Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 24
 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Víst er viðeigandi að kveðja vetur- inn með pompi og prakt og annað kvöld verður efnt til útgáfutón- leika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur þar sem Jazzkvartett Sig- urðar Flosasonar og söngkonan Kristjana Stefánsdóttir flytja lög af nýútkomnum diski sem hlotið hefur titilinn Hvar er tunglið? Á diskinum má finna 24 ný djasslög úr smiðju tónskáldsins Sigurðar Flosasonar og ljóðskálds- ins Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar en þeir félagar hafa áður leitt saman hesta sína, til dæmis tónskreytti Sigurður ljóðaúrval Aðalsteins sem kom út síðastliðið haust. Jazzkvartett Sigurðar Flosa- sonar skipa nú þrjár kynslóðir íslenskra djasstónlistarmanna en auk Sigurðar sem leikur á saxófón, spila þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Pétur Östlund trommuleikari og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson kontrabassa- leikari með kvartettinum. Hann hefur hlotið lof og prís fyrir leik sinn og hljóðritanir bæði innan- lands og utan en nýjasti diskur þeirra, Leiðin heim, hlaut nýlega íslensku tónlistarverðlaunin sem djassdiskur ársins 2005. Tónleikarnir í Ráðhúsinu hefj- ast kl. 20 en á sumardaginn fyrsta mun hópurinn endurtaka leikinn í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. - khh Hvar er tunglið? SIGURÐUR FLOSASON Gefur út 24 ný jazzlög í félagi við Aðalstein Ásberg Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA menning@frettabladid.is ! ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ��� ������������������ ��������� ��������������������� ��������� ��������� ��������������������������������� ������������������������������������ ��� ������� ������ ������������� ������������������������������� ������ ��������������������������������������������� ������������������ Kl. 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið Anímanína í Loftkastalanum. Leikstjóri er Víkingur Kristj- ánsson. Börnin brosa í Grófar- húsinu þar sem Sigríður Bachmann ljósmyndari sýn- ir verk sín í Skotinu, nýju sýningarrými Ljósmynda- safns Reykjavíkur. Sýningin var opnuð á miðvikudag í tilefni af sextíu ára afmæli Sig- ríðar en hún hefur fengist við ljós- myndum frá unga aldri. „Alveg í 45 ár - góðan daginn,“ segir hún hlæjandi en hún byrjaði að vinna í Stúdíói Guðmundar þegar hún var unglingur. Myndirnar á sýning- unni eru flestar teknar í stúdíói Sigríðar en hún opnaði sína eigin vinnuaðstöðu árið 1989. Börnin sem heimsóttu hana í Garðastræti gætu því átt von á að sjá mynd af sér á sýningunni. „Við sendum öllum börnunum boðskort og ég vona að þau hafi komist til skila,“ segir Sigríður. Á sýningunni eru myndir af börnum á ýmsum aldri, allt frá hvítvoðungum og fram til tólf ára. Hún kveðst hafa gert talsvert af því að mynda börn og segir það mjög frábrugðið því að mynda fullorðna. „Börnin eru opin og ein- læg, þau vita ekki jafn mikið af sér og fullorðið fólk - það er ekki komin nein feimni í þau,“ útskýrir hún. „Það er náttúrlega meira krefjandi en skemmtilegra er það samt.“ Sigríður hefur aðeins sett upp eina einkasýningu áður. „Það er aldrei tími í þetta, maður er alltaf að skjóta,“ segir ljósmyndarinn. Hún hefur samt tekið þátt í nokkrum samsýningum. Nú hefur hún lokað ljósmyndastofunni sinni og tekið upp annan listaþráð en um þessar mundir vinnur hún verk með svokallaðri fotogram- tækni þar sem hlutir eru lagði á ljósnæman pappír og lýstir en þá myndast negatív form hlutarins á pappírnum. „Þetta kom nú eigin- lega af sjálfu sér, ég var eitthvað að fikta og leika mér en svo var sagt seinna að þetta væri kennt í ljósmyndaháskólum úti í heimi en þar unnið í svarthvítu en ég vinn í lit. Það kemur mjög skemmtilega út,“ segir Sigríður og bætir því við að vel geti farið svo að hún setji upp sýningu í sumar. kristrun@frettabladid.is Börnin í Skotinu > Ekki missa af... Tónleikum Graduale Nobili í Langholtskirkju á fimmtudaginn kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk og erlend Maríuverk. Jazzhátíð Garðabæjar sem stendur frá 20.-22. apríl, fjöl- breyttir tónleikar í sal Tónlistar- skóla Garðabæjar. Fjölþjóðlegri samsýningu í galleríi Gyllinhæð á Laugavegi 26, sýning ber heitið Heima, að heiman. SIGRÍÐUR BACHMANN LJÓSMYNDARI OG LISTAKONA Börnin eru opin og einlæg. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.