Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 16
 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur 9 9 2003 2005 Fj öl di 11 2004 Ár FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is Byrjendur 30 kennslustunda byrjendanám- skeið. Engin undirstaða nauð- synleg, hæg yfirferð með reglu- legum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa að nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til að skrifa texta og prenta, nota Inter- netið sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 24. apríl og lýkur 17. maí. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin Framhald I 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 25. apríl og lýkur 16. maí. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. ELDRI BORGARAR 60+ Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Miklar óeirðir hafa verið undanfarið í Nepal, þar sem íbúar landsins hafa verið að mótmæla konungi sínum. Gyanendra konungur tók til sín allt vald í febrúar 2005, eftir mikil umrót í stjórn- málum landsins og blóðuga uppreisn maóista. Hví tók konungurinn valdið í sínar hendur? Gyanendra konungur ásakaði Sher Bahadur Deuba forsætisráðherra og ríkisstjórnina um að hafa ekki tekist að hefja friðarumræður við maóista, og að hafa ekki undirbúið jarðveginn fyrir kosningar vorið 2005 nægilega. Hins vegar sögðu stjórnmálaskýrendur að konungurinn notfærði sér þessar aðstæður til að styrkja stöðu sína, hugsanlega í þeim tilgangi að skapa algjört einræði. Konungurinn neitaði þessu og lofaði að lýðræði og friður yrði aftur komið á í landinu innan þriggja ára. Konungurinn lét loka símum landsmanna, allt flug lá niðri og herlögregla ók um götur höfuðborgarinnar Katmandú. Hermenn stóðu vörð við heimili þingmannanna sem bolað hafði verið burt og forsætisráðherranum var haldið í stofufangelsi. Hverju er fólk að mótmæla? Sjö stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa í nokkurn tíma unnið saman að því að mótmæla aðgerðum konungsins og heimta að lýðræði verði aftur komið á í landinu, en konungur hefur eingöngu samþykkt að vera ekki alveg einvaldur. Mótmælin hafa aðallega farið fram í Katmandú og undanfarna daga hefur konungur brugðist við með því að skipa hersveitum sínum að gera allt sem þær telja nauðsynlegt til að koma í veg fyrir mótmælin, og sett útgöngu- bann. Jafnframt hafa leiðtogar stjórnmálaflokk- anna verið handteknir. Hins vegar hefur ófriður ríkt í landinu síðan maóistar rufu sjö mánaða vopnahlé í águst 2003. Maóistarnir vilja setja nefnd sem gert yrði að semja nýja stjórnarskrá og gæti lagt til að konungsveldið yrði fellt úr gildi. Þó virðist sem stuðningur óbreyttra borgara við maóist- ana fari dvínandi, en talið er að 10.000 manns hafi týnt lífi í átökunum milli maóistanna og hersins síðan árið 1996. FBL GREINING: ÓEIRÐIRNAR Í NEPAL Konunginum mótmælt Eiríkur Bergmann Einars-son, dósent í stjórnmála-fræði við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, hélt nýlega erindi í Reykjavíkurakademíunni þar sem hann reyndi að svara spurning- unni um það hver væri stefna íslenskra stjórnvalda í innflytj- endamálum. Eiríkur kannaði ríkj- andi stefnu samkvæmt lögum, reglugerðum og stjórnvaldsað- gerðum og sendi fyrirspurn á stjórnmálaflokkana. „Svörin voru frekar snautleg. Vinstri grænir höfðu mestan áhuga, Samfylkingin hafði áhuga, Framsóknarflokkurinn sendi falleg orð en Sjálfstæðisflokkur- inn lýsti yfir að hann hefði ekki mótað sér neina sérstaka stefnu. Í stuttu