Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 6
6 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ������������� ���������� � ���������������� �������������� ���������������� ������������������������������������������� �������������������� ��������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������� TEL AVIV, AP Tíu létust og um sextíu særðust þegar ungur palestínskur drengur sprengdi sig í loft upp við matsölustað í Tel Avív, höfuðborg Ísraels. Árásin varð fleirum að bana en nokkur önnur í landinu á síðastliðnu ári. Af þeim sem særð- ust er talið að nokkrir tugir séu enn í lífshættu. Sjónarvottar segja að drengur- inn hafi sett sprengjuna af stað fyrir utan staðinn þegar öryggis- vörður leitaði í tösku sem hann hafði meðferðis. Í töskunni voru rúm fjögur kíló af sprengiefni ásamt nöglum og öðru lauslegu sem þeyttist um alla götuna þegar sprengjan sprakk. Fjölmargir við- skiptavinir voru á staðnum og gæddu sér á falafel- samlokum nú við lok páskahátíðar gyðinga sem staðið hefur yfir undanfarna viku. Skyndibitastaðurinn, sem er í nágrenni við stóra umferðarmið- stöð í Tel Avív, virðist vera vin- sælt skotmark sprengjuárása því snemma á þessu ári særðust tuttugu í árás á sama stað. Sjálfsmorðssprengjuárásin er sú fyrsta sem Palestínumenn gera síðan Hamas-samtökin tóku við stjórn Palestínsku sjálfsstjórnar- svæðanna fyrir rúmum tveimur vikum. Hryðjuverkasamtökin Jihad hafa lýst ábyrgð á tilræðinu og borið kennsl á sprengjumann- inn, Sami Hammad, kornungan Palestínumann frá þorpi á Vestur- bakkanum. Fjölskylda sprengju- mannsins er harmi slegin enda heldur hún því fram að enginn hafi vitað af tengslum drengsins við öfgasamtök. Móðir hans hefur nú brugðið á það ráð að bera hús- gögn sín út á götu af ótta við að ísraelskir hermenn komi og kveiki í húsinu hennar. Makmúd Abbas, forseti Palest- ínu og leiðtogi Fatah-samtakanna, hefur fordæmt atburðinn sem hann segir ekki vera málstað Pal- estínumanna til framdráttar. Leið- togar nokkurra Vesturlanda hafa látið svipuð orð falla. Andstæðing- ar hans í Hamas-samtökunum komu aftur á móti fram með yfir- lýsingu þar sem segir að árásin hafi einungis verið svar við yfir- gangi Ísraelsmanna. Hin nýja stjórn Ísraelsmanna kenndi aftur á móti Hamas-liðum um árásina og segir að öll palest- ínsk hryðjuverkasamtök, sama hvaða nafni þau gegna, séu runnin undan rifjum Hamas. Mannskæðasta sjálfs- morðsárás í rúmt ár Kornungur Palestínumaður sprengdi sig í loft upp við skyndibitastað í Tel Avív. Að minnsta kosti tíu létust og sextíu særðust, þar af margir alvarlega. Hamas- samtökin verja árásina. GYÐINGUR HORFIR YFIR SLYSSTAÐINN Að minnsta kosti tíu létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Avív. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nýtt þing hefur tekið við störf- um í Ísrael eftir kosningarnar í síðasta mánuði. 122 sæti eru á þinginu sem kom saman í fyrsta sinn stuttu eftir stóra sjálfs- morðssprengjuárás í Tel Avív. Ekki hefur enn tekist að setja saman stönduga stjórn en starf- andi forsætisráðherra landsins, Ehud Olmert, fer fyrir viðræðun- um. Hann hefur meðal annars lofað að skapa Ísraelsríki endan- leg landamæri við nágrannaríkin og Palestínu. Fyrsta verk nýs þings verður þó að ákveða hvern- ig staðið verði að samskiptum við þing Palestínumanna og Hamas- samtökin sem eiga þar flest sæti. Nýtt þing í Ísrael: Innsetning í skugga árásar FISKELDI Varmaeldi ehf. hefur und- anfarin sex ár unnið að tilrauna- verkefni með nýtingu heits vatns við ræktun á hlýsjávarrækju. