Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006 SIMPLY CLEVER GullnaStýrið Skoda Octavia hefur meðal annars hlotið Gullna stýrið, einhver eftirsóttustu bílaverðlaun heims. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - 4 0 9 8 Afl og hagkvæmni SkodaOctavia Skoda Octavia með TDI dísilvél sannar að afl og hagkvæmni þarf ekki að vera mótsögn. Hér er kominn bíll sem sameinar fullkomlega sparneytni og kraft. Vélin er 1,9 lítra, aflmikil og hljóðlát og skilar 105 hestöflum. Þrátt fyrir það er eyðslan ótrúlega lítil, aðeins 4,9 lítrar í blönduðum akstri. Svo er Octavia TDI fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með sítengdu aldrifi. *M.v. 100 km blandaðan akstur ���������� ����������������������������� Komið var fram undir miðjan páskadagsmorgun þegar allir á heimilinu höfðu fengið páska- egg. Þegar við hjónin áttum bara eitt barn og vorum því tiltölulega óþreytt gerðum við þau afdrifa- ríku mistök að búa til lítinn krútt- legan ratleik fyrir einbirnið sem miðaði að því að finna eggið. Árum síðar eru börnin orðin mörg og við lúin en páskaeggjaleitin verður æ flóknari og víðtækari. Fyrir hvern og einn þarf nú að útbúa persónu- lega leit með vísbendingum sem henta aldri og áhugasviði viðkom- andi, helst í bundnu máli. ÞAÐ var því léttir þegar við loks- ins gátum sest að morgunverðar- borðinu með páskaeggin eftir- sóttu. Að venju byrjuðum við á að lesa málshættina enda helmingur- inn af ánægjunni að fá einn snjall- an sem á vel við. Bóndi minn og börnin fengu einmitt nokkuð góða en minn hljóðaði svo: „Auman er fljótt að fyrta“. Ég var aggalitla stund að þýða þetta fornyrðislag yfir á mannamál en skildist loks að átt var við að ég væri aumingi sem færi í fýlu af minnsta tilefni. ÞAÐ var og. Ekki er nóg með að hinir gráðugu framleiðendur okri á lapþunnri súkkulaðiskelinni heldur geta þeir ekki unnt okkur þess að fá elskulegan málshátt. Þess í stað hreyta þeir í sum eggin svívirðingum á borð við þessa, bara til að svipta okkur góða skap- inu. Og það á þessum degi. Í öflugu neytendaríki myndi svona aldrei koma fyrir, í Danmörku til dæmis hefði fyrir löngu verið stofnaður þrýstihópur með opinberum tals- manni þess að svona andstyggileg- ir málshættir væru bannaðir. En á Íslandi látum við níðast á okkur alla daga ársins og þetta er sko bara ein birtingarmyndin á því. Hvað nú ef lítið barn hefði fengið eiturpilluna, ha? ÉG var eiginlega aðeins of lengi að flytja þessa bitru ræðu réttlæt- isins. Það tók mig alveg svona tvær mínútur í sárri hneykslun yfir því að einhver vildi vera svona kvikindislegur við fólk sem hann þekkir ekki einu sinni. Loksins síaðist samt inn í hausinn dálítið samhengi hlutanna, að ég hafði gengið í gildru málsháttarins. Kannski af því enginn við borðið sýndi minnstu hluttekningu heldur hlógu þau dátt upp í opið geðið á mér. SPURNING hvort ég geti fengið opinbera afsökunarbeiðni. Vegið úr launsátri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.