Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 38
 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Alíslensk stúlka, Lilja Rós Krist- björnsdóttir, var nýlega valin ein af heiðursdömum Benidorm fyrir árið 2006. Árlega eru nokkrar stúlkur á aldrinum 7-8 ára og 16- 17 ára valdar í þetta hlutverk og í ár er sem sagt Lilja Rós í hópn- um. Heiðursdömurnar hafa það hlutverk að koma fram á ýmsum skemmtunum og skrúðgöngum og taka þátt í opinberum heimsókn- um og eru þær valdar út frá skrif- legum umsóknum. „Lilja er afar ánægð með þetta enda hefur hún alltaf haft gaman af því að standa á sviði,“ segir móðir Lilju, Kristín Traustadóttir, en fjölskyldan býr tímabundið á Spáni. „Það að vera heiðursdama þykir afar merkilegt hér úti og mikill heiður. Fólk hefur verið að koma og óska okkur til hamingju með dótturina, sem sker sig óneit- anlega úr hópnum með sitt ljósa hár og bláu augu,“ segir Kristín og bætir við að þetta sé afar skemmtilegt tækifæri fyrir Lilju til að taka þátt í spænskri menn- ingu og siðum, auk þess sem for- eldrarnir nái einnig að kynnast innfæddum í gegnum þetta hlut- verk. Lilja Rós gengur í spænskan skóla en fram undan eru marser- íngar í spænskum þjóðbúningi á hinum ýmsum hátíðum á Beni- dorm. Íslensk stúlka valin heiðursdama Benidorm ÁTTA ÁRA HEIÐURSDAMA Lilja á leið í krýninguna sem haldin var á Benidorm Palace. Hún á spennandi ár í vændum sem heiðursdama Benidorm. TÓNLISTIN Ég hlusta á allt frá rólegri tónlist og upp í létt rokk. Til dæmis fíla ég hljómsveitir eins og Foo Fighters, Cranberries, Smashing Pumpkins og U2 og svo finnst mér Damien Rice alveg rosalega góður. Af útvarpsstöðvum hlusta ég mest á Létt 96,7 og Fm 95,7. BÓKIN Skemmtilegasta og áhrifamesta bók sem ég hef lesið er Englar alheimsins. Mér fannst hún algjörlega æðis- leg og myndin olli mér heldur engum vonbrigðum. BÚÐIN Ég versla aðallega í Sautján og Vero Moda. Mér finnst fötin í þessum búðum alveg rosalega flott og það er alltaf hægt að finna sér eitthvað þar. BORGIN New York er uppáhaldsborgin mín. Hún er algjört æði og það er bara allt að gerast þar. Spennandi mannlíf, gaman að versla og líka hægt að skoða sig um og sjá eitthvað spennandi. Ég fór þangað í sumar og mig langar aftur sem fyrst. BÍÓMYNDIN Walk the Line fannst mér einstaklega góð og eftirminnilegust af þeim myndum sem ég hef séð nýlega. Svo er ég alltaf svolítið fyrir stelpumyndir og þá eru The Notebook og Pretty Woman í uppáhaldi. VERKEFNIÐ Þessa dagana er það vinnan sem á hug minn allan en ég vinn sem stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla. Svo er það bara undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland en keppnin er 24. maí. AÐ MÍNU SKAPI: JÓNA KRISTÍN HEIMISDÓTTIR Cranberries, Vero Moda, New York og Ungfrú Ísland HRÓSIÐ ...fær fyrirtækið CCP sem hefur selt dreifingarréttinn á leiknum EVE-Online til Kína. Útrás Íslendinga til Danmerkur heldur áfram en í lok maí mun ný verslun 12 Tóna opna í Kaup- mannahöfn. „Við erum að opna þarna búð í hjarta Kaupmannahafnar, mjög nálægt Strikinu,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson í 12 Tónum en klæðskerinn Indriði mun einnig opna búð í sama húsi. „Búðin verð- ur sett upp á svipaðan hátt og búðin á Skólavörðustígnum og við munum reyna að skapa jafn gott andrúmsloft. Við munum bjóða upp á nýja tónlist af ýmsum toga eins og okkur er einum lagið. Við erum komnir með góðan mann í að reka búðina en sá heitir Þórhallur Jónsson og var verslunarstjóri Skífunnar á Laugavegi á sínum tíma. Auk þess erum við að gefa út og dreifa diskunum okkar í Dan- mörku, höfum gert það frá því að við byrjuðum árið 2003 og munum að sjálfsögðu halda því áfram,“ segir hann. 12 Tónar hafa löngum verið þekktir fyrir að kynna nýja tónlist og meðal annars hafa þeir haldið ófáa tónleikana í búðinni þar sem það allra nýjasta hefur fengið að hljóma, íslenskt sem og erlent. „Við hyggjumst leyfa íslensku tón- listarfólki að spila í búðinni í Dan- mörku og hjálpa því þannig að koma sér á framfæri. Búðin ein- beitir sér eins og alltaf að því að hjálpa fólki að finna eitthvað nýtt auk þess sem við reynum að hafa í boði það sem skiptir mestu máli hverju sinni. Einnig munum við leggja áherslu á að hjálpa íslensk- um hljómsveitum að fóta sig í dönsku tónlistarlífi eins og við höfum gert hér heima.“ Spurður hvort búðin muni halda sínu íslenska nafni segir hann: „Ég held það muni frekar hjálpa okkur en ekki að vera með svolítið öðru- vísi nafn. Við verðum bara að kynna okkur vel og koma í veg fyrir það að Danir setji okkur í hóp með hinum stórtækari Íslend- ingunum sem hafa herjað á Dana- veldi að undanförnu. Nafnið okkar er nú þegar orðið örlítið þekkt í grasrótinni og við getum því ekki verið þekktir undir öðru nafni. Nú þegar hefur verið skrifað um okkur í New York Times og fleiri blöðum þar sem við höfum fengið mjög jákvæða athygli og vonandi munu Danir taka okkur jafn vel.“ hilda@frettabladid.is 12 TÓNAR TIL DANMERKUR: Ný búð í hjarta Kaupmannahafnar Á LEIÐ TIL DANMERKUR Jóhannes Ágústson og Jóhann Ágúst Jóhannsson í 12 Tónum. LÁRÉTT 2 fjötur 6 hljóm 8 örn 9 blund 11 frá 12 massaeining 14 yfir- stéttar 16 smáorð 17 hafði sæti 18 almætti 20 gelt 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 fita 3 samtök 4 skerfur 5 ganghljóð í klukku 7 vel birgur af peningum 10 forskeyti 13 blaður 15 málmur 16 seytla 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 haft, 6 óm, 8 ari, 9 lúr, 11 af, 12 gramm, 14 aðals, 16 að, 17 sat, 18 guð, 20 gá, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 tólg, 3 aa, 4 framlag, 5 tif, 7 múraður, 10 rað, 13 mas, 15 stál, 16 aga, 19 ðð. Svör við spurningum á síðu 8 1. Mette-Marit. 2. Svalbarða. 3. Donald H. Rumsfeld. [ VEISTU SVARIÐ ] ����������������������������� ���������������� ��������������

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.