máli komst ég að því að þessa stefnu skortir, hún er hrein- lega ekki til staðar og það er í sjálfu sér merkileg niðurstaða,“ segir Eiríkur. Óvenjumikil harka Þjóðfélagsþróunin í öðrum löndum Evrópu síðustu áratugi hefur víða leitt af sér óvenjumikla hörku í samskiptum innflytjenda og inn- fæddra. Þetta hefur til að mynda birst í uppgangi þjóðernisöfga- flokka víða um álfuna og leiðtogum þeirra, og má nefna sem dæmi le Pen í Frakklandi, Jörg Haider í Austurríki og Carl I. Hagen í Nor- egi. Þá hafa samskipti farið í ógn- vekjandi áttir eftir 11. september, til dæmis eftir skopmyndamálið í Danmörku þar sem sambúð mús- lima og Vesturlandabúa hefur verið erfið og jafnvel slæm. Þjóðfélagsþróunin á Íslandi fylgir yfirleitt þróuninni í Evrópu, hún er bara nokkrum árum eða ára- tugum seinna á ferðinni. „Það er sjálfvirk seinkun, kannski sökum legu landsins og fámennisins. En maður spyr sig þegar maður horfir á svona þróun hvað íslensk stjórn- völd og stjórnmálaflokkar eru að gera til að mæta henni og koma í veg fyrir að hér verði sömu þjóðfé- lagsátök eða átök milli menningar- hópa eins og eiga sér stað í öðrum löndum Evrópu. Svarið er ískyggi- legt. Stjórnvöld eru ekki að gera neitt. Þess vegna var yfirskrift erindisins: Fljótum við sofandi að feigðarósi?“ Eiríkur segir að fjölmenningar- legt þjóðfélag hafi myndast á Íslandi án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað eða að þjóðfélagið hafi tekist á við þá spurningu með neinum hætti. „Stundum hlæja menn og segja að Ísland eigi ekki að vera fjölmenningarlegt þjóðfé- lag. Það er bull því þessi þróun hefur löngu átt sér stað.“ Erlendir ríkisborgarar og fólk af erlendu bergi brotið er líklega um 20 þúsund á Íslandi, eða fimm prósent þjóðarinnar. Tæplega 15 þúsund erlendir ríkisborgarar búa hér og til viðbótar hafa um fimm þúsund manns fengið ríkisborg- ararétt á síðustu 20 árum. „Þetta fólk er ekki allt á landinu og sumir fara eftir skamman tíma en það breytir ekki þeirri stað- reynd að hér er fjölmenningarlegt þjóðfélag. Við getum verið ánægð með að hingað vilji fólk koma. En það er ískyggilegt að það er ekkert gert til aðlögunar fyrir þetta fólk, að laga þjóðfélagið að nýjum hátt- um og búa það undir sambúð við fólk af erlendum menningarupp- runa,“ segir hann. Eiríkur telur að útlendingana þurfi að tengja með markvissum hætti inn í þjóðfélagið, í íþróttafé- lögum, af vinnuveitendum, laun- þegasamtökum, allir verði að leggjast á eitt og læra af reynslu annarra ríkja. Innflytjendagettó eru púðurtunnur „Eitt af því sem blasir við er að það hafa orðið til innflytjendagettó í öðrum ríkjum. Nærtækasta dæmið er þegar eitt slíkt sprakk í loft upp í París hér um árið. Þessi hverfi eiga það til að breytast í púður- tunnu sem springur þegar minnst varir. Útlendingar flytja í hverfi þar sem er ódýrast að búa. Þar verður mikið af innflytjendum, fólk sem oft er af sama uppruna. Innfæddir flytja úr hverfinu sam- fara þróuninni og til verða nánast hrein innflytjendagettó. Öllum er sama, skólarnir drabbast niður, fólkið fær ekki vinnu og þá er orð- inn til vítahringur,“ segir Eiríkur. „Þessi þróun er að byrja í Breið- holti,“ segir hann. „Í sumum leik- skólum hverfisins er helmingur barnanna innflytjendur, sem er í sjálfu sér ekkert slæmt. En það þarf að mæta þessu þannig að það sé unnið með fólki og það sé aðlag- að þjóðfélaginu, það fari fram samþætting en hana vantar alveg. Fólkið er afskipt, það er látið vera í einhvers konar einangruðum heimi.