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtæki á Nýja-Sjálandi sem hefur lagt til tæknibúnað og rækjustofn. Niðurstöðurnar eru þær að raunhæfur möguleiki sé á því að rækta þessa rækjutegund hér í svo miklu magni að hægt sé að metta innlendan markað og flytja út töluvert magn að auki. „Uppskeran er ekki síðri hér á landi, bæði hvað magn og gæði varðar. Hugsanlegt er að daglega verði hægt að flytja út um 500 kíló af ferskri rækju fimm daga vikunnar. Þetta er komið það langt að mögulegt er að fara út í stóreldi,“ segir Þorleifur Finns- son, framkvæmdastjóri Varma- eldis. Þorleifur segir að uppbygging tjarnaeldis í stórum stíl taki tíma og kosti hundruðir milljóna. Engu að síður séu fyrirtæki sem hafa sinnt vinnslu og sölu á ferskum fiski hérlendis tilbúin að hefjast handa. Margir staðir hérlendis komi til greina undir rækjueldið. „Það geta í rauninni allir, til dæmis bændur sem eiga land og jarð- hita, sett upp tjarnir til að rækta rækjur, segir Þorleifur. - shá Þróunarverkefni Varmaeldis ehf. er lokið með góðum árangri: Undirbúa stórfellt rækjueldi RISARÆKJA Rækjan er eftirsótt um allan heim. Þeir sem koma að Varmaeldi ehf. eru Orkuveita Reykjavíkur, New Zealand Prawns Ltd., Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og Stofnfiskur hf. FRÉTTABLAÐIÐ/VARMAELDI ÞINGSALURINN Í ÍSRAEL Ehud Omert hagræðir kollhúfu sinni og ráðfærir sig við varnar- málaráðherra sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Fjórir menn voru hand- teknir í Breiðholti aðfaranótt sunnudags eftir að hafa ruðst inn í íbúð og veist að húsráðanda. Svo virðist sem einn árásar- mannanna hafi talið sig eiga eitt- hvað hjá fórnarlambinu sem það neitaði að skila og því að hafi hann ákveðið að endurheimta það með valdi. Einhverjir árásarmannanna reyndust vopnaðir hnífum. Mönn- unum fjórum var fljótlega sleppt úr haldi en fórnarlambið, sem hlaut minniháttar áverka, neitaði aðstoð lögreglu við að komast á slysavarðstofu. Að sögn lögreglu telst málið að mestu upplýst. - sh Fjórir menn í Breiðholti: Ruddust inn og hófu slagsmál WASHINGTON, AP Þúsundir barna tóku þátt í páskaeggjaleit við Hvíta húsið í Washington í gær. Árlega safnast börnin saman á grasflötinni fyrir utan húsið og hafa gert síðan á nítjándu öld. Að þessu sinni voru samkyn- hneigð pör með börn áberandi í leitinni. Þau voru um fimmtíu og báru litskrúðugt hálsskraut til að vekja athygli á stöðu sinni. - at Eggjaleit við Hvíta húsið: Samkynhneigð pör áberandi MÁRITANÍA, AP Þrjátíu og sex afr- ískir flóttamenn hafa bæst í hóp þeirra sem hafa verið stöðvaðir á leiðinni frá Máritaníu til betra lífs yfir á Kanaríeyjum. Mikill straum- ur flóttamanna er frá Máritaníu sem er í norðvestur hluta Afríku og yfir til Kanaríeyja, en flótta- mennirnir vonast eftir góðri með- ferð frá spænskum yfirvöldum. Ferðalagið frá Máritaníu er þó langt frá því að vera hættulaust enda eru um þúsund kílómetrar til Kanaríeyja. Talið er að meira en þúsund Afríkubúar hafi látið lífið það sem af er árinu á siglingunni yfir hafið á litlum viðarbátum. Yfirvöld á Spáni hafa undan- farið reynt að aðstoða Máritana við að stöðva fólkið áður en það leggur á sjóinn og varð sú aðstoð til þess að flóttamennirnir þrjátíu og sex fundust. - at Flóttamenn stöðvaðir: Máritanía herðir gæslu Í EGGJALEIT Þessi unga stúlka leitaði páska- eggja á grasflötinni við Hvíta húsið. KJÖRKASSINN Ertu farin(n) að draga saman seglin í einkaneyslunni? Já 69% Nei 31% SPURNING DAGSINS Í DAG Fórstu á skíði um páskana? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.