Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 28
����������������������� ��� �������� ������ ����� ����� ���� ������ ����� ����� ��� �������� ������ ���� ���������� ������ ����� ����� �������������������������������������� ��� �������� ������ ����� ���� ����� ����� ����� ����� ��� �������� ������ ����� �������� ������ ������ ���������� ����� ����� ��� �������� ������ ����� ���� ����� ���������� ����� ����� ����� ��� �������� ������ ����� ������ ����� ����� ����� ����� ��� �������� ������ ����� ����� ������ ������ �������� ����� ����� ��� �������� ������ ����� ����� ����� ������������� ����� ����� ��� �������� ������ ����� ����� ������ ����� ������������� ����� ����� FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn ungi Daniel Radcliffe sem hefur lagt heiminn að fótum sér í hlutverki Harrys Potter hefur sam- þykkt að koma fram í næsta árgangi þáttaraðarinnar Extras sem er runnin undan rifjum breska gam- anleikarans Ricky Gervais og félaga hans Stephen Merchant. Tvíeykið sló upphaflega í gegn með The Office en hefur fylgt vinsæld- unum eftir með Extras. Radcliffe mun koma fram ásamt fyrrum Bond-gellunni Diana Rigg í þætti sem verður sýndur síðar á þessu ári. Radcliffe og Rigg feta í fótspor ekki minni spámanna en Samuels L. Jackson, Bens Stiller og Kate Winslet sem öll komu fram í fyrstu þáttaröðinni. Grínhrollurinn Scary Movie 4 var senuþjófur páskahelg- arinnar í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd um helgina og skilaði 41 milljón dollara í miða- sölu. Scary Movie myndirnar hafa ekki beinlínis heillað gagnrýnendur hingað til en vinsældir seríunnar bedna þó ekki til neins annars en að Scary Movie myndirnar verði fleiri. Fyrsta myndin kom fyrir sjónir áhorfenda fyrir sex árum og ekkert lát virðist vera á vinsældunum. Bræðurnir Bob og Harvey Weinstein fram- leiða Scary Movie 4 og þeir eru hæstánægðir með viðtökurnar en hún er fyrsta myndin sem þeir koma á toppinn eftir að þeir yfirgáfu Miramax, fyrirtækið sem komst á kopp- inn með Pulp Fiction sællar minningar. Anna Faris hefur leikið í öllum myndunum fjórum og getur því borið höfuðið hátt þó gagnrýnendur kveinki sér. [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Barnapíur hafa löngum þótt ákjósanleg fórnarlömb geðbil- aðra morðingja í unglingahryll- ingsmyndum enda eru fallegar, brjóstgóðar og varnarlausar stúlkur sem öskra hátt aðall slíkra mynda. Seinni hluti átt- unda áratugarins var blómatími barnfóstrunnar í hryllingsmynd- um og þá mættu þær ítrekað morðingja vopnuðum breiðum búrhníf. When a Stranger Calls var býsna frumleg barnapíumynd árið 1979 en þar lenti Jill Johnson í tómum leiðindum þegar hún gætti tveggja barna. Kvöldið byrjaði á því að einhver öfuguggi hringdi í tíma og ótíma og stundi í símann. Stúlkunni varð svo ekki um sel þegar dóninn spurði hana hvort hún hefði litið inn til barn- anna nýlega. Þá hringdi stúlkan í lögguna sem rekur dónasímtölin og hringir von bráðar til baka og skipar Jill að koma sér strax út. Morðinginn er nefnilega að hringja úr húsinu! Skúrkurinn lætur þá til skarar skríða en Jill kemst naumlega undan þegar hún hleypur í fang rannsóknar- lögreglumanns sem dreif sig strax á staðinn. Morðinginn er handsamaður en í ljós kemur að hann var þegar búnn að farga börnunum. Síðan líða sjö ár. Þá sleppur kauði laus og hefur vita- skuld uppi á Jill, sem er sjálf orðin móðir, og ógnar henni og fjölskyldu hennar. Hugmyndin um að berskjöld- uð stúlka og börn séu innilokuð með óðum morðingja er enn býsna góð og það er stílað inn á hana í When a Stranger Calls árgerð 2006. Hér er þó ekki um nákvæma endurgerð að ræða og fyrri hluti gömlu myndarinnar er alfarið lagður til grundvallar þeirrar nýju þannig að við fylgj- um Jill eftir eina örlagaríka nótt. Þetta er helsti veikleiki mynd- arinnar þar sem það er meirihátt- armál að halda uppi spennu í 87 mínútur þegar atburðarásin er öll bundin við eitt hús og fjöldi fórnarlamba morðingjans því ákaflega takmarkaður. West nær þó að laða fram ónotalega stemningu á meðan Jill stendur í strákastússi og ræðir við vinkonur sínar um djamm, ástir og útgöngubönn. Enda vitum við öll að perrinn sem hringir í hana af og til á eftir að láta til skarar skríða. Það er hins vegar ansi langt liðið á myndina þegar hamagangurinn fer loks af stað. Spennan magnast hressilega en nær aldrei almennilegu hámarki þannig að manni finnst maður illa svikinn þar sem eftirleikur þessa langa forleiks er hvergi nærri nógu krassandi og endir- inn er þrælódýr og að sama skapi slappur. Allt er að vísu galopið fyrir framhald (When a Stranger Calls Back væntanlega) og fari svo má segja að myndin öll sé einn allsherjar forleikur fyrir þá næstu. Þessi gamla hugmynd stendur enn fyrir sínu en úrvinnslan veld- ur vonbrigðum og When a Strang- er Calls anno 2006 stenst tæpast nútímakröfur til hryllingsmynda. Fórnarlömbin eru allt of fá og ofbeldi og blóðsúthellingum er stillt í fáránlegt hóf. Fólk fer á hryllingsyndir með ákveðnar for- kröfur og hér fáum við allt of lítið fyrir okkar snúð. Þórarinn Þórarinsson Ljótur símahrekkur WHEN A STRANGER CALLS LEIKSTJÓRI: SIMON WEST AÐALHLUTVERK: CAMILLA BELLE, TOMMY FLANAGAN, KATIE CASSIDY Niðurstaða: Þessi endurgerð samnefndrar unglingahryllingsmyndar frá árinu 1979 stenst ekki nútímakröfur. Hún er lengi í gang og eftirleikurinn er ekki nógu öflugur til að standa undir allt of löngum forleik. Þá er farið skammarlega spart með blóðið og nánast ekkert um ofbeldi sem gæti glatt augað. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 kl. 3, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45 WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 1.30, 3.50, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 1.30 og 3.50 400 kr. í bíó!Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FRÁ UPPHAFI Á ÍSLANDI! - VJV, Topp5.is - HJ MBL RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur STEVE MARTIN KEVIN KLINE AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! 15.000 MANNS Á AÐEINS 5 DÖGU M! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! - JÞP Blaðið ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.