðaverkin í þorpinu Dujail áttu sér stað árið 1982. Með þeim átti að refsa íbúunum fyrir morðtilræði við Saddam Hussein þegar hann ók í gegn um þorpið. Meðal hinna myrtu var ellefu ára gamalt barn. Í skjölunum sem saksóknari er með í höndunum eru meðal annars aftökuskipanir og skjöl staðfesta að Hussein hafi með undirskrift sinni samþykkt að verðlauna leyni- lögreglumenn sem áttu þátt í fjöldamorðunum. Dómari hefur fyrirskipað að réttarhöldunum skuli frestað þang- að til búið er að kanna undirskrift- irnar frekar. - at Undirskriftir Saddam Hussein taldar sanna sekt hans: Réttarhöldunum frestað SADDAM HUSSEIN Í RÉTTARSAL Réttarhöldum yfir Hussein hefur enn verið frestað til að skoða ný gögn talið er að staðfesti ábyrgð hans á herferðinni í Dujail. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐ Mikil umferð var í átt til höfuðborgarinnar síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var mikill straumur bíla gegnum bæinn alla helgina sem náði hámarki í gær. Langar bíla- lestir mynduðust án þess að þær hefðu þó mikil áhrif á aksturs- hraða. Um kvöldmatarleytið í gær höfðu tíu verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Borgar- ness. Umferðarþunginn var sömu- leiðis mikill gegnum Selfoss alla helgina og var allra mestur síð- degis í gær. - sh Bílalestir mynduðust í gær: Mikil umferð til borgarinnar SLYSFARIR Íslenskur ferðamaður á áttræðisaldri lést þegar hann hrapaði niður í gil á portúgölsku eyjunni Madeira í gær. Fréttastof- an AFP segir frá því að maðurinn hafi verið á göngu á nokkuð hrjóstrugu svæði ásamt konu sinni þegar slysið varð, en svæðið þykir þó hentugt fyrir óreynda göngu- menn. Madeira er í Atlantshafi, um 600 kílómetra austur af Alsír. Íslendingarnir komu til eyjunnar á fimmtudag og hugðust dvelja þar til 23. apríl. - sh Íslendingur á Madeira: Hrapaði niður gil og lést HAMBORG, AP Þúsundir manna komu saman í Hamborg til að fylgja stærsta skemmtiferðaskipi í heimi úr höfn. Skipið hefur feng- ið nafnið „Frelsi hafsins“ og legg- ur af stað í jómfrúarferð sína þann 25 apríl. Yfir fjögur þúsund farþegar komast fyrir á skipinu sem kemur til með að sinna siglingum á Kar- íbahafi. Meðal afþreyingarmögu- leika um borð er skautasvell, klif- urveggur og laug til brimbrettaiðkunar. „Frelsi hafs- ins“ er sex metrum styttra en annað stærsta skemmtiferðaskip- ið, Margrét drottning önnur, en fimmtán metrum breiðara. - at Risavaxið skemmtiferðaskip: Brimbretta- laug um borð FRELSI HAFSINS Stærsta skemmtiferðaskip í heimi liggur nú við landfestar í Hamborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Katrín, kanntu nokkur ráð við verðbólgu? „Ég held að ég eigi nú betri ráð við ýmsum öðrum bólgum, en kannski það sé kominn tími til að spara á ný.“ Katrín Fjeldsted er starfandi heimilislæknir og fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. Beygur er í mörgum vegna þeirrar verðbólgu sem nú plagar landsmenn, en hún er sú mesta í fjögur ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.