“ Eiríkur hvetur til þess að stjórn- völd og stjórnmálaflokkarnir tak- ist á við þróunina og móti stefnu í málefnum innflytjenda um hinar breiðu pólitísku línur í þjóðfélag- inu. „Þetta er klárlega eitt af stóru málunum. Gagnvart stjórnvöldum eru málefni innflytjenda bara hluti af atvinnulífinu á Austfjörðum. Þau eru að gera sömu mistök og önnur lönd Evrópu á sínum tíma þegar þau litu á fólkið sem vinnu- afl, ekki fólk. Stjórnmálaflokkarn- ir verða að takast á við þetta mál,“ segir hann. Skrifstofumennirnir stýra löggjöfinni Íslendingar hafa tekið upp danska og norska löggjöf í innflytjenda- málum en sú danska er sú harka- legasta sem til er í Evrópu og stór hluti íslensku löggjafarinnar kemur til vegna tilmæla frá skrif- stofumönnum í Brussel. „Af samtölum við fólk sem vinnur við málefni innflytjenda eða hefur orðið fyrir barðinu á lögum þá er sú rödd samhljóma að hér séu reglur ekki bara strangar heldur sé þeim beitt með einstak- lega harkalegum hætti. Það eru engin grið gefin og fólk er tekið í harkaleg viðtöl þar sem gengið nærri einkalífi þesss. Fólkinu mætir fjandsamlegt viðmót í lögum, reglum og stjórnvaldsað- gerðum en ekki jákvæðni og aðlög- un sem er lykillinn að farsælli sambúð,“ segir Eiríkur. Hann minnir á gengin „sem eru að myndast uppi í Breiðholti. Það er ábyrgðarhluti af horfa upp á þessa þróun ganga eftir sömu braut og í löndunum í kringum okkur þar sem þróunin hefur sums staðar leiðst út í hálfgerða borgarastyrj- öld. Við erum í þeirri einstöku aðstöðu að geta brugðist við þróun- inni. Það er enn tími þó að hann sé naumur og við hefðum átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu.“ Hætta á að útlendingagettó myndist í Breiðholtinu Stefnuleysi ríkir í innflytjendamálum, að sögn Eiríks Bergmanns Einarssonar, dósents í stjórnmálafræði. Fjöl- menningarsamfélag hefur myndast og hætta á að innflytj- endur einangrist í „gettó“ eins og víða erlendis. Eiríkur segir ógnvænlegt að stjórnvöld og stjórnmálaflokkar skuli ekki móta sjálfstæða stefnu í málefnum innflytjenda. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON „Við erum í þeirri einstöku aðstöðu að geta brugðist við þróuninni. Það er enn tími þó að hann sé naumur og við hefðum átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu,“ segir Eirík- ur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði á Bifröst. Umræða hefur verið um læknamistök í þjóðfélaginu í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar á niðurstöðu héraðsdóms um stórkostlegt gáleysi læknis. Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir segir hugtakið læknamistök falla yfir mjög vítt svið. Hvað felst í hugtakinu læknamistök? Það getur átt við meinta ranga með- ferð. Fólk getur lagt hvaða skilning í hugtakið sem það vill svo lengi sem það skilgreinir hvað það er að meina. Það getur verið allt frá því að vera óhappatilvik yfir í eitthvað sem gerist vegna vankunnáttu eða hirðuleysis. Er of mikil áhersla í kerfinu á að finna sökudólg? Oftast er það þannig að ekki er um ákveðinn sökudólg að ræða heldur er eitthvað í kerfinu sem brestur. Margir koma að heilbrigðisþjónustu og því er þetta spurning um samspil sem verður aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn. Áherslan er lögð á að vinnuferlið sé í lagi. SPURT OG SVARAÐ LÆKNAMISTÖK MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Margs konar skilningur Svona erum við > Fjöldi fæðinga mæðra 16 ára og yngri Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.