Fréttablaðið - 18.04.2006, Page 21

Fréttablaðið - 18.04.2006, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 18. apríl 2006 21 GENGUR ÞÚ SVONA UM BÆINN? Öll viljum við ganga vel um heimili okkar. Gildir ekki það sama um borgina sem við búum í? Hreinsun sorps af götum borgarinnar kostar um 23 milljónir króna árlega. Þetta samsvarar árlegu meðalútsvari rúmlega 100 Reykvíkinga. ÞAÐ MUNAR ENGU FYRIR ÞIG AÐ GANGA VEL UM ÞAÐ MUNAR ÖLLU FYRIR UMHVERFIÐ Reykjavíkurborg H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Vorblót er ný tónlistarhátíð. Þar finnur þú jazz, funk, heimstónlist og óuppgvötaðar leiðir. www.riteofspring.is 27.-30. apríl Á NASA við Austurvöll. Miðaverð á hverja tónleika er 2.900 kr (auk 225 kr miðagjalds) Miði á alla hátíðina kostar 5.900 kr (auk 400 kr miðagjalds). Miðasala í verslunum Skífunar, BT Akureyri & Egilstöðum og á www.midi.is. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1945 Margaret Hassan, hjálparstarfsmaður í Írak. 1921 Jean Richard, franskur leikari. 1905 George H. Hitchings, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi. 1902 Giuseppe Pella, forsætisráðherra Ítalíu. 1882 Leopold Stokowski, pólskur hljómsveitarstjóri. 1838 Paul Emile Lecoq de Boisbaudran, franskur vísindamaður. HÁTÍÐARHÖLD Í INDLANDI Önnur trúar- brögð en kristni hafa nýlokið við að halda upp á hátíð. Þessi vel klæddi herramaður heiðraði guðinn Shíva í Vestur-Bengalríki í Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á morgun heldur kanadíski rithöfundurinn Lise Tremblay fyrir- lestur hjá Stofnun Vigdísar Finn- borgadóttir. Þar mun hún rekja stutt- lega sögur bókmennta í Québec en fyrirlesturinn verður á frönsku og þýddur jafnóðum á íslensku. Lise Tremblay hefur sent frá sér fjórar bækur og hlotið fjölda verð- launa fyrir verk sín. Í fyrirlestrin- um fjallar hún um helstu strauma í samtímabókmenntum Québec og lítur meðal annars á kvenrithöfunda og bókmenntir innflytjenda sem hafa kosið að skrifa á frönsku þrátt fyrir að það sé ekki móðurmál þeirra. Erindið verður haldið í stofu 201 í Odda klukkan 12.05 og að því loknu verða umræður á ensku. Samtímabókmenntir í Québec FYRIRLESTUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Kanadískar samtímabókmenntir verða teknar fyrir á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.